Bæjarins besta - 06.12.2000, Side 3
IYIetnaðarfull hugmynd að ger-
breyttum samgöngum við Vestfirði
„Leiðin til Reykja-
víkur oæti farið úr
500 km í um 400 km“
Kristinn Bergsveinsson í Görðum skrifar
Nú í haust kom fram á Al-
þingi þingsályktunartillaga frá
Guðjóni A. Kristjánssyni urn
samgöngumál á Vestfjörðum.
Lagt er til að fela samgöngu-
ráðherra að láta gera athugun
á því að leggja veg um fjörur
Þorskafjarðar, Djúpafjarðar
og Gufufjarðar ásamt því að
gera jarðgöng úr botni Isa-
fjarðar í Djúpi í Kollafjörð.
Þetta er metnaðarfull hug-
mynd og myndi þetta gjör-
breyta samgöngum við norð-
ur- og vestursvæði Vestfjarða.
Vegalengdir myndu stytt-
ast, t.d. gæti leiðin til Reykja-
víkur farið úr um 500 km í um
400 km. Erfiðir fjallvegir,
heiðar og hálsar yrðu úr sög-
unni og snjómokstur yrði
hverfandi lítill. Fleiri mögu-
leikar væru í dæminu síðar á
þverun Hestfjarðar og Mjóa-
fjarðar í Djúpi.
Metnaðarley si ráðamanna á
Vestfjörðum er með ólíkind-
um. Þeir virðast gera sér að
góðu óbreytt ástand varðandi
þær leiðir sem nú eru farnar.
Ég skrifaði smágrein um þessi
mál í tilefni af opnun Gils-
fjarðarbrúar. Við henni urðu
engin viðbrögð. Þar vitnaði
ég í orð Guðmundar Inga
Kristjánssonar skálds á
Kirkjubóli, þegar Vestfjarða-
vegur um Dynjandisheiði
opnaðist til umferðar og Isa-
fjörður og nærliggjandi
byggðir kornust í akvegasam-
band við aðra landshluta:
Nú skal fagna nýjum vegi,
nýrri sókn með hverjum degi,
láta Vesturfirði fá
frama þann sem völ er á.
„Síðan eru liðin tæp 40 ár“,
sagði svo í greininni. „Lengst
af var lítið gert til að bæta
upphaflegu vegina, sem mest
voru ruðnings-skeringar, snjó-
þungir og erfíðir. Nýbygging
vega með styttingu vegaleng-
da hófst er Vöðin í Önundar-
firði voru brúuð. Annar stór
áfangi varð við þverun Dýra-
fjarðar. Mest munaði þó um
Vestfjarðagöngin. Allt eru
þetta verk sem hafa sannað
gildi sitt. Nú er stórurn áfanga
náð með „þverun“ Gilsfjarðar.
Því verki er að ljúka með
glæsibrag. Þá kemur í hugann
hvert verði næsta verk í vega-
gerð til að stytta leiðir og
koma Vesturbyggð og Isa-
fjarðarsvæðinu í alvöru vega-
samband. Ég lærði það ungur,
að ef ég ætlaði suður, þá fór
ég ekki í norður. Það er nú
það sem þingmenn og sveitar-
stjórnarmenn Vestfirðinga
gera með því að beina umferð,
sem ætlar suður, norður á
Strandir. Það er slæmt þegar
pólitískir ráðamenn ákvarða
slíkt.
Það sem ég tel að þurfi að
gera, er að fela einhverjum
hlutlausum aðila athugun á
því. hvar og hvernig megi
halda áfram á þeirri braut að
stytta vegalengdir og byggja
vegi þannig að þeir séu heils-
ársvegir. Ég er alinn upp við
það að ferðast á hestum austur
sveitina í Króksfjarðarnes og
víðar. Þá var ávallt reynt að
„hafa fjöru“, fara yfir fjöru á
Djúpafirði og Þorskafirði. Svo
var einnig um Gufufjörð og
innanverðan Kollafjörð.
Það sama gildir um vegina.
Þar yrðu þeir miklu styttri,
snjóléttari og í betra veðurlagi
en á hálsunum. Þegar að því
kemur að taka ákvörðun um
endurbyggingu frá Bjarka-
lundi, þarf að skoða vel þann
möguleika að „þvera“ Þorska-
fjörð, Djúpafjörð og Gufu-
fjörð og losna við Hjallaháls
og Ódrjúgsháls. Styttingin
yrði um 20-25 km. Ég gæti
haldið svona áfram vestur
sýsluna. Þar ríður á að færa
vegina úr mestu snjóabælun-
um.
Það sem ég hefi hér minnst
á kostar bæði stóran pening
og mikinn undirbúning. Það
er ekki seinna vænna að byrja
að ræða og skoða hlutina.
Varðandi kostnaðarhliðina er
því til að svara, að ég tel að
þjóðin hafi vel efni á þessu.
Nú er flutt á vegum óhemja
af fiski og allt sláturfé afVest-
fjörðum, auk allra aðdrátta.
Ferðamannastraumur á eftir
að aukast næstu árin. I sumar
varð mikil umferð eftir að
Gilsfjörður opnaðist, bæði
vestur og norður yfir Þorska-
fj arðarheiði. Það er til skamrn-
ar að ekki skuli neitt gert til
að lagfæra þann veg sem sum-
arveg.
Ég vil að lokum þakka það
stórverk sem „þverun“ Gils-
fjarðar er. Dalamenn og Aust-
ur-Barðstrendingarunnu sam-
an að því að þoka því áleiðis.
