Tónamál - 01.12.1976, Síða 7

Tónamál - 01.12.1976, Síða 7
Þórhallur Arnason - Minning Þann 29. júní s.l. var til grafar borinn Þórhallur Arnason cellóleikari, elzti félagsmaður F.Í.H. og heið- ursfélagi. Hann fæddist í Narfakoti í Njarðvíkum 13. janúar 1891, sonur Árna Pálssonar ættuðum undan Eyjafjöllum og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur ætt- aðri úr Fljótshlíð. Þórhallur fór 10 ára í fóstur til föð- urbróður síns, Kristjáns Árnasonar, að Ytri-Bakka við Hjalteyri. Eftir bernskuárin toguðust bakaraiðnin og tónlistargáfan um að nýta sér hæfileika hans og varð sú síðari yfirsterkari. Þórhallur nam fyrst í Kaupmannahöfn með aðstoð systur sinnar Ástu, sem þar bjó, enda lauk hann prófi frá Konunglega tónlistarskólanum með ágætum. Síðar fór hann til Þýzkalands og dvaldi þar í 11 ár. Alls voru útivistarár hans um 20 talsins. Þó Þórhallur væri aðal- lega cellóleikari, þá var hann einnig sleipur trompet- leikari, en þann hæfileika lét hann syni sínum, Hösk- uldi, eftir. Eftir veruna erlendis sest Þórhallur að hér heima 1931 og er fyrst lausamaður í Útvarpstríóinu, en feril hans þarf ekki að rekja fyrir starfssystkinum hans, svo mjög var hann þekktur. í öðru tölublaði Tónamála birtist grein um Þórhall. Þórhallur Árnason var hið mesta ljúfmenni og lista- maður góður. Hann sat með okkur öll samsæti F.Í.H. fram ril þess síðasta og var þá skemmtinn mjög og gamansamur. Við munum þó alltaf minnast hans helzt og mest fyrir aðild hans að stofnun félags okkar og störfin í þágu þess. Blessuð sé minning hans. TÓNAMÁL 7

x

Tónamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.