Bæjarins besta - 06.12.2000, Page 5
Sölvi Sólbergsson, deildarstjórí tœknideildar Orkubús Vestfjarða.
- Hefur Orkubúið ekki séð
sér hag í að virkja litlar ár, til
dæmis í Isafjarðardjúpi?
„Nei, þær virkjanir held ég
að séu miklu betur komnar í
höndum einkaaðila. Ég efa
stórlega að hagkvæmt væri
fyrir Orkubúið að hafa mann
á launum við að þjóna minn-
stu stöðvunum. Aftur á móti
ættu landeigendur sjálfir að
standa í slíku. Þeir geta að-
lagað gæsluna eftir hentug-
leika og litið eftir tækjum og
tólum með miklu minni til-
kostnaði, búi þeir nálægt raf-
stöðinni.
Fimm aðilar hafa nú þegar
óskað eftir viðræðum við
Orkubúið um hugsanlega
orkusölu. Rætt er um virkjanir
á stærðarbilinu frá 60 kW upp
í 500 kW. Hvað verður á eftir
að koma í ljós en vonandi
komast einhverjar smávirkj-
anir á koppinn. Ég held að
það hljóti að þjóna hagsmun-
um allra að minni virkjunum
verði gefín jafnmikil tækifæri
og hinum stærri.
Að vísu er ekki hægt að
borga eins hátt verð fyrir orku
fráþessu litlu stöðvum og hin-
um stærri. Orkan er ekki eins
trygg, því á sumrin er meira
vatn í ánum og framleiðsla
mikil. Þá er eftirspurnin lítil
því að rafkynding, ljósanotk-
un og fleira er í lágmarki. Á
vetuma er eftirspurn mikil en
lítið vatn í ánum og fram-
leiðslan í lágmarki."
Glámuvirkjun
- Hyggst Orkubúið ekki
ráðast í frekari virkjanir á
Vestfjörðum?
„Orkubúið hefur það að
markmiði að útvega orku á
sem hagkvæmastan hátt.
Hingað til hefur verið ódýrast
að kaupa megnið af orkunni
beint af Landsvirkjun en
breytingar hafa orðið þar á.
Með aukinni stóriðju hefur
orkunotkun aukist gífurlega
og umframgeta í raforkukerf-
inu ekki lengur til staðar. Því
eru menn farnir að velta virkj-
unarmöguleikum fyrir sér.
Um þessar mundir líta
menn hýru auga til Glámuhá-
lendis, en þar er annar af tveim
stórum virkjunarkostum á
Vestfjörðum. Verið er að safna
gögnum um málið og beðið
er eftir svokölluðu afrennslis-
líkani sem Orkustofnun er
með í vinnslu og verður tilbú-
ið um næstu áramót.“
Umhverfisáhrif
í lágmarki
„Verið er að kanna mögu-
leika á því sem kallað er þak-
rennuvirkjun. Þá yrðu boruð
30 km göng hringinn í kring-
um Glámu og vatn af hálend-
inu látið leka ofan í þau. Eitt
stöðvarhús yrði síðan neðan-
jarðar og myndi allt vatn fara
í gegnum það. Umhverfisáhrif
af þess konar virkjun yrðu í
algeru lágmarki. Ekkert uppi-
stöðulón þarf að gera því nátt-
úruleg vötn yrðu nýtt til miðl-
unar. Virkjunin yrði öll neðan-
jarðar og vart sjáanleg mönn-
um.
Eitt þarf þó að athuga. Með
lagningu „þakrennunnar“ yrði
mikill tilflutningur á vatni frá
mörgum fjörðum í einn.
Ferskvatn hefur aldrei verið
fært á milli fjarða á þennan
hátt og er því ekki vitað með
vissu hvaða áhrif slíkt myndi
hafa á umhverfið. Þó held ég
að áhrifm þurfi ekki öll að
vera neikvæð."
Eftirspurn hefur
aukist gífurlega
„Yrði þessi virkjun að veru-
leika myndi hún sennilega
framleiða um 70 megawött.
Þess má geta að Mjólkárvirkj-
anir framleiða samanlagt rúm
8 megawött og myndi Glámu-
virkjun ein framleiða tvöfalt
meiri orku en Vetfirðingar
nota í dag.
Frumathuganir gera ráð fyr-
ir því að þessi virkjun myndi
kosta um það bil 14 milljarða.
