Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.12.2000, Page 16

Bæjarins besta - 06.12.2000, Page 16
Menntaskólinn á ísafirði Engin fullveld- ishátíð í ár Fullveldishátíð féll niður hjá Menntaskólanum á ísa- firði að þessu sinni. Að sögn Jóhanns Friðgeirs Jóhanns- sonar, ritara Nemendafé- lags MI, varð sambland gleymsku og óheppni til þess að hátíðin datt upp fyr- ir. Venja er að allar bekkjar- deildir skólans og kennarar skemmti á hátíðinni. „í fyrstu gleymdist að auglýsaeftiratriðum. Þegar nær dró fullveldisdegi jókst vonleysi meðal manna og talið var að mæting yrði dræm vegna verkfalls kenn- ara. Akveðið var því að slá hina hefðbundu hátíð af en bjóða í staðinn einhvers konar sárabætur. Til stóð að halda litla skemmtun í Skíð- heimum en þá vildu húseig- endur ekki lána skálann", sagði Jóhann. Krafa á ísafjarðarbæ vegna dóms Lán tekið fyrir greiðslunni Lögmaður feðganna Jón- asar H. Finnbogasonar og Finnboga Jónassonar á Isa- fírði hefur krafíð Isafjarð- arbæ um greiðslu skv. hæstaréttardómi í byrjun þessa mánaðar. Þar voru Isafjarðarbær og fyrrverandi formaður og fyrrverandi varaformaður félagsmálanefndar bæj arins dæmdin solidum (einn fyrir alla og allir fyrir einn) til að greiða feðgunum miskabæt- ur og málskostnað vegna ólögmæts brottnáms á árs- gömlu bami af heimili sínu og þeirra. Krafan hljóðar upp á kr. 1.080.000. Bæjarstjórn hefur sam- þykkt að krafan verði greidd og greiðslan verði fjármögn- uð með lántöku. Starfsfólk lögregluembættisins á ísafírði Fékk bikar að launum fyrir 100% í heilsurækt Lögreglan á ísaftrði fékk í síðustu viku veglegan bikar fyrir framúrskarandi góða þátttöku í samræmdu heilsu- ræktarátaki norrænna lög- reglumanna í októbermánuði. Rey ndar voru fj ögur lögreglu- embætti á landinu þar sem þátttakan var 100% og dró ríkislögreglustjóri þess vegna um það hvert bikarinn færi. Hin embættin með 100% þátt- töku eru á Hólmavík, í Búðar- dal og á Sauðárkróki. Hér var um að ræða keppni milli íþróttasambanda lög- reglumanna á Norðurlöndum en jafnframt var ákveðið að keppt skyldi milli embætta hérlendis. Þátttökurétt höfðu lögreglumenn af báðum kynj- um, lögreglunemar, löglærðir fulltrúar með lögregluvald og lögreglustjórar, samtals 716 manns hér á landi. Þátttakan Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn, Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri og Hlynur Snorrason,form. íþróttafélagsins. var almennt fremur dræm en hjáfjórum embættum varþátt- takan alger eins og að framan greinir. Myndin var tekin þegar 01- afur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Isafirði, afhenti Hlyni Snorrasyni, formanni íþróttafélags lögreglunnar á ísafirði. Áður hafði Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri afhent Ólafi bikarinn til að fara með vestur. Að sjálf- sögðu var Ólafur Helgi einnig meðal þátttakendanna í heilsuræktarátakinu hjá lög- regluliðinu á Isafirði. Tjón í verslun Bónus á Skeiði vegna vatnsflóðs Sugu upp hálft annað tonn af vatni Talsvert tjón mun hafa orðið á gólfefnum í verslunarhús- næði Bónuss á Isafirði vegna vatnsflóðs um helgina. Ekki mun hafa orðið tjón á vörum verslunarinnar. Slökk- vilið Isafjarðar var kallað út á níunda tímanum á sunnudags- morgun vegna flóðsins og sugu slökkviliðsmenn upp um Nýtt félag, Fjarvinnslan Suðureyri ehf. Keypti starfsstöð Islenskr- ar miðlunar á Suðureyri Nýstofnað félag, Fjar- vinnslan Suðureyri ehf., hefur gengið frá kaupum á starfsstöð þrotabús íslensk- rar miðlunar á Suðureyri. „Við búumst við því að opna mjög bráðlega", segir Valgerður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri. „í fyrstu verða tvö stöðugildi hjá fyrir- tækinu en í framtíðinni er stefnt að því að þau verði sex. Við munum bjóða svipaða þjónustu og íslensk miðlun ætlaði að vera með.“ Að sögn Valgerðar verður áherslan lögð á símsvörum og skráningarþjónustu en síður á söluverkefni. „Við vonum aðVestfirðingartaki vel í þessa þjónustu og leiti til okkar þegar þeir þurfa á henni að halda“, segir Val- gerður. GJAFABREF Opid eins og vanalega mán.-fim. 09.00-17.30 fös. 09.00-16.00 GJAFABRÉF Vesturferðir $s5h* Aðíilstrœti 7 - Stmi 4565111 www. vesturferdir. is vestnrferdir cí vcav/itrferdir. is OPIÐ: Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 - 18 Surtnudaga kl. 12 - 18 T7 r/Á m AUSTURVEGI 2 • SIMI 456 5460 hálft annað tonn af vatni af gólfum verslunarinnar. Ástæða vatnsflóðsins virð- ist vera sú, að gleymst hafi að skrúfa fyrir vatn. Slökkviliðsmaður að sjúga upp vatn í verslun Bónuss á sunnudagsmorgun. Samvinnuferðir - Lantlsýn Símí 456 5390 iso u snerpa. is Ir ISLENSK VERÐBREF -fyrst og fremst ífjármálum! 1 Sími 450 7117 Borgarþú ofmikiö í skatt? - Viltu borga minna? Q HLUTABRÉFASJÓÐUR (SLANDS Leitaðu nánari upplýsinga hjá íslenskum verðbréfum hf. S: 450 7117 _si ujuseqpqspueq

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.