Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.12.2000, Side 11

Bæjarins besta - 06.12.2000, Side 11
Eitthvað hafði hún róast. Mér leið rosalega illa því það var óþægilegt að geta ekk- ert hreyft sig. Eg kenndi dálít- ið til í hægri öxlinni sem var snúin aftur fyrir mig.“ Melkorku fannst á vissan hátt að hún væri í öðrum heimi: „Eg komst ekkert áfram með „Singing in the rain“ því ég kunni ekki textann. „Er þetta að gerast í al- vöru?“ hugsaði ég og trúði þessu ekki. „Er ég að horfa á einhverja bíómynd?" Það var svo skrýtið að vera þarna. Fyrst hafði allt verið svo ofsa- lega gaman hjá mér og Níelsi úti í snjónum en svo allt í einu var ég lent í einhverju svona slæmu. Ég sjálf. Mér fannst alltaf að aðrir lentu í óhöpp- um. Svo hugsaði ég um fólkið inni í bænum. Enginn kom og ekkert heyrðist. „Guð minn góður, þau koma aldrei.““ Níels var að reyna að hugsa um eitthvað annað en þessar skelfilegu aðstæður sem hann og frænka hans voru lent í. Piltinum fannst hann vera rétt undir yfirborði snjóhengjunn- ar sem hafði fallið niður. Því miður var það ekki rétt. Rúmlega eins metra þykkur snjór lá ofan á Níelsi og Mel- korku - þungur, þéttur snjór. Eftir því sem tíminn leið því meira seig snjórinn og þéttist. Fyrir ofan var skafbylur og kóf. Níels var að líða út af. Súr- efnisleysið gerði það að verk- um að hann missti smátt og smátt máttinn. Hann hafði haldið meðvitund einhverja stund eftir að snjófargið féll ofan á hann og frænku hans. Börnin voru farin að kólna mikið. Melkorku, þessari 11 ára stúlku, fannst orðið litlar líkur á að hún myndi komast af úr þessum ósköpum. Eitt sinn hafði hún horft á sjónvarpsþátt með móður sinni þar sem fólk sem hafði „dáið“ og verið end- urlífgað lýsti reynslu sinni. Melkorka mundi vel að þar kom fram að einhver hafði séð fallegt ljós þegar honum fannst hann vera að deyja: „Ég var orðin viss um að ég myndi deyja. „Hvenærkemur ljósið?“ hugsaði ég og var með hugann við sjónvarps- þáttinn. „Þau koma aldrei og bjarga okkur. - Það er engin von.“ Samt fannst mér ekkert svo slæmt að vera að deyja. Mér fannst ég vera að sofna og beið eftir að sjá ljósið.“ Klukkan var um hálffimm þegar Guðmundur drap á dráttarvélinni og fór inn í kaffi - inn í hlýjuna til að fá sér bita. Þar voru Kristín og Agn- es, systur hans, og Sigurður mágur hans, að ógleymdri móðurinni, Rósu. Magnús bóndi hafði rölt niður í hús foreldra sinna þar sem Kristín Heiða, systir hans, og Ingvar dvöldu. Þau voru þar með litla drenginn, Kristin, hjá sér og töldu Mel- korku vera úti að leika sér með Níelsi eða inni á efri bæn- um. í gegnum árin og áratugina hefur það tíðkast, eins og ann- ars staðar í sveit, að börn hlaupi á milli bæja eða fjár- húsa án þess að nokkur hafi með því sérstakt eftirlit. Níels og Melkorka voru heldur eng- in smábörn - pilturinn átti meira að segja að fermast um vorið. Magnús bóndi hafði verið hálfa aðra klukkustund í kaffi- spjalli með systur sinni og mági áður en hann fór út í hesthús að vinna. Kristín Heiða, móðir Mel- korku litlu, segir svo frá þess- um degi: „Við vorum þarna í einni af mörgum heimsóknum í Aust- urhlíð. Eftir hádegi þennan dag vorum við Ingvar í raun- inni í algjörri slökun inni á neðri bænum og Kristinn litli lék sér inni því það var of kalt fyrir hann úti. Dagurinn hafði liðið hægt og þægilega. Mel- korku, sem ávalll hleypur á milli bæja og útihúsa og er oftast með Níelsi, höfðum við síðast séð eftirhádegismatinn. Þá fór hún einmitt til Níelsar.