Bæjarins besta - 19.01.2005, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 20054
Skíðafélag Ísfirðinga
í ferð til Austurríkis
Hópurinn fékk gott veður nánast allan tímann. Myndir: Jónas Guðmundsson.
Skíðafélag Ísfirðinga stóð
fyrir ferð til Wagrain, skammt
frá Salzburg í Austurríki dag-
ana 4. til 13. janúar. Í hópnum
voru alls 49 manns; 16 börn,
13 unglingar og 20 fullorðnir.
Með í för voru tveir þjálfarar,
þeir Þorlákur Baxter og Jó-
hann Bæring Gunnarsson.
„Þetta er eftir því sem ég
best veit fyrsta fjölskyldu- og
æfingaferð félagsins til út-
landa. Aðstæður voru eins og
best verður á kosið, gott veður
nánast allan tímann þrátt fyrir
árstímann“, segir Jónas Guð-
mundsson, einn ferðalang-
anna. Hiti var yfirleitt í kring-
um frostmark, sól flesta daga
og færi oftast hið besta. Þá var
ekki eins mannmargt á svæð-
inu og þegar lengra líður á
árið og því lítið um bið í lyftur
eða þrengsli í brekkum.
„Brekkur voru við allra
hæfi, fjöldi lyfta til að flytja
fólkið upp og fjölmargir veit-
ingastaðir í boði. Stemmning
í hópnum var mjög góð, engin
slys svo vitað sé. Að vísu þurfti
ein kona læknisaðstoð síðasta
daginn vegna meiðsla í hnjám
eftir fall á skíðum“, segir Jón-
as. Auk barnanna frá Skíðafé-
lagi Ísafjarðar voru með í för
börn frá íþróttafélögunum
Haukum í Hafnarfirði og
Breiðabliki í Kópavogi ásamt
foreldrum. – thelma@bb.is
Lagt af stað á fjallið. Jóhann Bæring Gunnarsson með hóp ungra skíðamanna.
03.PM5 6.4.2017, 09:234