Bæjarins besta - 06.12.2000, Page 2
Önnur umræða um fjárlagafrumyarp ríkisstjórnarinnar
Skjólskógaverkefninu á Vest-
fjöróum verður flýtt um eitt ár
ísaflörður
Tölvuvæðing í
tónlistargerð
Tónlistarskóli Isafjarðar er
að festa kaup á tveimur tölv-
um af gerðinni I-mac 450G3.
Saman kosta þær um 300.000
krónur og kemur féð frá
styrktarsjóði skólans. „Tölv-
urnar verða líklega bæði not-
aðar við reksturinn og til
kennslu“, segir Kristinn Ní-
elsson, starfandi skólastjóri
Tónlistarskólans.
Á döfinni er að halda nám-
skeið í notkun tölva við tón-
listargerð. „Þessar tölvur
verða væntanlega notaðar í
þá kennslu. Við höfum fengið
mjög öflugt tónlistarforrit og
hyggjumst hefja námskeiða-
hald í janúar“, segir Kristinn.
Bolungarvík
Sex Vestfjarða-
met slegin á
sundmóti
Sex Vestfjarðamet voru sett
á Jórunnarmóti sem haldið var
í sundlauginni í Bolungarvík
á laugardag. Fjögur metanna
setti Bragi Þorsteinsson,
Sundfélaginu Vestra á fsafirði,
eða í öllum þeim greinum sem
hann keppti í. Svala Sif Sigur-
geirsdóttir, Bolungarvík, setti
Vestfjarðamet í 50 m skrið-
sundi meyja og Hjalti Rúnar
Oddsson, Vestra, setti Vest-
fjarðamet í 50 m flugsundi
drengja.
Vestfjarðametin sem Bragi
setti voru í 50 m flugsundi, 50
m baksundi, 50 m bringusundi
og 50 m skriðsundi sveina.
Mjög góð þátttaka var í mót-
inu og lofar árangurinn góðu
um framhaldið í sundinu hér
vestra en framundan er langt
og strangt keppnistímabil.
Qeni^áiJcnlfmdwv
íaLwuju
456 4560
Meðal breytingartillagna
frá meirihluta fjárlaganefndar
Alþings sem fram komu við
upphaf annarrar umræðu um
fjárlagafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar í síðustu viku eru
nokkrar sem snerta Vestfirði
beint eða óbeint. Þar má
nefna,aðlagtertilað lOmillj-
ónir króna renni til uppbygg-
ingar Vatneyrarbúðar á Pat-
reksfirði. Þar eru minjar um
merka sögu en miðað er við
endurgerð eins og var þegar
rekstur stóð þar í mestum
blóma.
Lagt er til að 15 milljónir
renni til Galdrasýningar á
Ströndum. Fyrsti áfangi hefur
verið opnaður í gömlu pakk-
húsi á Hólmavík en áætlað er
að byggja upp sýningarstaði í
Hrútafirði, Bjarnarfirði og
Árnesi.
Lagt er til að 2,5 milljónir
renni til Sjóminjasafns íslands
til að gera upp hundrað ára
gamlan uppskipunar- og flutn-
ingabát (bringingarbát), Frið-
þjóf, en hann var síðast notað-
ur fyrir hálfri öld. Ráðgert er
að flytjabátinn fráMiðhúsum
í Reykhólasveit til Bolungar-
víkur og gera hann upp þar.
Lagt er til að 6 milljónir
renni til endurbóta á Faktors-
húsinu í Neðstakaupstað á ísa-
firði.
Lagt er til að 10 milljónir
renni til uppbyggingar á skíða-
svæði ísfirðinga í Tungudal
við Skutulsfjörð.
Lagt er til að framlag til
Skjólskóga á Vestfjörðum
hækki um 9 milljónir og verði
30 milljónir. Framgangur
verksins verðurhraðari en gert
var ráð fyrir þar sem undir-
búningsvinnan í ár nægir til
að taka nýliða hraðar í verk-
efnið og flýta þannig áætlun
um eitt ár.
Lagt er til að 10 milljónir
renni til að ljúka hagkvæmn-
isathugun á kalkþörunga-
vinnslu íArnarfirði og í Húna-
þingi. Á síðasta ári runnu 4
milljónir í þessar rannsóknir í
Arnarfirði. Verkið er unnið á
vegum Atvinnuþróunarfélags
Vestfjarða hf. Einnig er lagt
til að félagið fái eina milljón
króna til að safna gögnum og
hefja mælingar við innanvert
ísafjarðardjúp með tilliti til
nýtingar á auðlindum svæð-
isins.
Lagt er til að framlag í Jöfn-
unarsjóð sveitarfélaga hækki
um 1.800 milljónir. Þar af eru
1.100 milljónir ætlaðar til að
jafna tekjutap einstakra sveit-
arfélaga vegna lækkunar á
fasteignaskattstekjum í kjöl-
far breytinga á álagningar-
stofni mannvirkja. Síðan er
ætlunin að ráðstafa 700 millj-
ónum króna í samræmi við
tillögur Tekjustofnanefndar
sem skilaði áliti til félags-
málaráðherra í október.
Lagt er til að 7 milljónir
renni til stofnunar nýbúamið-
stöðvar á Vestfjörðum í sam-
ræmi við þingsályktunartil-
lögu sem samþykkt var í vor.