“ Þar sem snjó hafði kyngt niður og skafrenningur var víða og oft er erfitt að komast yfir Hellisheiðina, áleiðis til höfuðborgarsvæðisins, voru Kristín Heiða og Ingvar farin að huga að heimferð fljótlega eftir miðdegiskafft. Nóttina áður hafði fjöldi fólks einmitt orðið tepptur og lent í miklum vandræðum í Þrengslunum. Margir höfðu þá m.a. ekið austur fyrir fjall til að skoða gosið í Heklu sem hófst á laugardaginn. Kristín Heiða var að velta fyrir sér hvað best væri að gera: „Einhverra hluta vegna fór ég óvenjusnemma að hugsa um heimferð. Ingvar fór upp á efri bæ til sækja Melkorku svo við gætum tekið saman föggur okkar. Hjá Rósu fékk hann þau svör að Melkorka og Níels væru ekki þar. Þau hefðu verið úti að leika sér. „Kannski eru þau úti í Hlíðar- túni,“ sagði Rósa. Þar býr frændfólk mitt og börnin höfðu verið að byggja þar snjóhús helgina áður. Mér fannst ólíklegt að börnin færu lengra en þangað í svona veðri og snjóþyngslum. Ég hringdi út í Hlíðartún. Guðrún frænka sagði að börn- in væru ekki þar inni en bauðst til að athuga fyrir mig hvort þau væru úti við. Þegar hún var búin að því lét hún mig vita að börnin væru ekki sjá- anleg þar. „Nú, jæja,“ hugsaði ég og hafði engar sérstakar áhyggjur af þessu, „þau hljóta að vera einhvers staðar að leika sér.““ Klukkan var um sex. Það var að koma kvöld. Hátt í tvær klukkustundir voru liðnar frá því að snjóhengjan féll ofan á börnin tvö og enginn hafði enn hugmynd um það. Ingvar var farið að gruna að ekki væri allt með felldu: „Nú kom í ljós að enginn hafði séð Níels og Melkorku í langan tíma. Mér fannst það sérstaklega skrýtið þar sem Melkorka er fljót að kveinka sér í kulda og kemur þá inn. Mér fannst þetta orðið eitthvað dularfullt. Samt fannst mér langlíklegast að börnin væru einhvers staðar að dunda sér. „Ég er viss um að þau eru í einhverju útihús- inu,“ hugsaði ég. Við ákváðum að fara í leið- angur í útihúsin, sem og sum- arhúsin þrjú sem standa ofan við bæinn, og gá hvort við hefðum ekki uppi á börnun- um.“ Magnús bóndi var kominn inn í eldhús á efri bænum. Rósu var hætt að standa á sama. Hún hafði haldið að Níels væri á neðri bænum að leika sér við Melkorku: „Það verður að fara að leita að börnunum,“ sagði Magnús. Ég skynjaði ótta í rödd hans. Guðmundur klæddi sig strax í skjólflíkur og Ingvar fór út með honum. Mér fannst, eins og Ingvari, það vera mjög ólíkt börnunum að vera svona lengi úti í þessu veðri og koma ekki inn. Hugurinn hvarflaði til gils- ins fyrir ofan bæinn en það er óskaplega hættulegt. Þegar Magnús var unglingur hafði fallið þar snjófljóð. „Þau hafa farið upp í gil,“ sagði Magnús - upp í bæjargil þar sem þeim hafði verið harð- bannað að fara á veturna þegar snjór hleðst þar upp. Mér fannst samt líklegast að Níels og Melkorka væru einhvers staðar inni - að leika sér í fjárhúsunum eða annars stað- ar.“ Það rann upp fyrir Guð- mundi að rúmlega ein og hálf klukkustund var liðin frá því að hann sá börnin tvö síðast, rétt áður en hann drap á drátt- arvélinni. Hann hafði talið að þau hefðu í millitíðinni farið inn á neðri bæ til Kristínar og Ingvars eða verið að leika sér í einhverju útihúsanna: „Ég klæddi mig í útifötin og fór út með Ingvari til að leita að börnunum. Við fórum inn í og umhverfis útihúsin, þar á meðal fjárhúsið sem ég hafði verið að moka framan við á dráttarvélinni. Það flaug að mér að leita þarna þar sem ég hafði séð þau síðast. „Getur verið að snjóhengja hafi farið yfir börnin þarna?