Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2005, Page 2

Bæjarins besta - 19.01.2005, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 20052 Ísafjarðarkirkja Messa og kirkjuskóli kl. 11:00 sunnudaginn 23. janúar. Nýtt efni í barnastarfinu. Sjáumst á sunnudaginn! Dílaskarfur að reyna koma matnum ofan í sig í höfninni í Bolungarvík. Mynd: nave.is. Vetrarfuglatalningum er nú lokið á norðanverðum Vest- fjörðum en alls sáust tæplega 11.000 fuglar af 30 tegundum. Um talninguna sáu Böðvar Þórisson hjá Náttúrustofu Vestfjarða og Hjalti Ragnars- son á Ísafirði og var talið í Bolungarvík, Skutulsfirði og Önundarfirði dagana 7.-9. jan- úar. „Fuglalífið var með svipuðu sniði og síðustu ár, helstu breytingarnar voru að nú sáust rjúpur í byggð og straumönd og skarfa vantaði á Óshlíðina. Mjög brimasamt var dagana á undan á Óshlíðinni. Skarfarnir fundust síðan í höfninni í Bol- ungarvík og á pollinum í Skut- ulsfirði“, segir í frétt á vef Náttúrustofunnar. Stuttu síðar voru skarfarnir komnir á sína vanalegu staði á Óshlíðinni. Einn flækingur sást við taln- inguna og var það hvinandar- steggur (Bucephala islandica). Hann hefur sést í Dýrafirði af og til undanfarin ár á þessum árstíma. – thelma@bb.is Tæplega 11 þúsund vetrarfuglar Alls þurftu 103 íbúar á Vest- fjörðum að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu á mánu- dag. Ákveðið var að rýma 37 hús á hættusvæðum og þurftu 49 íbúar að fara af heimilum sínum á Patreksfirði, 23 á Ísa- firði og í Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 í Bol- ungarvík og af tveimur bæjum þar við. Veðurstofan lýsti yfir hættuástandi vegna snjóflóða- hættu á norðanverðum Vest- fjörðum um miðjan dag á mánudag og ákvað rýmingu á svonefndum C-reit í Skutuls- firði, en á honum er iðnaðar- húsnæði við Grænagarð á Ísa- firði, og var hann rýmdur fyrir klukkan 17. Þá ákvað Veðurstofan rým- ingu á svonefndum M- og N- reitum í Hnífsdal frá kl. 17 á mánudag. Hús voru einnig rýmd í Bolungarvík og á sunn- anverðum Vestfjörðum. Mikið snjóaði á Vestfjörðum aðfara- nótt mánudags og fyrripart mánudags og var veðurspá slæm fyrir nóttina. Sú spá rætt- ist ekki og var hið ágætasta veður allt kvöldið og aðfara- nótt þriðjudags. Almanna- varnanefnd Ísafjarðarbæjar kom saman tvívegis á mánu- dag og ákvað til viðbótar við áðurnefndar rýmingar að rýma þær íbúðir við Árvelli í Hnífs- dal sem búið er í og bæinn að Hrauni. Einnig ákvað nefndin að rýma Fremstuhús í Dýra- firði, Neðri-Breiðadal, Fremri Breiðadal, Veðrará í Önundar- firði og Kirkjuból í Korpudal. Einnig var ákveðið að rýma Kirkjubæ og Höfða í Skutuls- firði eftir kl. 17 og Funa, Gámaþjónustu Vestfjarða og útihús á sama svæði frá sama tíma. Við aðstæður eins og voru á mánudag vegna snjósöfnunar og veðurspár taldi almanna- varnanefnd og vegagerð einn- ig nauðsynlegt að takmarka umferð um vegi. Snjóflóð féllu á veginn um Óshlíð í mánu- dag. Sett var upp vakt á Skut- ulsfjarðarbraut síðdegis og umferð takmörkuð eftir þann tíma. Á Hnífsdalsvegi, Kirkju- bólshlíð, Hvilftarströnd, Breiðadal og Súgandafirði var umferð takmörkuð og þessum leiðum var svo öllum lokað eftir kl. 18. Þá var Súðavíkur- hlíðinni lokað síðdegis. Almannavarnanefnd Bol- ungarvíkur ákvað einnig að rýma hús við Dísarland, auk þriggja húsa við Traðarland og bæinn Tröð í Bolungarvík. Var bærinn Geirastaðir í Syðridal einnig rýmdur og um- ferð um hesthús undir Erni bönnuð. Gekk rýmingin vel skv. upplýsingum lögreglunn- ar í Bolungarvík. Nokkur minni snjóflóð féllu fyrir ofan byggðina í Bolungarvík á mánudag. Rýmingu á Ísafirði, í Bol- ungarvík og á Patreksfirði var aflétt árla á þriðjudagsmorgun. Fjöldi húsa rýmdur og umferð takmörkuð Hættuástand vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Umferð var takmörkuð um nokkra vegi á norðanverðum Vestfjörðum síðdegis á mánudag, m.a um Skutulsfjarðarbraut þar sem var lögregluvakt. 03.PM5 6.4.2017, 09:232

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.