Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2005, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 19.01.2005, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 20058 Auðveldara að vakna á morgnana – rætt við Guðna Borgarsson sem keypti sér hjól og léttist um 36 kíló á átta mánuðum Guðni Borgarsson á Ísa- firði hefur lengst af verið talinn í nokkuð góðum hold- um og sver sig í ættina hvað það varðar. Þegar ástandið var hvað verst var Guðni tæp 140 kíló og holdafarið hafði mikil áhrif á líkamann. Ökkl- arnir voru undir gífurlegu álagi og Guðni segist aldrei hafa haft orku til að gera nokkurn skapaðan hlut eftir kvöldmat. Nú er öldin önnur. Fyrir tveimur árum fór Guðni að breyta til, breytti mataræði sínu og fór að hreyfa sig. Hann fékkst til að deila reyn- slu sinni með lesendum Bæj- arins besta á þessum tíma árs þegar margir eiga erfitt með að hafa hemil á auka- kílóunum. Byrjaði að fitna eftir fermingu – Hafðirðu alltaf verið feit- ur? Varstu feitur sem barn? „Nei, ég byrjaði eiginlega ekkert að fitna að ráði fyrr en eftir fermingu. Þá byrjaði að hlaðast utan á mig fita, þó svo að lífstíllinn hafi ekki breyst neitt að ráði. Þetta er svolítið ættgengt hjá mér að vera feitur.“ – Já, það er frekar þungt fólk í ættinni, er ekki svo? „Jú, öll nema ein systir mín. Hún er eins og spýta og sker sig mikið úr.“ – Var holdafarið byrjað að hafa neikvæð áhrif á lík- amann? Var þetta orðið vandamál? „Já, til dæmis var ég orð- inn slæmur í löppunum. Þetta tekur á og er gífurlegt álag á ökklana. Liðirnir þar voru nánast búnir enda var ég alltaf að snúa mig. Ég vinn sem tækjamaður hjá Áhaldahúsi Ísafjarðar- bæjar. Eins og menn geta sagt sér sjálfir, þá er þetta mikið kyrrsetustarf. Það hjálpaði að sjálfsögðu ekki til.“ – Það má jafnvel segja að það sé ákveðin hefð fyrir því að gröfukallar og aðrir tækja- menn séu svolítið þéttir á velli? „Jú, það er nokkuð til í því. Það er sosum ekkert skrítið. Ef til dæmis er verið að vinna á götusópara gerir maður sama og ekkert nema sitja undir stýri allan daginn.“ Fór að ganga fyrir tveimur árum – Varstu mikið búinn að reyna að grenna þig? „Ég var nokkrum sinnum búinn að reyna að fara í megr- un, en það gekk ekki neitt. Viljinn verður að vera á bak við þetta, án hans gerist ekki neitt. Og viljinn var bara ekki til staðar á sínum tíma.“ – En hvenær fór þetta loks að ganga? „Það var fyrir tveimur árum. Pabbi var þá nýlega dáinn og ég varð mjög daufur við það. Pabbi var rosalega feitur eins og margir aðrir í fjölskyld- unni.“ – Var andlátið eitthvað tengt offitu? „Nei, það er ekki beint hægt að segja það. Það fóru í honum lifrin og hjartað. Það er kann- ski frekar hægt að rekja það til aldurs. Eftir að hann dó fór ég að taka mig á. Ég fór og keypti mér reiðhjól, sem var mikið gæfuspor. Ég fór þá að hjóla út um allt og labbaði líka á hverjum degi. Ég hjólaði dag- lega inn í fjörð og hjólaði Barðastrandarhringinn svo- kallaða. Aðra hverja helgi gekk ég upp Naustahvilft í leiðinni. Ég hætti að drekka mjólk og fór að drekka undarennu. Það sem meira máli skipti var að ég hætti að borða á kvöld- in.“ – Það skiptir miklu, að borða ekki á kvöldin? „Já, maður á það til að liggja uppi í sófa, étandi og horfandi á sjónvarpið áður en maður fer að sofa. Það er náttúrlega það versta sem maður gerir.“ 36 kíló á átta mánuðum – Fékkstu einhverja aðstoð við þetta eða ráðgjöf? „Nei, ég gerði þetta eigin- lega bara einn. Í fyrravetur þegar fór að snjóa og erfiðara var að hjóla, þá fór ég í Stúdíó Dan. Þar fékk ég hjálp við að strekkja húðina en vegna þess hversu hratt ég grenntist pok- aði húðin niður. Ég fór í raf- magnsnudd hjá Stebba Dan og það gerði mikið. Ég léttist um 36 kíló á átta mánuðum. Mér er sagt að það sé eiginlega allt of mikið. Það er almennt miðað við að maður eigi í það mesta að léttast um hálft kíló á mánuði en ekki fjögur og hálft eins og ég gerði.“ Hjólið reddaði miklu „Á þessum tíma hefur fólk ábyggilega haldið að ég væri orðinn brjálaður á hjólinu. Ég hjólaði upp Urðarvegsbrekk- una oft á dag, til þess eins að fara upp. Eins hjólaði ég oft upp á Seljalandsdal, en það tekur rosalega í. Hjólið reddaði miklu, það er engin spurning.“ – Hvaða áhrif hefur þetta haft á þig? Er mikill munur að burðast ekki lengur með öll þessi aukakíló utan á sér? „Ó, jú. Það munar ótrúlega miklu. Fyrir það fyrsta hef ég ekki snúið mig á ökkla í tvö ár. Það virðist alveg vera búið. Svo er ég allur orkumeiri og frískari. Það er miklu auðveld- ara að vakna á morgnana og ég endist lengur á daginn. Áð- ur var ég alveg búinn strax eftir kvöldmat og hvorki gat né nennti að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Áróður hefði þveröfug áhrif – Svo að það er hægt að sigrast á offitu, jafn- vel þótt hún sé ættgeng eins og í þínu tilfelli? „Já, já. Það er alveg hægt. Það er bara svo- lítið erfiðara ef maður hefur þetta í genun- um. En maður þarf bara vilja. Svo skiptir miklu að leyfa sér eitthvað endrum og eins. Til dæmis eru laugardag- ar nammidagar hjá mér. Svo sleppti ég mér aðeins núna um jólin og þyngdist um þrjú kíló.“ – Þessi árangur þinn hefur ekki orðið til þess að aðrir fjöl- s k y l d u m e ð l i m i r tækju sig á? „Nei, nei. Ég er held- ur ekkert að tuða í þeim. Það rennur mikil þrjóska í blóðinu og ég held að allur áróður af minni hálfu myndi bara hafa þveröfug áhrif.“ – halfdan@bb.is Guðni Borgarson í dag, 36 kílóum léttari en fyrir átta mánuðum. Þessi mynd var tekin fyrir tveimur árum, rétt áður en Guðni (t.h.) tók sig á og grennti sig. 03.PM5 6.4.2017, 09:238

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.