Bæjarins besta - 06.12.2000, Page 9
iða“ af við-
rninálum
•éfa hf. í Bolungarvík
af fyrirhuguðu samstarfi. Við
teljum að Vestfirðir bjóði
mikla möguleika fyrir fyrir-
tæki líkt og okkar enda værum
við ekki að hefja þessa starf-
semi nema svo væri.
Þessi nálægð við verðbréfa-
heiminn er Vestfirðingum að
miklu leyti ókunn. Islensk
verðbréf vinna því töluvert
frumkvöðlastarf að mínu mati
með því að setja á fót útibú í
Bolungarvík. Ég hef eins og
aðrir á þessu sviði þurft að
kynna mér málin töluvert og
var til að mynda í tvo mánuði
fyrir norðan í höfuðstöðvum
Islenskra verðbréfa áður en
ég kom hingað vestur. Þess
utan legg ég nú stund á lög-
gildingarnám í verðbréfamiðl-
un þannig að nóg er framund-
an á næstu misserum.“
Ekki bara hlutabréf
Unnar segir að verðbréfa-
miðlun sé annað og meira en
kaup og sala einstakra hluta-
bréfa. „Við erum ekki bara að
selja hlutabréf í Eimskipum
og deCode, þó að vissulega
bjóðum við þá þjónustu. Við
stundum t.d. viðskipti með
skuldabréf, húsbréf, sjóðsbréf
og fjölmarga aðra fjárfesting-
arkosti. Við erum í samstarfi
við mjög öflugt sjóða- og
eignavörslufyrirtæki, Aber-
deen Asset Management Ltd.
Aberdeen er vel kunnugt um
allan heim en fyrirtækið var
stofnað árið 1876 í Skotlandi.
Það er nú með ríflega 2.000
milljarða íslenskra króna í
sinni vörslu og starfsstöðvar
á níu stöðum í heiminum, m.a.
í Englandi, Skotlandi, Banda-
ríkjunum, Singapore og Lúx-
emborg. Við bjóðum við-
skiptavinum okkar mikið úr-
val sjóða frá Aberdeen sem
margir hverjir hafa skilað
mjög góðri ávöxtun í alþjóð-
legum samanburði.
íslensk verðbréf hf. starf-
rækja Hlutabréfasjóð íslands
sem ætti að vera athyglisverð-
ur kostur fyrir þá sem sækjast
eftir minni áhættu en í við-
skiptum með einstök félög.
Sjóðurinn er til dæmis góður
kostur fyrir þá sem hyggjast
nýta sér hinn árlega skattaaf-
slátt með kaupum á hlutabréf-
um fyrir áramótin. Þess utan
bjóðum við ýmsar vörur frá
Kaupþingi, svo sem Eininga-
bréf og ýmis form lífeyris-
sparnaðar. Nokkur vakning
hefur orðið hérlendis undan-
farið í því að nýta sér þau kjör
sem bjóðast með því að leggja
fyrir viðbótarlífeyrissparnað."
Sérþekking
ætti að geta nýst
„Annað verkefni sem fyrir-
tækið hefur verið að vinna
fyrir norðan er umsjón með
fjárfestingasjóðnum Tæki-
færi. I sjóðinn er safnað hluta-
fé af Norðurlandi og kernur
Byggðarstofnun með tiltekið
framlag á móti. Sjóðurinn lán-
ar síðan til ýmissa verkefna
heima í héraði og eru unt-
sóknir metnar meðal annars
eftir margföldunaráhrifum
sem líkleg eru á svæðinu og
að sjálfsögðu eftir ávöxtunar-
möguleikum.
Þetta verkefni hefur gengið
mjög vel á Norðurlandi og ég
sé ekkert því til fyrirstöðu að
Vestfirðingar reyni að leika
það eftir. íslensk verðbréf hf.
hafa því óneitanlega nokkra
sérþekkingu af því að koma á
fót og starfrækja sjóð af þessu
tagi og ætti sú þekking að
geta nýst hér á Vestfjörðum í
góðu samstarfi við hlutaðeig-
andi aðila.
Ég vil hvetja þá sem vilja
kynna sér starfsemi fyrirtæk-
isins að líta inn á heimasíðu
okkar (www.iv.is'). slá á þráð-
inn eða koma á skrifstofu okk-
ar í Bolungarvík. Það verður
tekið vel á móti öllum.“
Fundur um
verkfallsmálið
Fundur um verkfallsmálið verður haldinn
ífyrirlestrarsalnum í bóknámshúsi Mennta-
skólans, fimmtudaginn 7. desember2000
kl. 20:00. Staða nemenda verðurrædd og
fyrirspurnum svarað. Allir nemendur og for-
eldrar þeirra eru velkomnir á fundinn.
Skólameistari.
Grunnskólinn á ísafírði fer á Skólatorgið
Heimasíður skólans opnaðar
- einnig tekin í notkun fartölva og skjávarpi
stjóri í Isafjarðarbæ opn-
aði formlega vefsíður
Grunnskólans á ísafirði í
kaffisamsæti sem haldið var
á kennarastofu skólans á
föstudag. Einnig voru tekin
í notkun skjávarpi og far-
tölva sem keypt voru fyrir
gjafafé frá fyrrverandi nem-
endum skólans.
Vefsíðurnar eru hýstar á
svonefndu Skólatorgi, vef-
útgáfukerfi fyrir íslenska
grunnskóla. Tæknival og
Skýrr annast kerfíð og er
það gjöf fyrirtækjanna til
grunnskóla landsins. „Það
er von aðstandenda Skóla-
torgsins að með vefútgáfu-
kerfi og upplýsingavef megi
nýta nútímatækni til að
styrkja samskipti lykilaðila
í lífi nemenda og efla í leið-
inni íslenskt menntakerfi",
segir á aðalsíðu vefútgáfunn-
ar.
Vefslóð Grunnskólans á
Isafirði mun vera nokkuð
flókin. Þess vegna ráðlagði
Kristinn Breiðfjörð skólastjóri
mönnum að fara inn á hana í
gegnum Skólatorgið (http://
www.skolatorg.is/)
Kristinn Breiðfjörð Guð-
niundsson, skólastjóri.
Halldór Halldórsson bœjarstjóri opnar heimasíður
Grunnskólans d Isafirði.
Qpfordtpkkur
Q&móréttahLxdbord
Qfblrmqjasvcit
Qbbicpvn IFblmadóttir spnpnr Qd’ínarsönflócj
md undirleik Cbfanpetar ryQjunnarsdóttur
Qbbrijid um í vinatvðlsum ðcy polkurn
md undirleik ‘Qd'ínarbondsins
(jQ)hmlerfur aldomótaejiiréttur
ddhoetti (^ontokvenna
ad kvöldi nþársdatjs 2001
/ (jjfélacjshmiilmu QýGnífsdal
oMiOavðrdkr. 3.700,-
AMir vtdkommr - QJnatnhwmiskkvdnadur
sý€úsid ðpnar kl. 20:00
Miáapantanir í síma 456 3167, 456 7425 & 456 7422 síácl egfis og á kvölclin
ttur öif
/eikajþnr dansijram á rauda nótt
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
9