Gilsfjarðarnefnd hafði þar sitt
að segja, uns tregða sumra
þingmanna í báðurn kjördæm-
um var yfirunnin og þeir lögð-
ust á sveif með heimamönn-
um.“
Síðan þetta var skrifað fyrir
hálfu þriðja ári hefur orðið
nær tvöföldun á olíukostnaði.
Ekkert getur sparað meira í
flutnings- og ferðakostnaði
íbúa á landsbyggðinni en að
losna við heiðar og hálsa og
stytta leiðir. Þingmenn og
ráðamenn í héraði þurfa að
átta sig á sínu hlutverki og
leita allra leiða til að þetta
verði að veruleika á næstu 10-
15 árum.
Kristinn Bergsveinsson,
Görðum, Reykhólum.
Gunnlaugur Gunnlaugsson hafnarvörður
Ráðinn „landamæravörður“
hjá Fiskistofu á ísafirði
Gunnlaugur Gunnlaugsson, hafnarvörður á Isafirði,
tekur um áramót við starfi veiðieftirlitsmanns og
„landamæravarðar“ á landamærastöð Fiskistofu á
Isafirði. I starfi landamæravarðar felst að taka út
þann afla, einkum rækju, sem kemur með skipum frá
löndum utan Schengen-svæðisins. Isafjörður er eina
höfnin á Vestfjörðum þar sem landa má slíkum afla.
Enginn hefur verið í þessu starfi á Isafirði frá því
snemma í sumar, þegar Jón Ellert Guðjónsson
veiðieftirlitsmaður fluttist til Akureyrar. Eftirliti þessu
hefur síðan verið sinnt að sunnan. Yfir vetrartímann
mun Gunnlaugur sinna veiðieftirliti á norðanverðum
Vestfjörðum en á sumrin þegar samgöngur eru
greiðari nær eftirlitssvæði hans til Hólmavíkur og
Patreksfjarðar.
Gunnlaiigur Gunnlaugs-
son.
Hugsanleg sala á Orkubúi Vcstfjarða
Bæjarstjóra afhent-
ar 957 iindirskriftir
„Við mótmælum því að
OrkubúVestfjarða verði notað
til að borga niður skuldir
vegna félagslega íbúðakerfis-
ins. Orkubú Vestfjarða er
stöndugt fyrirtæki í eigu Vest-
firðinga og fráleitt er að láta
sér detta í hug að glata þessu
fjöreggi. Við trúum því ekki
að óreyndu að bæjarstjórn Isa-
fjarðar láti sér detta í hug að
fara þessa leið í þeim tilgangi
að þýðast stjórnvöld, því þessi
Nú, hann er þá ekki í neinu
í grein minni í BB fyrir
hálfum mánuði síðan lýsti
ég áhyggjum af því að um-
ræðan um framtíðarskipan
Orkubús Vestfjarða færi
fram áður en fyrir lægju
grundvallarupplýsingar.
Sem betur fer hafa nokkrar
upplýsingar komið fram
síðan þó svo að enn vanti
frekari svör. Eru spurningar
mínar hér með írekaðar.
í grein minni undraðist
ég einnig þögn stjórnarfor-
manns Orkubúsins í málinu
en skilja hefur mátt af frétt-
um að hann hafi skipt um
skoðun í málinu. I síðasta
BB rauf hann hinsvegar
þögnina og skeiðar fram á rit-
völlinn. Því miður var hann
ekki í stakk búinn til þess að
ræða málefnalega um framtíð
Orkubúsins.
Ekki hvarflar að mér að
svara grein stjórnarformanns-
ins. Hún opinberar hinsvegar
rökþrot hans í þessu mikil-
væga máli. Einnig lýsir hún
hugarástandi hans sem rétt er
að hafa áhyggjur af. Þrátt fyrir
að hann skrifi greinina í nafni
stjórnarformanns Orkubúsins
vona ég að hún lýsi ekki við-
horfi fyrirtækisins í garð þeirra
sem áhuga hafa á framtíð þess
ágæta fyrirtækis.
Ég skora á forystumenn
„Grein stjórnarfor-
mannsins opinberar
rökbrot hans“
Halldór Jónsson, fiskverkandi
á ísafirði skrifar
vestfirskra sveitarfélaga að
leiða umræðuna um framtíð
Orkubúsins til lykta af meiri
geðprýði og rökhyggju en sýnt
er að sjórnarformaður Orku-
búsins hefur yfir að ráða. Þeir
sem eiga allt sitt undir því
að vestfirsk byggð blómgist
treysta því að þannig verði
haldið á málum.
Halldór Jónsson,
fiskverkandi á Isafirði.
Halldór Halldórsson, bœjarstjóri tekur við listanum frá
Bergljótu Halldórsdóttur.
leið getur alls ekki þjónað
hagsmunum Vestfirðinga,"
segir á haus undirskriftarlista
sem957 íbúarísafjarðarbæjar
skrifuðu undir til að mótmæla
hugsanlegri sölu á Orkubúi
Vestfjarða.
Halldóri Halldórssyni bæjar-
stjóra Isafjarðarbæjar var af-
hentur undirskriftarlistinn en
þeir lágu frammi í helstu versl-
unum bæjarins. Að sögn að-
standenda listans var ekki
gengið í hús til að afla undir-
skrifta heldur vareinungis um
frjálsa undirritun að ræða í
verslunum. Að afhendingu
lokinni ræddi bæjarstjóri við
þrjá af þeim íbúum sem stóðu
fyrir undirskriftarsöfnuninni
um þetta heita málefni.
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
3