Bæjarins besta - 19.01.2005, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 20056
ritstjórnargrein
Ísfirðingafélagið í
Reykjavík 60 ára
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
orðrétt af netinu
frjalshyggja.is – Guðm.undur Arnar Guðmundsson
Enn eitt bannið
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9,
400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 ·
Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is ·
Fréttastjóri: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655,
halfdan@bb.is – Blaðamenn: Halldór Jónsson, sími 892 2132
hj@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, thelma@bb.is ·
Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is
· Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein-
björnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk.
Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti.
ISSN 1670 - 021X
Sumarbústaðaeigendur í
Tungudal hafa verulegar
áhyggjur af snjómokstri af
nýja veginum sem lagður hefur
verið uppá Seljalandsdal. Þeir
telja að snjór sem mokað er
útaf veginum geti runnið niður
hlíðina og um leið komið af
stað snjóflóði. Við gerð vegar-
ins á sínum tíma kom fyrir að
steinar ultu niður að bústöð-
unum og skapaði það tölu-
verða hættu.
Við gerð hins mikla snjó-
flóðavarnargarðs við Selja-
landsmúla breyttist lega vegar-
ins uppá dalinn. Þar sem skíða-
skálinn Skíðheimar er ekki
lengur nýttur liggur vegurinn
beint á skíðagöngusvæðið á
dalnum. Fyrir vikið liggur veg-
urinn í hlíðinni ofan nokkurra
þeirra bústaða sem í Tungu-
skógi eru. Þegar vegagerðin
stóð sem hæst varð vart við
nokkurt grjóthrun niður að
umræddum bústöðum.
Fyrir stuttu rituðu þær Frið-
gerður, Guðríður og Ásdís
Guðmundardætur bréf til bæj-
arstjórnar Ísafjarðarbæjar þar
sem vakin er athygli á þeirri
hættu sem skapast getur við
snjómokstur vegarins. Þær
systur eru eigendur að sumar-
bústöðum og lóðum neðan
vegarins. Í bréfi sínu segja þær
að ávallt hafi verið hætta á
snjóhruni úr hlíðinni en með
tilkomu vegarins hafi hættan
aukist verulega að þeirra mati.
Í bréfi sínu krefjast þær þess
að hugað verði að þessu máli
strax og þeim sem sjá um
mokstur vegarins verði gerð
grein fyrir þeirri hættu sem
moksturinn fram af veginum
getur skapað. Jafnframt óska
þær eftir því að fundin verði
önnur lausn til þess að losna
við snjó af veginum.
Þegar snjóflóðið mikla féll
af Seljalandsdal og niður í
Tunguskóg árið 1994 björg-
uðust umræddir bústaðir að
hluta. Árið 1973 fór hinsvegar
af stað snjófleki í hlíðinni ofan
við bústað Ásdísar og eyði-
lagði hann. Bústaðurinn var
síðar endurbyggður á sama
stað en með öðru lagi. Flekinn
fór af stað fyrir neðan núver-
andi veg og segir Ásdís í sam-
tali við blaðið að sú staðreynd
sýni að ekki þurfi mikið til að
koma flóði af stað. Hún segir
að snjómokstur sé að sjálf-
sögðu mjög saklaus verknaður
í eðli sínu en á þessu svæði
geti hann skapað mikla hættu.
Þrátt fyrir að búseta sé ekki
leyfileg að vetrinum í Tungu-
skógi er svæðið mikil útivist-
arparadís og því gæti jafnvel
lítið flóð valdið óbætanlegu
tjóni að sögn Ásdísar og því
bráðnauðsynlegt að nú þegar
verði mokstri þarna breytt.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
vísaði málinu til tæknideildar.
Snjómokstur á Seljalandsdal
Sagður skapa hættu við
sumarhús í Tungudal
Ný stjórn var kjörin í eignar-
haldsfélaginu Hvetjanda hf á
aðalfundi félagsins sem fór
fram fyrir skömmu. Í hinni
nýju stjórn sitja Guðni Einars-
son formaður, Sigurjón K. Sig-
urjónsson varaformaður og
Vilhjálmur Baldursson með-
stjórnandi. Í varastjórn sitja
Björn Davíðsson, Fylkir Ág-
ústsson og Kristín Hálfdáns-
dóttir. Á aðalfundinum var
samþykkt að auka hlutafé fé-
lagsins úr 70 milljónum króna
í 200 milljónir. Hlutahafar í
dag eru Byggðastofnun, Ísa-
fjarðarbær, Súðavíkurhreppur.
Sparisjóður Vestfirðinga og
Lífeyrissjóður Vestfirðinga.
Með nýju hlutafé verður leitast
við að útvíkka hluthafahópinn.
Tilgangur félagsins er fyrst
og fremst sá að ávaxta hlutafé
með þátttöku í nýsköpun og
uppbyggingu atvinnutækifæra
á norðanverðum Vestfjörðum.
Eiríkur Finnur Greipsson
framkvæmdastjóri félagsin
segir að nú þegar hafi félagið
samþykkt að taka þátt í einu
nýsköpunarverkefni og nokk-
ur verkefni hafi verið kynnt
fyrir félaginu. Umsóknir sem
berast félaginu eru yfirfarnar
af framkvæmdastjóra, sem
metur hvort þær skuli lagðar
fyrir fagráð til umfjöllunar.
Niðurstaða fagráðs verður
lögð fyrir stjórn til endanlegrar
afgreiðslu og á grundvelli
hennar verður ákveðið hvort
fjárfesta eigi í viðkomandi fé-
lagi eða ekki.
