Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.05.2000, Síða 2

Bæjarins besta - 24.05.2000, Síða 2
Tíu erlend skemi - þrjú skipanna koma tvisvar í sumar Tíu erlend skemmtiferðaskip koma til Isafjarðar í sumar. Tíu erlend skemmtiferða- skip eru væntanleg til ísafjarð- ar í sumar í þrettán ferðum. Nokkur þeirra munu leggjast að bryggju í Sundahöfn en önnur munu verða við legu- færi fyrir utan Norðurtangann. Fyrsta skipið, MV Victoria, sem er 27.670 brúttótonn að stærð, kemur 11. júní og stoppar í sex klukkustundir. MV Explorer sem er 2.398 tonn að stærð kemur 16. og 20. júní, MV Royal Princess, sem er stærsta skipið sem kemur í sumar, 44.348 tonn, kemur 4. júlí og daginn eftir, 7. júlí, er MS Shearwater væntanlegt, en það er 2.162 tonn að stærð. Tvö skip eru væntanleg 16. júlí, annars vegar MV Europa sem er 28.600 tonn að stærð og hins vegar MV Vistamar sem er 7.498 tonn. Þann 28. júlí kemur MTS Saga Rose, sem er 24.474 tonn að stærð og daginn eftir koma tvö skip, annars vegar MS Hanseatic sem er 8.378 tonn og hins vegar MV Arion sem er 5.632 tonn. Þann 31. júlí er síðan M V ClipperAdventurer væntanlegt en það skip er 5.750 brúttótonn. MTS Saga Rose kemur síðan aftur 26. ágúst og MS Shearwater kemur aftur 11. september. Þegar eru farnar að berast tilkynningar vegna 2001. Fjölþrautahátíð Ungmennafélags Bolungarvíkur r Iþróttaálfurinn bregður á leik - „hátíðin gekk vonum framar,“ segir Helga Jónsdóttir formaður Ungmennfélagsins Á laugardag gekkst Ung- mennafélag Bolungarvíkur fyrir fjölþrautahátíð fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin var í tengslum við Listadaga í Bol- ungarvík, sem nú standa yfir og lýkur á sunnudaginn. Gest- ur Ungmennafélagsins var Magnús Scheving, sem nú- orðið er kannski betur þekktur undir heitinu íþróttaálfurinn. Um 220 manns, bæði börn og fullorðnir, mættu fyrir inn- an íþróttahúsið í blíðskapar- veðri. Byrjað var á ratleik. Leitað var að íþróttaálfinum víðs vegar um bæinn og vís- bendingamar voru persónur úr leikritinu Latabæ. Að því loknu fór fram dagskrá með álfinum innan við íþróttahús- ið. Góð stemmning myndaðist og auðséð að þátttakendum fannst gaman. Hátíðinni lauk sfðan með grilli. Iþróttaálfurinn skemmtir gestum ásamt ungu samstarfsfólki. Fjörinu er ekki alveg lokið íbili hjáUngmennafélagi Bol- ungarvfkur, því laugardaginn 27. maí er ISI-dagurinn sem í ár ber nafnið Skref 2000. Ungmennafélagið ætlar að standa að honum og býður öllum að taka þátt í þægilegri göngu. Reyndar eru í boði krefjandi göngur fyrir þá sem þess óska. Mæting er við íþróttahúsiðkl. 13:00. Þennan dag verður frítt í sund. Þá er tilvalið að fara í ljóða- sund. Sundlaugin er nefnilega skreytt með ljóðum á meðan Listadagar standa yfír. @ n ÍSAFJARÐARBÆR ÚTBOÐ: ÁSGEIRSGATA, LAGNIR wmmssm Tæknideild ísafjarðarbæjaróskareftir tilboðum í lagningu frárennslis- og vatnslagna ásamt jarðvinnu við Ásgeirsgötu á Isafirði, milli Sindra- götu og Suðurgötu. Helstu magntölur: Lagnaskurðir: 133m. Frárennslislagnir: 270m. Vatnslagnir: 135m. Aðkeyrt fyllingarefni: 1,640m3 Útboðsgögn verða seld á bæjarskrif- stofu frá og með mánudeginum 29. maí nk. á kr. 3.000,- eintakið. Tilboð verða opnuð á tæknideild, þriðjudaginn 13.júnínk. kl. 11:00. Tœknideild Isafjarðarbœjar. STÖRF VAKTMANNA Laus eru til umsóknar störf vaktmanna í sorpbrennslunni Funa. Bæði er um að ræða fast starf og afleysingu. Laun eru samkvæmt samningum FOS Vest og ísafjarðarbæjar. Upplýsingar um starfíð veitir stöðvar- stjóri í síma 456 5218 eða 894 5959. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Stöðvarstjóri Funa. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu Ágústínu Bernharðsdóttur frá Kirkjubóli í Valþjófsdal Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Bolungarvíkur Guðm. Steinar Björgmundsson Sigríður Magnúsdóttir Anna Kristín Björgmundsdóttir Markús Guðmundsson Sigríður Björgmundsdóttir Sigmundur Þorkelsson Eyjólfur Björgmundsson Berglind Rós Pétursdóttir Edda Björgmundsdóttir Bragi Björgvinsson Bragi Björgmundsson Guðrún Jóhannsdóttir barnabörn og langömmubörn. Lágkúra Þegar umræðan um úrbætur í samgöngumálum á landsbyggðinni, þar með talin fyrirhuguð jarðgöng milli einstakra byggðalaga, er komin niður á það plan að farið er að reikna út hversu háa fjárhæð hver og einn íbúi viðkomandi byggðar- laga gæti fengið í sinn hlut ef áætluðum kostnaði við gerð jarðganganna væri skipt á milli þeirra. að ekki sé talað um hversu langar og dýrar sól- arlandaferðir viðkomandi gætu farið í fyrir summuna, þá er ekki hægt að komast öllu neðar í lágkúrunni í umfjöllun um fólk. Þegar þingmaður, sem þar að auki er formaður samgöngunefndar Alþingis, tekur svo til orða að segja megi að það hafi verið af samúð með Vestfirðingum sem jarðgöngin undir Breiðadalds- og Botnsheiði voru grafin og því sé „ekki hægt að segja varðandi þau (göngin) sem heild að menn hafi ekki viljað hjálpa samfélaginu" skal spurt hvort botninum sé ekki þar með náð í þessari umræðu? Reyndar stingur fleira í augu í viðtali við formann samgöngunefndar Alþingis í DV sl. mánudag. Þar segir hann, eftir yfirlýsingu um að skynsamlegt hefði verið á sínum síma að athuga vel þá hugmynd að kaupa Súgfirðinga út úr plássinu „í stað þess að fara út í þá dýru framkvæmd að gera legginn (göngin) til Súganda- fjarðar", að „styrkur Suðureyrar (sé) sá að þetta er sá staður á landinu sem hefur besta aðstöðu af öllum sjávarplássum landsins til að stunda smábátaútgerð. Það- an er stutt að sækja í blússandi mið. Þá geta menn líka valið sér ákveðið lífs- mynstur. Jarðgöng eru ekkert lífsspursmál, þó jákvætt sé að hafa samgöngur sem ___bestar. Það getur annað komið í staðinn." ||]§ Það er rétt að fá byggð ból liggja betur við fiskimiðum en Suður- eyri. Heimskuleg fiskveiðistjórnun, þar sem engin skil eru gerð milli veiða á grunnslóðum og úthafsveiðum, gerir það hins vegar að verkum að Súg- firðingar geta ekki nýtt sér nálægðina við fiskimiðin öðrum fremur. Svo er hátt- virtum þingmönnum fyrir að þakka. Þá er ekki úr vegi að rifja upp fyrir sjálfum formanni samgöngunefndar Alþingis, að Suðureyri er nú hluti Isafjarðarbæjar og því vandséð hvað „annað" geti komið í staðinn fyrir samgöngur innan bæjar- félagsins og þess að íbúar Suðureyrar hafi aðgang að ýmsu því sem aðeins er til staðar á Isafirði, t.d. sjúkrahúsinu svo eitt dæmi sé tekið. Þegar svo er komið að farið er að setja fólk, lífsstarf þess og tilfinningar, í reikningsformúlur arðsemi og sólarstunda hljóta menn að spyrja hvort ekki sé tími til að umræðan um byggðamál verði á vitrænni nótum? s.h. Frá útgefendum: Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Isafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sölvi Mar Guðjónsson, Holtsgötu 3, sími 456 4916. Suðureyri: Deborah Anne Olafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sfmi 456 7752. Þingeyri: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43, sími 456 8263. Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is • Blaðamaður: Hölfdön Bjarki Hölfdönsson, sími 863 7655, netfang blm@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafrœn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afslóttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. 2 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.