Tónamál - 01.12.1976, Qupperneq 9

Tónamál - 01.12.1976, Qupperneq 9
Sigmundur Lúðvíksson - Minning Fceddur 10. des. 1932. Dáinn 21. nóv. 1976. Það var í hádeginu 22. nóv. s.l. sem ég hélt að ég hefði heyrt andlátstilkynningu Sigmundar Lúðvíksson- ar. Eg hringdi til fyrrverandi eiginkonu hans, Dag- bjartar Elíasdóttir, sem sagði mér að þetta væri rétt. Eg sat hugsi og lét hugann reika um farinn veg, yfir öll þau ár sem við spiluðum og vorum saman, já öll þau ánægjulegu tímabil sem við hjónin áttum með þeim Döggu (Dagbjörtu) og Bóbó. Á slíkri stundu er erfitt að hugsa sér að strengirnir séu brostnir og þagn- aðir fyrir fullt og allt. Við Bóbó, en svo var hann kallaður í daglegu tali, kynntumst af tilviljun árið 1949. Við höfðum gaman að hljóðfæraleik en lékum þá aðeins fyrir okkur sjálfa, hann lék á gítar og ég á harmonikku. Síðar stilltum við saman við þá Friðrik Friðriksson og Vilhelm Ing- ólfsson. Eftir nokkrar æfingar stofnuðum við S.O.S. kvartettinn sem lék í mörg ár fyrir austan fjall. Kvart- ettinn varð brátt svo eftirsóttur og vinsæll að við gát- um engan veginn fullnægt eftirspurn og urðu margir þeir sem vildu ráða okkur að fresta skemmtunum sín- um vikum saman, enda takmörkuðum við okkar spila- mennsku við þrjú kvöld í viku. Þriðju hverja skemmt- un héldum við sjálfir. Við seldum allar veitingar, önn- uðumst dyravörzlu en bændur, austan fjalls, önnuðust löggæzlu. Þess vegna var í kringum okkur ákaflega stór hópur, venjulega um 10 til 20 manns, bílstjóri, dyraverðir, miða- og ölsalar, rótarar, söngkonur, eigin- konur og kærustur hljómsveitarinnar. Allur þessi fé- lagsskapur, allir þeir einstaklingar og allt það sem kom fyrir, skildi eftir ánægjulegar minningar. Kynni okkar af hljóðfæraleikurum voru engin í mörg ár þar til Denni á Akranesi (Sveinn Jóhanns- son) og síðar Hallur Símonarson komust í kvartettinn. En litlu seinna en þeir komu, urðum við að leggja nið- ur S.O.S.-nafnið að beiðni Ríkisútvarpsins, þar sem erlendir hlustendur misskildu yfirleitt auglýsingarnar. Veldissólin lækkaði er við gáfum hljómsveitinni nýtt nafn, H.B. kvintettinn. Undir því nafni lékum við í tvö ár í Selfossbíói. Þá urðu oft mannaskipti í hljóm- sveitinni, sérstaklega seinna árið. Þeir sem urðu lengst með okkur voru þeir Sverrir Garðarsson og Guðjón Ingi Sigurðsson. Því næst lékum við í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og Félagsheimilinu að Garðaholti í nokkur ár. Því næst í Leikhúskjallaranum og svo sam- an í tríói þar til leiðir okkar skildu fyrir nokkrum árum. Þeir sem léku með okkur eitthvað að ráði fyrir utan þá sem hér að ofan eru nefndir voru: Haraldur Jós- efsson, Ásgeir Sigurðsson, Olgeir Jóhannsson, Markús Framh. á bls. 14. TÓNAMÁL 9

x

Tónamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.