“ hugsaði ég en fannst það ólíklegt. Ég sá spor í snjónum við norðausturhorn fjárhúss- ins og þar fyrir ofan við gamla hesthúsið. Ég trúði því ekki að börni n væru þarna ei nhvers staðar undir snjónum. Ég hélt áfram og kannaði gilið og síð- an upp á tún þar sem tvö göm- ul útihús standa austan við bæinn. Þar fór ég inn og kann- aði aðstæður. Þau voru ekki þar.“ Ottinn var farinn að naga Kristínu Heiðu: „Þegar börnin fundust hvergi magnaðist upp í mér hræðslan. Nú rann það upp fyrir mér að börnin voru raunverulega týnd. Ég bað Magnús bróður rninn að athuga hvort einhver snjór hefði mögulega fallið fyrir ofan efsta fjárhúsið því hann fer þarna um daglega og veit nákvæmlega hvernig snjórinn lítur út frá degi til dags.“ bækur Rauðu djöflarnir Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Rauðu djöflarnir eftir þá Agnar Freyr Helga- son og Guðjón Inga Eiríksson. í kynningu útgáfunnar segir: „Man- chester United er vin- sælasta knattspyrnulið í heimi og ástæðan er augljós. í gegnum tíðina hefur það skartað mörg- um af bestu knatt- spyrnumönnum veraldar og nafnarunan er löng: Charlie Roberts, Dick Duckworth, Duncan Edwards, Bobby Charl- ton, George Best, Denis Law, Peter Schmeichel, Eric Cantona, Roy Keane, Ryan Giggs, David Beckham o.fl., allt heimsþekktir knatt- spyrnumenn, sem láta hér að sér kveða svo um munar, ásamt mörgum öðrum.“ Stoke City Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Stoke City í máli og myndum. í bókinni er rakin saga liðsins, allt frá 1868 til 2000. Fjallað er um sigra þess og sorgir í gegnum tíðina, minni- stæða leikmenn og framkvæmdastjóra og síðast en ekki síst, yfir- töku íslendinganna á fé- laginu, þann 15. nóvem- ber 1999. Sitthvað fleira slæðist ennfremur með, til dæmis upplýsingar um gengi liðsins í deildakeppninni, alveg frá upphafi hennar 1888 til okkar daga. Spurninga- bókin 2000 Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Spurningabókin 2000. í kynningu útgáfunnar segir: „Spurningabókin 2000 er nýjungagjörn. í henni er meðal annars að finna vísbendaspurn- ingar, rétt/rangt spurn- ingar og talnaþrautir. En markmiðið er hið sama og í Gettu nú - Spurn- ingabókinni 1999 - að vera til skemmtunar og nokkurs fróðleiks. Sem fyrr er spurningunum skipt í flokka eftir ímynd- uðu erfiðleikastigi þeirra sem er þó alltaf ákaflega umdeilanlegt." Óttist eigi Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Óttist eigi eftir Dean Koontz. í kynningu útgáfunnar segir: „Christopher Snow er hraustur, myndarlegur og vel gefinn ungur maður. En sjald- gæfur sjúkdómur hefur dæmt hann til að lifa lífi sínu að náttarþeli. Dags- birtan er honum banvæn og af þeim sökum hefur hann aldrei farið út fyrir mörk heimabæjar síns, Moonlight Bay. Þetta um- hverfi þekkir hann betur en nokkur annar og varla er til sá afkimi sem er honum ókunnur. Þegar faðir hans deyr er líkinu stolið og í kjölfarið fylgja óhugnanlegir og dularfullir atburðir." Óttist eigi er enn ein metsölubókin frá þessum þekkta spennu- sagnahöfundi. Bestu brand- ararnir Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Bestu brandararnir. Þetta er fimmta bókin í þessum sprenghlægilega og geysivinsæla bókaflokki. Hún er stútfull af skemm- tilegum bröndurum sem fólk á öllum