Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.05.2000, Side 6

Bæjarins besta - 24.05.2000, Side 6
Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson heitir útgerðamaður einn á Isafirði. Hann fæddist árið 1958 norður á Húsavík og / ólst þar upp. Faðir hans hét Asgeir Vilhjálmsson, ættaður norðan úr Aðal- vík, en móðir hans heitir Svanhildur Baldursdóttir og er Húsvíkingur í húð og hár. Aðalsteinn Ómar hefur búið / lengi á Isafirði og gert út bátinn Gunn- vöru. Auk þess á hann í félagi við Aðal- björn Jóakimsson útgerðarfélagið Mar- ína sem gerir út skuttogarann Baldur Árna RE. Hefur unnið mikið með Þórði Júlíussyni „Ég kom hingað á sínum tíma vegna þess að konan mín, Auður Matthíasdóttir er héð- an. Hingað flutti ég árið 1979 og hef búið hér síðan. Ég vann hjá Þórði Júlíussyni í rækju- verksmiðjunni Vinaminni í einn vetur. Þegar ég hætti þar, hélt ég áfram að vinna hjá Þórði og fór á togarann Júlíus Geirmundsson og var þar til ársins 1993, en fór þá í land og vann sem útgerðarstjóri hjá Bakka í Hnífsdal. Ég keypti Gunnvör, átta tonna djúprækjubát, með Þórði Júlíussyni árið 1985. Síðan ákvað Þórður að láta smíða fyrir sig stálbát og ég keypti þá hlut hans í Gunn- vöru. Þetta var trébátur sem ég átti til ársins 1990 er ég keypti þá Gunnvöru sem ég á í dag frá Höfn í Hornafírði. Hana geri ég út á djúprækju á veturna og humar á sumrin. Duglegur að kaupa kvóta Aðalsteinn hefur verið dug- legur við að kaupa varanlegar aflaheimildir, sem er nokkuð sem margur Vestfirðingurinn hefur vanrækt. „Ég hef gert töluvert af því að kaupa til mín báta með kvóta og selja þá aftur kvótalausa. Einnig hef ég keypt kvóta af bát án þess að kaupa bátinn. Þannig keypti ég rækjukvóta af Huldu, semAmórheitinn Sig- urðsson átti, Guðrúnu Jóns- dóttur keypti ég af þeim feðg- um Hjalta Þórðarsyni og Þórði Júlíussyni og nú síðast Bryn- dísi af Magnúsi Jónssyni í Bolungarvík. Ég hætti hjá Bakka fyrir rúmu ári síðan og keypti skut- togara með Aðalbirni Jóa- kimssyni. Þegar við keyptum hann fékk ég að ráða nafninu og Aðalbjörn fékk að ráða skráningarstaðnum. Báturinn heitir Baldur Arna eftir móð- urafa mínum og er skráður í Reykjavík, þar semAðalbjörn býr.“ Lengd þrisvar og breikkuð einu sinni Aðalsteinn Ómar hefur látið gera töluverðar endurbætur á bát sínum, Gunnvöru. „Ég er búinn að láta lengja hana þris- var sinnum, breikka hana einu sinni, hækka dekkið og færa brúna aftar. Þetta hefur verið gert í áföngum á síðustu tíu árum og hefur verið ódýrara en að kaupa nýtt skip. Fyrst lengdum við hana um tvo metra og síðan lengdum við hana urn aðra tvo metra, breikkuðum hana og hækk- uðum dekkið.Að lokum gerð- um við beinan gafl og lengdist hún þá í leiðinni.“ Básafell vildi ekki rækjuna Aðalsteinn segist hafa land- að djúprækju í Bakka í Hnífs- dal þar til það fyrirtæki rann inn í Nasco. „Þá fórum við að leita að kaupendum að rækj- unni og fórum í samningavið- ræður við Básafell. Þá var Arnar Kristinsson fram- kvæmdastjóri, og gerði við okkur samning um kaup á rækjunni og áttum við að fá að kaupa varanlegar aflaheim- ildir af þeim í staðinn enda var Básafell að selja kvóta til að losa sig út úr skuldum. Samningurinn átti að vera til þriggja ára. Þá gerðist það að skipt var um framkvæmda- stjóra og Svanur Guðmunds- Námskeiö í skógrækt Skógræktarfélög, skógarbændur, sveit- arfélög (garðyrkjustjórar og umsjónar- menn vinnuskóla) athugið! Námskeið í gróðursetningu og umhirðu trjáplantna verðurhaldið á vegum Skógrækt- arféiags ísiands, 6.júnínk. ígrunnskólahús- inu að Núpi í Dýrafirði. Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir flokk- stjóra og aðra sem taka að sérað skipuleggja og stjórna gróðursetningu trjáplantna og skiptist námskeiðið í bóklegan hluta og verk- legan. Þátttökugjald erkr. 3.700.