Það gefur auga leið að við
höfum ekki fjármagn til að
kosta slíkt verkefni og þurfum
að fá aðra aðila inn í dæmið.
Heppilegast væri að sjálfstætt
hlutafélag yrði stofnað um
byggingu og rekstur slíkrar
virkjunar. Hvort aðrar orku-
veitur sem eiga takmarkaða
virkjanakosti eða aðrir aðilar
vilji tjárfesta á eftir að koma í
ljós. Orkubúið fengi grunn-
rannsóknir til margra ára
metnar sem stofnframlag í hið
nýja hlutafélag.
I hönd fara spennandi tímar
í orkumálum. Eftirspurn eftir
orku hefur aukist gífurlega á
síðustu fimm árum og mun
halda áfram, sérstaklega ef
stóriðjuáætlanir ríkisstjórnar-
innar standast. Glámuvirkjun
yrði heppilegur kostur og
myndi sennilega ekki fara
mikið fyrir brjóstið á umhverf-
isverndarsinnum."
Tryggari orka
með Glámuvirkjun
„KostirGlámuvirkjunareru
augljósir fyrir Vestfirðinga. I
dag kaupum við um 70% af
okkar orku frá Landsvirkjun,
en gallinn við það fyrirkomu-
lag er ótrygg orkuafhending.
Vestfirðireru eini landshlutinn
sem hefur bara eina flutnings-
leið inn á svæðið. Þar að auki
liggur þessi eina lína, svo-
kölluð Vesturlína, um erfitt
landssvæði veðurfarslega séð
og er sú bilunargjarnasta í eigu
Landsvirkjunar. Við Vestfírð-
ingar búum því við minnsta
afhendingaröryggið á landinu.
Glámuvirkjun bætir upp
þennan ókost og ótímabærir
útslættir yrðu miklu færri en
þeir eru í dag.“
Megum ekki láta
forræðið af hendi
Margir spakir menn hafa
að undanförnu sagt skoðun
sína á því hvort selja eigi
Orkubú Vestfjarða úr höndum
heimamanna eða ekki.
„Snemma í haust leit út fyrir
að Orkubúið yrði slegið af án
umræðu og selt ríkinu. Nú er
umræða um þessi mál farin
rækilega í gang og er það af
hinu góða.
Þeir sem eru á móti sölunni
hafa bent á að hægt væri að
nota fyrirtækið á allt annan
hátt en nú er gert gert. Heimur
orkumála er að opnast upp á
gátt og fjölmargir möguleikar
eru í stöðunni. Hægt væri til
dæmis að sameina fyrirtækið
RARIK án þess að láta for-
ræðið af hendi eða hafa það
áfram sjálfstætt.
Ég er hræddur um að ef
forræðið færi til annarra, muni
þeir menn sem taka við Orku-
búinu lítaframhjáokkarvirkj-
unarkostum á meðan þeir hafa
aðra tiltæka. Því er það mín
skoðun að forræði í orkumál-
um sé eitthvað sem Vestfirð-
ingar megi ekki láta af hendi.
Við verðum að athuga hvað
við gerum Vestfirðingum
framtíðarinnar með sölunni,
því þá afsölum við okkur enn
einni auðlindinni."
Heyrnatól
i miklu úrvali
geislaspilara
Verð frá kr. 5.990.- stgr.
Ferðatæki með
PMIUÞi
14" sjónvörp
Verö frá kr. 16.990.• stgr.
20" sjónvörp
Verð frá kr. 19.990.- stgr.
Casio hljómborö
Allt frá leikföngum
til hljómsveita.
Tilvaliö i píanónámiö
Frábært verö
á Ijósaslöngum.
Playstation leikjatölvan
Sú allra vinsælasta.
Verð kr. 11.990.- stgr.
Allir nýjustu PC og
Playstation leikirnir
Balívörurl
Glæsilegt úrval af
„ööruvísi“ gjafavöru
Þaö sem
unglingarnir vilja!
Casio G-Shock úr
Philips myndbandstæki
Verð frá kr. 16.990.- stgr.
Inni - úti - allsstaöar
Hlægilega ódýrar
jólaseríur. T.d. 20 Ijósa
innisería á kr. 270.-
Opiö laugardag frá kl. 10-18
PÓLUNN HF.
AÐALSTRÆTI 9 - ÍSAFIRÐI - SÍMI 456 3092
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
5