Lögð til til einnar milijónar
króna hækkun á framlagi til
að kosta sérútbúna bifreið í
Árneshreppi í þeim tilgangi
að hana megi nota til að aka
yfir Trékyllisheiði að vetrar-
lagi og auka þannig öryggi
fólks í hreppnum.
Lagt er til að 51 millj. króna
renni til að mæta kostnaði við
Opnað hefur verið sameig-
inlegt leikfanga- og fagbóka-
safn á vegum Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra og leik-
skólannaí Isafjarðarbæ. Safn-
ið verður opið á þriðjudögum
fyrir fólk sem vinnur að sér-
kennslu í leikskólum. Þar að
áætlunarflug innanlands sam-
kvæmt samningi sem áformað
er að gera í kjölfar undan-
gengins útboðs.
Lagt er til að 7 milljónir
renni til vinnuhóps hjá nátt-
úrustofum og heilbrigðiseft-
irliti áVestfjörðum, Austfjörð-
um og Norðurlandi vestra til
að gera úttekt á skólpmengun
við litla þéttbýlisstaði við
sjávarsíðuna og skipuleggja
vöktun á mengun við sömu
staði. Árið 1997 hófst sam-
starf milli Heilbrigðiseftirlits
Vestfjarða, Heilbrigðiseftirlits
Norðurlands vestra og Nátt-
úrustofu Vestfjarða um sýna-
tökur og mælingar en vegna
fjárskorts hefur ekki verið
hægt að ganga frá niðurstöð-
um.
auki geta foreldrar fatlaðra
barna komið alla daga vikunn-
ar og fengið þroskaleikföng
og fagrit lánuð.
Á myndinni er Helga Björk
Jóhannsdóttir, forstöðumaður
safnsins ásamt þremur böm-
um við leikföngin.
Jálafundur
JólafundurSlysavarnadeildarkvenna á /sa-
firði verður haldinn þriðjudaginn 12. des-
ember kl. 20:00 í Sigurðarbúð.
Munið eftir pökkunum.
Stjórnin.
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra
Leikfanga- og fagbókasafn
Fáein orð um frelsi og forsjár-
hyggju og hugtakið að axla ábyrgð
Af skrifum sumra sem láta að sér kveða í þjóðmálaumræðunni má ráða að því
sem við í daglegu tali köllum frelsi og forsjárhyggju verði með engu móti kom-
ið fyrir á sama bekk. Annað hvort njóta menn frelsis eða þeir eru
hnepptir í fjötra forsjárhyggjunnar. Ekkert hér um bil, enginn millivegur.
Fregnir herma að í viku hverri árið um kring megi rekja dauða eins
ungmennis hér á landi til neyslu vímuefna. Þrátt fyrir þessa dapurlegu
niðurstöðu er rætt um það í fúlustu alvöru hvort ekki sé rétt að leyfa frjálsa sölu
á tilteknum eiturlyfjum, þar sem boð og bönn (forsjárhyggja) hafi það eitt í för
með sér að markaðsverð eiturlyfjanna hækki, glæpum tengdum neyslunni
fjölgi og þeir verði stöðugt hrottalegri.
Fréttir af slysum í umferðinni eru nánast eins og daglegt brauð. Hver dauða-
fregnin rekur aðra. Almenningur er flemtri sleginn. Yfirvöld ráðalítil. Og svo
höfum við það helst til málanna að leggja að lögleiða beri aukinn hraða á veg-
um úti þar sem við brjótum hvort sem er öll lög um hraðatakmarkanir!
Þegar farmenn verða uppvísir að smygli á áfengi og tóbaki eru þeir látnir
taka pokann sinn. I þessari stétt þjóðfélagsins eru menn taldir ábyrgir gjörða
sinna og þá ábyrgð beri þeim að axla. Þar verður ekki bæði haldið og sleppt.
Ár eftir ár eyða stofnanir hins opinbera miklu meira fé en til þeirra er varið
á fjárlögum. Þetta er eins og hver annar kækur og þykir ekki lengur
orð á gerandi þótt svona sé staðið að málum. Þegar uppvíst varð að
endurbæturnar á Bessastöðum kostuðu mörg hundruð milljónir króna
umfram áætlun var rasandi almúginn afgreiddur með skælbrosi og
orðavaðli í sjónvarpi. Búið mál. Þingmenn segja blákalt að okkur komi það
ekki við þótt þeir skreppi í fótboltaferð til útlanda á kostnað almennings. Lax-
veiðar ráðherra í boði fyrirtækja sem hafa mikilla hagsmuna að gæta koma
almenningi heldur ekkert við. Farmaðurinn, opinberi embættismaðurinn og
pólitíkusinn eru ekki undir sama hatti. Hjá hinu opinbera taka menn ekki
pokann sinn hvað sem tautar og raular. Hjá hinu opinbera felst merking þess að
bera ábyrgð og axla hana í því einu að gera bara betur næst.
Tíminn fram til jóla er vel til fallinn til að velta fyrir sér hvers við leitum í
frelsinu og hvað við viljum forðast með forsjárhyggjunni og merkingu þess
gamalgróna hugtaks að axla ábyrgð. s
Frá útgefendum:
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólína Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Sindri
V. Gunnarsson, Holtagötu 11,
sími 456 4982. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Valdís Bára
Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43,
sími 456 8263.
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang:
bb@bb.is • Blaðamenn:Hlynur Þór Magnússon, sími456 7322, netfang: blm@bb.is og Hólfdón Bjarki Hólfdónsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is • Ljósmyndari: Halldór
Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafræn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur
er afslóttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið.
2
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000