Tónamál - 01.12.1976, Qupperneq 6

Tónamál - 01.12.1976, Qupperneq 6
Nýr framkvœmdastjóri S. í í ágústbyrjun var skipað í hið auða sæti framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Islands, sem ófyllt hefur verið frá láti Gunnars Guðmundssonar s.l. vetur. Sá sem tekur við ábyrgð- arstöðu þessari er Sigurður Björnsson, óperusöngvari, en hann er maður á bezta aldri ættaður úr Hafnarfirði. Hugur hans beindist fyrst að fiðluleik og hóf Sigurður ungur fiðlu- nám hjá Birni Olafssyni. Jafnframt stundaði hann söngnám, sem að lokum varð fiðluleiknum yfirsterkari, enda mun Sig- urður vera eini maðurinn, sem lokið hefur burtfararprófi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Söngkennari hans var Kristinn Hallsson. Þetta gerðist 1956. Um haustið sama ár hélt hinn ungi söngvari til Múnchen og hóf nám við Tón- listarskóla ríkisins. Þá þegar fór Sigurður að halda tónleika með náminu m. a. á Spáni og Tékkóslóvakíu. Þegar skólagöngunni lauk 1962, réðist Sigurður að Ríkis óperunni í Stuttgart, þar sem hann dvaldist í 6 ár, en fór þaðan til Kassel vegna stærri og betri hlutverka. Arið 1972 lá leiðin til Ríkisóperunnar í Graz í Austurríki, þar sem Sigurður söng jafnframt í Volksoper í Vín. Vorið 1975 fór Sigurður aftur til Múnchen. Sigurð er í mun að hætta leik meðan hæzt stendur, auk þess mun heimþráin eiga drjúgan þátt í því að hann kemur heim aftur. Hann mun huga birtulega til hins nýja starfs og er ekki að efa, að fari saman dugnaður og þýzklærð stjórn- vizka, þá hefur Sinfóníuhljómsveit Islands fengið valinn for- ysmmann. Félag íslenzkra hljómlistarmanna býður Sigurð Bjötnsson og fjölskyldu velkomin og óskar honum heilla í starfi. Tilkynning Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur mun í framtíðinni vera með á boðstólum hið heimsþekkta vörumerki „FIBES", en eins og kunnugt er, eru trommusett og tilheyrandi fylgihlutir, svo sem trommu-skinn og kjuðar framleiddir undir því vöru- merki. Fyrirtækið The CF Martin Organisation er fram- leiðandi að þessum ágætu trommusettum, en þetta 6 fyrirtæki sendi einmitt mann frá sér til íslands fyrir nokkru, til þess að annast kennslu í trommuleik á veg- um F.Í.H. Það er von okkar að félagsmenn F.Í.H. notfæri sér þessa þjónustu í framtíðinni. Ef frekari upplýsinga er óskað, vinsamlegast talið við verzlunarstjórann Ágúst Atlason, Vesturveri, sími 11315. Frá H.S.H. TÓNAMÁL

x

Tónamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.