Félagið auglýsti í síðustu
viku eftir vænlegum fjárfest-
ingarkostum og segir Eiríkur
Finnur að það hafi verið gert
til þess að vekja athygli á fé-
laginu. Starfsemin hefur farið
hægt af stað og því þótti mönn-
um rétt að láta vita af þessum
nýja kosti í atvinnuuppbygg-
ingu. Þennan kost hefur lengi
vantað og nú þegar hann er
fyrir hendi vonumst við auð-
vitað til þess að þeir sem hafa
góðar hugmyndir í farteskinu
komi fram og gefi okkur kost
á því að taka þátt í fjármögnun
þeirra.“
Hvetjandi hf. hefur einnig
opnað heimasíðu þar sem
finna má upplýsingar um starf-
semi félagins og nauðsynlegar
upplýsingar fyrir þá sem kynna
vilja hugmyndir sínar fyrir
félaginu. Slóðin á heimasíðu
félagsins er hvetjandi.is.
Hlutafé félagsins auk-
ið í 200 milljónir króna
Guðni Einarsson kjörinn formaður stjórnar Hvetjanda hf.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að ávaxta hlutafé með þátttöku í nýsköpun
og uppbyggingu atvinnutækifæra á norðanverðum Vestfjörðum
Undirritaður reykir ekki og hefur oft kosið að sækja ekki
veitingastaði þar sem mikið er um reykingar. Það hvarflar samt
ekki að honum að reyna að beita ríkisvaldinu fyrir því að banna
öðrum að reykja af sömu ástæðu og hann vill ekki að aðrir beiti
ríkisvaldinu gegn því að hann borði uppáhalds súkkulaðistykkið
sitt.
Reykingar eru ekkert opinbert heilbrigðis- eða öryggisvanda-
mál eins og berklar eða akstur undir áhrifum áfengis. Reykingar
eru eins og skyndibitaát og mótorhjólaiðkun, m.ö.o. þær varða
eingöngu einstaklinginn sem reykingarnar stunda.
,,Með hækkandi sól hækkar brúnin á mönnum hér á landi
og að venju munum við Ísfirðingar halda upp á það, að sést
til sólar, með því að drekka hið árlega Sólarkaffi félagsins“,
voru inngangsorð fyrsta Vestanpóstsins, blaðs Ísfirðingafé-
lagsins í Reykjavík, sem hóf göngu sína 1989 og hefur
komið út árlega síðan í tengslum við Sólarkaffið og vaxið
úr fjórblöðungi fyrsta árið í stórt og vandað blað, góða,
efnismikla og myndríka heimild um fólk og fyrri tíma í
sögu Ísafjarðar. Að því er segir í fréttatilkynningu frá félag-
inu verður Vestanpósturinn með veglegra móti í tilefni af-
mælisins, sem verður minnst með veglegu Sólarkaffi á
Broadway 28. janúar. Þar er boðuð ,,fjölbreytt músik-dag-
skrá í umsjón Baldurs Geirmundssonar, (þar sem) allir
gömlu og síungu söngvararnir í popphljómsveitum liðinnar
aldar á Ísafirði koma fram og hjálpa okkur að rifja upp
gömlu og góðu stemminguna“, sem fullyrða má, að enginn
hefur gleymt, sem upplifað hefur.
Hinn 22. apríl n.k. eru 60 ár liðin síðan Ísfirðingafélagið
í Reykjavík var stofnað ,,með það að markmiði að viðhalda
kynningu milli Ísfirðinga búsettra í Reykjavík og nágrenni
og efla tryggð þeirra við átthagana“, eins og segir í lögum
þess. Fullyrða má að félaginu hafi almennt vel til tekist með
að rækta þessa skyldu sína í þá sex áratugi, sem senn eru að
baki.
Segja má að starfsemi Ísfirðingafélagsins sé með nokkuð
föstu sniði. Viðamesta viðfangsefnið er án efa rekstur Sól-
túna, húss félagsins á Ísafirði, sem notið hefur vinsælda
sem gististaður brottflutta Ísfirðinga. Um árabil hafa jólakort
félagsins, oft prýdd verkum ísfirska listamanna, verið styrk-
ustu stoðirnar undir rekstri Sóltúna. Sólarkaffið er að vonum
fjölmennasta samkoman, en aðrir árlegir viðburðir, eins og
messa og kirkjukaffi að vori og sólkveðjuhátíð að hausti,
hafa einnig notið vinsælda. Þá hefur félagið mörg undanfarin
ár veitt nemendum við grunn- mennta- og tónlistarskóla
Ísafjarðar viðurkenningu.
Það segir sig sjálft að Ísfirðingafélagið í Reykjavík ætti
ekki þennan árafjölda að baki, ef sú ramma taug, sem rekka
dregur föðurtúna til, væri ekki jafn sterk og raun ber vitni,
hjá þeim mikla fjölda, sem af einni eða annari ástæðu flutti
frá Ísafirði.
,,Þessi bær hefur í okkur svo ótrúlega sterk ítök“. Slík
ástarjátning hefur alla tíð hljómað í eyrum gesta á Sólarkaffi
Ísfirðingafélagins og enginn vafi er á, að svo mun verða um
ókomna tíð. Það er hverju bæjarfélagi mikils virði að vita
af slíkum bakhjörlum. s.h.
03.PM5 6.4.2017, 09:236