-, en léttur há- degisverður greiðist af þátttakendum. Skráning fer fram á Fræðslumiðstöð Vest- fjarða og þar eru veittar nánari upplýsingar. Við skráningu er óskað eftir að tilgreind séu nöfn og kennitölur þeirra sem hyggjast taka þátt í námskeiðinu. Fræðslumiðstöð Vestfjarða sími 450 3000, fax 450 3005 netfang: frmst@snerpa.is Fundur í fundaröðinni Græn framtíð: Atvinna - umhverfi - velferö verða haldnir á Hótel ísafirði mánudaginn 29. maí kl. 20:30 og í Kaffi Vatneyri á Pat- reksfirði, þriðjudaginn 30. maí kl. 20:30. Fundirnir eru öllum opnir! Frummælendur verða þingmennirnir Jón Bjarnason og Kolbrún Halldórsdóttir, en þau verða einnig á ferð um Vestfirði þessa daga. Staöa líffræöings Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir lausa stöðu líffræðings. Laun samkvæmt kjara- samningi FÍN. Umsóknirskal senda til Náttúrustofu Vest- fjarða, Aðalstræti 21, 415 Boiungarvík. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 22. maí. Nánari upplýsingarveitirforstöðumaður í síma 456 7005, netfang nv@isholf.is. Náttúrustofa Vestfjarða. son var ráðinn. Svanur átti að sjá um að framfylgja þessum samningum en honum vannst aldrei tími til þess því að Guð- mundur Kristjánsson kom þarna aðsvífandi og keypti fyrirtækið. Hann neitaði að standa við þessa samninga og sagði að Básafell vantaði enga rækju. Við komum hérna í nóvember með fullan bát af iðnaðarrækju sem hann vildi ekki sjá. Djúprækjan ísud og flutt á Hvammstanga Það var í lok nóvember sem togari þeirra Aðalsteins og Aðalbjörns kom til ísafjarðar með rækjuna sem Básafell vildi ekki. „Éghringdi f nokk- ra aðila, m.a. menn á Húsavík sem buðu okkur velkomna til sín. Það varð úr að við fórum með rækjuna þangað og þar höfum við landað síðan. Þegar þetta gerðist vorum við búnir að landa um 800 tonnum af rækju hjá Básafelli en höfum aldrei fengið neitt af þeim kvóta sem okkur var lofað. Ég held að þeir í Bása- felli hafi verið orðnir rækju- lausir í janúar og að þurft hafi að loka verksmiðjunni í ein- hvern tíma út af hráefnis- skorti. Guðmundur Kristjáns- son hefur ekki svarað okkur ennþá, hvers vegna hann vildi ckki rækju frá okkur. Ekki vildi hann heldur fá djúprækjuna og hef ég gert samning við Ólaf í ísfangi um kaup á þeirri rækju og er hún nú flutt ísuð á vörubílum til Hvammstanga.“ Botninum ekki náð Aðspurður segir Aðalsteinn það ekki á dagskrá að koma á fótrækjuverksmiðju. „Ég ætla bara að halda mig við útgerð- ina. Það er það sem ég geri best og linnst skemmtilegast. Það var hræðilegt slys hvernig fór fyrir Básafelli og ég held að ef menn hefðu staðið sam- an á sínum tíma, í staðinn fyrir að vera endalaust að ríf- ast, hefði vel verið hægt að bjarga fyrirtækimu. Mér finnst þróunin hafa ver- ið hræðileg að undanförnu í útgerð á Isafirði, enda eru flest skip farin. Ég held að botnin- um sé ekki náð ennþá en vona að sjálfsögðu að ísafjörður eigi eftir að rétta úr kútnum. Mér fmnst leiðinlegt að fylgj- ast með ísafjarðarhöfn núna þegar það telst til tíðinda að skip sé við bryggju. Áður voru hér 2-3 skip á dag.“ Aðalsteinn segist ekki vera það mikill spámaður að hann geti sagt fyrir um framtíð rækjuvinnslu á ísafirði. „Það væri hræðilegt fyrir ísafjörð ef hann missti einu rækju- vinnsluna sem eftir er, en hún verður náttúrulega ekki rekin lengi ef ekkert er hráefnið.“ /V|\ * Verslunarmannafélag Isafjarðar Kynningarfundur Verslunarmannafélag ísafjarðar verður með kynningarfund á kjarasamningunum á Hótel ísafirði í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20:30. Við viljum einnig vekja athygli á því að við eigum enn lausartværvikuríjúníí sumarhús okkar í sumar. Stjórnin. 6 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.