aldri getur hlegið sig máttlaust af og ætti því undantekningar- laust að vera til á hverju heimili. Þetta er bók sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en lestri hennar er alveg lokið. Nærmynd af Nóbelsskáldi Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Nær- mynd af Nóbelsskáldi. í kynningu útgáfunnar seg- ir: Halldór Kiljan Laxness, maðurinn á bak við skáld- ið. Hver var Halldór Kiijan í raun og veru? Þrjú af fjórum börnum Halldórs taka hér til máls. Elsta dóttir hans, María, segir frá stóru ástinni og þeirri einu í lífi móður sinnar og harmsaga Maríu sjálfrar lætur engan ósnortinn. Einar Laxness, segir frá foreldrum sínum og vina- fólki og Sigríður, eldri dóttir Nóbelsskáldsins og Auðar, sver sig í ættina með bráðskemmtilegum þætti um samskipti dóttur og föður. Leiftrandi skemmtileg bók um ein- stæðan mann.“ Dauðinn á Níl Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Dauðinn á Níl eftir Agöthu Christie. Dauðinn á Níl er ein fræg- asta skáldsaga höfundar- ins og kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku. Bókin var upphaflega gefin út á ensku árið 1937 og er einkum þekkt vegna sam- nefndar kvikmyndar frá áttundaáratugnum. Þar fór peter ustinov með hlutverk leynilögreglu- mannsins Hercule Poirot, sem er á ferðalagi á gufu- skipi á Nílarfljóti þegar einn farþeganna finnst myrtur í klefa sínum. Um borð eru fjölmargir grunsamlegir ferðalang- ar og flestir virðast hafa eitthvað að fela. Endurfundir Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Endur- fundir eftir Mary Higg- ins Clark. í þessari nýj- ustu spennusögu Mary Higgins Clark er það sex ára gamalt morð sem myndar miðpunkt- inn í samfelldum vef leyniþráða. Gary Lasch, ungur læknir, sem naut mikillar velgengni, fannst myrtur við skrif- borðið í vinnustofunni á heimili sínu. Ung og falleg eiginkona hans, Molly Carpenter Lasch, lá aftur á móti sofandi í rúminu og var alblóðug þegar að var komið. Enginn trúði þeirri frá- sögn hennar að hún myndi ekkert eftir því sem gerðist kvöldið sem morðið var framið." A bökkum blóðár Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Á bökk- um blóðár eftir Ed- widge Danticat. Hér er um að ræða sögu um ást, virðingu, grimmd og eina sigurmöguleika hinna ofsóttu - að þola. í kynningu útgáfunnar segir: „Amabelle Désir, ung stúlka frá Haítí, er húshjálp hjá stöndugri, spænskættaðri her- mannafjölskyldu í Dóm- íníska lýðveldinu. Hún hefur verið þar frá átta ára aldri, eða frá því for- eldrar hennar drukkn- uðu í Blóðánni. Ama- belle elskar Sebastien. Hann er íðilfagur þrátt fyrir örin í andlitinu eftir beittan sykureyrinn. Þau deila draumum sínum og skipuleggja framtíð- ina saman, en grimmd- arverkin grípa í taum- ana. Sögunni líkur ekki þar með - hún hefst.“ Fótspor hins illa Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Fótspor hins illa eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. í kynn- ingu útgáfunnar segir: „Maria er glæsileg og gáfuð stúlka af íslensk- um ættum sem alist hef- ur upp með foreldrum sínum í Englandi. Fram- tíðin er björt, hún er að búa sig undir að taka við arðvænlegu fyrirtæki föður síns þegar heim- urinn hrynur umhverfis hana. Foreldrar hennar farast vofveiflega og fréttir berast af andláti systur hennar á íslandi." MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 11

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.