Bæjarins besta - 24.05.2000, Síða 12
heim að
www.postur.is
Fáðu pakkann
dyrum
með Póstinum
PÓSTURINN
Aðkoman að skýlinu var ekki falleg eins og sjá má.
Ljót aðkoma að neyðarskýli
Sundurskotnir fiigl-
ar við neyðarskýlið
- byssur teknar af fjórum mönnum
„Það var eins og við vær-
um að koma að vígvelli.
Við vorum í venjubundinni
neyðarskýlaskoðun og
höfðum farið í Fljótavík og
Aðalvík. Þegar við komum
að skýlinu í Hornvík blasti
við okkur ljót sjón. Það var
eins og að þar hefði verið
háð blóðug orrusta. Fugls-
hræ voru á víð og dreif og
húsið útatað blóði. Það var
engu líkara en siátrun hefði
farið fram fyrir utan húsið,“
sagði Magnús Olafs Hans-
son, björgunarsveitarmaður
úr Bolungarvík í samtali við
blaðið.
Sex menn voru í ferðinni
sem farin var með björgun-
arskipinu Gunnari Friðriks-
syni á sunnudag, þar á með-
al sýslumaðurinn í Boiung-
arvík, Jónas Guðmundsson.
„Er við opnuðum hurðina á
skýlinu, lágu þar fjórir karl-
menn steinsofandi og tók
það okkur góða stund að
vekja manngarmanna. Þetta
var um hádegisbil og miðað
við þann fjölda bjórdósa
sem þarna var er ljóst að
mennirnir hafa innbyrt mik-
ið af áfengi og var lyktin í
skýlinu eftir því. Skýlin eru
fyrir fólk í neyð en ekki
veiðiþjófa í áfengisvímu,"
sagði einn björgunarsveitar-
mannanna í samtali við
blaðið. Var strax haft sam-
band við lögregluna á Isa-
firði enda er friðlandið í
hennar lögsagnarumdæmi.
Var fuglinn gerður upptæk-
ur sem og þrjár byssur sem
mennirnir höfðu undir
höndum.
Alls höfðu mennirnir
skotið 20 fugla, Langvíur,
Álkur, Skarf og Lunda, allt
fugla sem eru friðaðir á
þessum tíma árs auk þess
sem ljóst er að mennirnir
hafa brotið þær reglur sem
gilda um svæðið. I þeim
segir m.a.: „Hvers kyns
meðferð skotvopna er öllum
bönnuð mánuðina júní til
september nema að feng-
inni sérstakri heimild sýslu-
manns. Utan þess tíma er
veiði einungis heimil land-
eigendum til hefðbundinna
nytja. Öll veiði, bæði fugla
og ftska, er bönnuð án leyfis
landeiganda, sem í hlut á.“
Flugfélagið Ernir aftur á ísaijörö?
Hörður Guðmundsson
leitar að hentugri flugvél
HörðurGuðmundsson, eig-
andi Flugfélagsins Ernis sem
þjónaði Vestfirðingum dyggi-
lega um áratuga skeið, kannar
nú möguleika á að hefja flug-
rekstur að nýju áVestfjörðum.
Að sögn Harðar, hefur hann
verið að svipast um eftir hent-
ugri flugvél til verksins, en
hann tók skýrt fram að allur
undirbúningur væri á byrjun-
arstigi.
„Vélin þyrfti helst að vera
tveggja hreyfla með góðum
afísingarbúnaði auk þess sem
hún verður að geta lent auð-
veldlega á styttri brautum.
Mér dettur helst í hug flugvél
af gerðinni Britten-Norman
Islander, en Flugfélagið Ernir
hefur góða reynslu af slíkum
vélum á Vestfjörðum," sagði
Hörður í samtali við blaðið.
Hörður sagði að ef niður-
staðan yrði að hefja flugrekst-
ur að nýju, myndi hann aðal-
lega bjóða upp á leiguflug fyr-
ir ferðaskrifstofur. Hann úti-
lokaði þó ekki að hefja áætl-
unarflug að nýju í framtíðinni.
„Flugmál á Vestfjörðum hafa
verið í ólestri að undanförnu.
Ef af verður, kem ég með flug-
vél vestur seinnipartinn í sum-
ar,“ sagði Hörður.
Aðstandendur Isafoldar fyrir framan skipið á sunnudagskvöld.
r
Norska tvíbytnan komin til Isafjarðar
Skípínu hefur veríð
gefið nafiiið ísafold
ísafold, hin nýja tvíbytna
Ferjusiglinga ehf. kom til
Isafjarðar um kl. 22 á sunnu-
dagskvöld eftir þriggja sólar-
hringa siglingu frá Noregi.
Fjölmenni var á hafnakantin-
um til að taka á móti ferjunni.
Skipstjóri í ferðinni var Jó-
hann Símonarson, en auk hans
voru í áhöfninni þeir Hörður
Guðbjartsson, Bragi Valgeirs-
son, Kristján Sigmundsson og
Kristinn Ebenezersson. Að
sögn Kristinsgekkheimferðin
eins og í sögu.
„Við fengum brælu á leið-
inni til Færeyja, en þar stopp-
uðum við til að taka olíu. Að
öðru leyti gekk ferðin ljóm-
andi vel“, sagði Kristinn. Það
vakti athygli bátsverja að skip-
ið var ekki nema 5Vi tíma á
siglingu frá Siglufirði til Isa-
fjarðar, en það er mun skemm-
ri tími en tekur að aka leiðina.
Að sögn Kristins munu sigl-
ingar hefjast á næstu dögum.
„Við erum að taka til í skipinu
og ganga frá öllum pappírum.
Ef allt gengur eftir, byrjum að
sigla í þessari viku“, sagði
Kristinn.
Jóhann Símonarson, skipstjóri í brúnni á ísafold.
OPIÐ:
Virka daga
kl. 09 - 27
Laugardaga
kl. 10 - 18
Sunnudaga
kl. 12 - 18
(/ír/'J
r/aiiihhj
AUSTURVEGI 2 • SÍMI 456 5460
Vió
erum
ykkar
fólk
Daglegar ferðir
til og frá Reykjavík
Landflutrimgar
www.samskip.is
Sindragötu 11,400 ísafjörður,
sími 456 4000, fax 456 4009
Verð frá
Rr. 27.000,
KÓM
PKAG
BÚDAPEtST
VAPSJÁ
TALLIN
^TUTTGAPT
PPÁNDHEIMUP
Samvinnuferðir - Landsýn
Sími 456 5390
Vestfirsk ferðaskrifstofa
- Ferðir um Vestfirði -
Vigurferðirnar hefjast VestUl'fci'dir .
10. júní Aðalstrœti 7 - Sími 456 5111
Vetmrd
ð gúOum bilum
Sækjum - sendum
mmm
BONUS
BILALEIGA
Malarhöfða 2-112 Reykjavík
Sími: 5678300 • Fax:5678302
bonuscar@centrum.is • www.centrum.is/bonuscar