Tónamál - 01.12.1976, Page 10

Tónamál - 01.12.1976, Page 10
Nokkrir atorkumenn Það var hér fyrr á árum, að hljóðfæraleikur var að- eins stundaður sem tómstundagaman eða aukastarf. Ekki er langt síðan að almennigur tók að líta á slíka iðju sem vinnu mönnum til framfæris. Alla vega hefur það þótt hyggilegt alveg fram á þennan dag að hafa annað starf í bakhöndinni. Sérstaklega á það við um þá, sem leikið hafa á dansleikjum og ekki gert tónlistina að æðri köllun sinni í lífinu. Með hliðsjón af þessu, þá var það á dögunum, að undirritaður fór að hugleiða, hve margir hljómlistarmenn væru með eigin fyritæki, sem ekki væri alveg án tengsla við tón- listina. Komu þá upp nokkur nöfn og skal nú til gam- ans þeirra getið, sem fyrst komu í hugann. Allar götur frá 1967 hefur Hans Kragh Júlíusson, útvarpsvirkjameistari frá 1966 og trommuleikari frá blautu barnsbeini, rekið radíóverkstæði og verzlun að Njálsgötu 22. Ekki var mikið á þessari framtakssemi að græða fyrsta veifið, því margir úr hljómlistarmanna- stétt komu til að láta gera við „græjurnar" sínar og gleymdu að borga. Fyrir dugnað og lipurð tókst þó Hansa að láta fyrirtækið fljóta. Fyrir fjórum árum tók hann að flytja inn og selja hljómflutningstæki, útvörp og segulbönd í bíla ásamt hátölurum og því um líku. Nú fyrir skemmstu flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði að Ármúla 38, á horni Ár- múla og Selmúla, þar sem fæst mikið úrval af áður- nefndum tækjum ásamt hljómplötum, kasettum, discotektækjum (ljótt það) o. fl. Þarna finnast allmörg þekkt merki frá Bandaríkjun- um og Bretlandi, en við þennan bætta húsakost vex viðgerðarþjónusta fyrirtækisins mjög fiskur um hrygg. Það er ástæða til að óska Hansa og fjölskyldu góðs gengis á nýja staðnum, en helzt gerði hann hljómlist- armönnum greiða með því að selja óvirk discótektæki. Hans spilar í Ludo. Næsti maður í svipuðum atvinnuvegi er Arthur Moon, sem hefur í slagtogi við aðra stundað áþekk störf um árabil. Hann var lengi í Hlíðunum, en er nú kominn á Þórsgötu 15, en fyrirtæki hans heitir Sjón- varpsmiðstöðin sf. Túri er annálaður sjónvarpsvið- gerðamaður, enda á eilífum þönum út um borg og bý í slíkum erindagjörðum. Hjá honum og félögum er að finna margt eigulegt í bíla og hýbýli. Hann er hætt- ur að spila opinberlega, en hvort hann hefur selt bass- ann ennþá er ekki vitað. Sjónvarpsloftnetin eru alger sérgrein hjá þessu fyrirtæki, enda eru þeir félagar 10 TÓNAMÁL

x

Tónamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.