Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2005, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 19.01.2005, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 9 Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Sóley Magnúsdóttir Skólastíg 9, Bolungarvík sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur, fimmtudaginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík, laugardaginn 22. janúar kl. 14:00. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu er bent á að láta Hólskirkju njóta þess Hávarður Olgeirsson Erna Hávarðardóttir Finnbogi Jakobsson Sveinfríður Hávarðardóttir Hildur Hávarðardóttir Hreinn Eggertsson Ingunn Hávarðardóttir Olgeir Hávarðarson Stefanía Birgisdóttir Magnús Hávarðarson Guðný Sóley Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Jóhanns Magnússonar bifreiðaskoðunarmanns á Ísafirði Dagný S. Sigurjónsdóttir Magnús Már Þorvaldsson Elva J. Jóhannsdóttir Barði Önundarson Magnús Ö. Jóhannsson Helga G D Haraldsdóttir Heiðrún B. Jóhannsdóttir Ari K. Jóhannsson Harpa Henrysdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á sjúkrahúsi Ísafjarðar Halldóra Jóhannsdóttir Í desember var landað á Vestfjörðum 3.235 tonnum af sjávarfangi. Er það um 8% samdráttur á milli ára í þeim mánuði. Mun meiri samdráttur varð í bolfiskafla eða rúm 18%. Samdráttur varð í flest- um höfnum á Vestfjörðum nema Bolungarvík og Súða- vík. Af einstökum fisktegund- um má nefna að þorskafli dróst saman úr 2.139 tonnum í 1.547 tonn í ár eða um rúm 27%. Ýsuafli dróst saman úr 907 tonnum í 812 tonn. Steinbíts- afli jókst hinsvegar mikið eða úr 51 tonni í 236 tonn og einnig jókst rækjuafli úr 207 tonnum í 237 tonn. Þá var landað í desember 297 tonnum af loðnu en engri loðnu var landað í desember árið áður. Af einstökum höfnum má nefna að afli jókst í Bolungar- vík í desember úr 479 tonnum í 1.125 tonn. Einnig var aukn- ing á afla í Súðavík úr 103 tonnum í 173 tonn. Í flestum öðrum höfnum á Vestfjörðum varð samdráttur. Má þar nefna að á Ísafirði dróst afli saman úr 1.218 tonnum í 645 tonn eða um rúm 47%. Munar þar mestu um mikinn samdrátt í þorskafla. – hj@bb.is Samdráttur í afla í desember á milli ára Aðfaranótt laugardags var mannlaus bifreið skemmd á bílastæði á Ísafirði. Sá sem olli skemmdunum hefur viður- kennt verknaðinn. Ekki er ljóst hvað viðkomandi gekk til, en hann var undir áhrifum áfeng- is. Rétt upp úr miðnætti sömu nótt hafði lögreglan afskipti af eftirlitslausu unglingasam- kvæmi í íbúð þar sem húsráð- andi var ekki heima. Foreldri eins unglingsins vísaði ung- mennunum út og var íbúðinni læst. Einhver ölvun virðist hafa verið í samkvæminu. Um var að ræða nokkra unglinga 15 til 16 ára. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með börnum sínum og reyna af fremsta megni að fresta áfeng- isneyslu unglinga með öllum skynsömum ráðum. Mikil- vægt er að fylgjast með því sem unglingarnir eru að gera, leyfa ekki eftirlitslaus sam- kvæmi, hafa samráð við aðra foreldra og framfylgja útivist- arreglunum, eins og segir í dagbók lögreglunnar. Tilkynnt var um sex um- ferðaróhöpp til lögreglunnar á Ísafirði í liðinni viku. Engin slys urðu á vegfarendum í þessum óhöppum. Skemmdir á ökutækjum voru töluverðar í einstaka tilfellum. Í vikunni hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ljósabúnaðs bifreiða sem ekki var í lagi. Þá vill lögreglan árétta að akstur vélsleða í þétt- býli er stranglega bannaður. Mannlaus bifreið skemmd á bílastæði Mun fjöldi sjónvarpsrása á Ísafirði margfaldast á þessu ári? Örbylgjutíðnir auglýstar laus- ar til umsóknar innan mánaðar Svo gæti farið að sjónvarps- rásum sem varpað er um ör- bylgju á Ísafirði fjölgi á þessu ári. Lagalegur þröskuldur er þó í vegi fyrir því að erlendum stöðvum verði dreift með þeim hætti. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunar, segir að örbylgju- tíðnir á landinu verði auglýstar lausar til umsóknar innan mán- aðar og í framhaldinu verði tíðnunum úthlutað til sjón- varpsstöðva. Sem kunnugt er hefur um nokkurt skeið staðið Tónlistarhátíðin „Aldrei fór ég suður“ haldin aftur í ár Mikill áhugi á meðal ís- lenskra tónlistarmanna Undirbúningur er hafinn fyrir tónlistarhátíðina „Al- drei fór ég suður“ sem haldin verður á Ísafirði um komandi páska. Eins og mönnum er í fersku minni var hátíðin hald- in í skíðaviku Ísfirðinga í fyrra og þótti takast með ein- dæmum vel. „Þetta tókst svo vel í fyrra að það var ákveðið að telja í aftur“, segir Rúnar Óli Karlsson, einn þeirra sem skipar undirbúningsnefnd hátíðarinnar. „Við stefnum á að hafa þetta með svipuðu sniði og í fyrra, blanda saman vest- firskum hljómsveitum og stærri nöfnum annars staðar frá. Við reynum að hafa þetta heimilislegt og bjóðum alla velkomna. Sama staðsetning og í fyrra er inni í myndinni“, segir Rúnar Óli, en um síðustu páska var hátíðin haldin á neðri hæð húsnæðis sushiverk- smiðjunnar Sindrabergs á Ísafirði. „Það standa yfir viðræður við hljómsveitir. Það er greini- lega mikill áhugi meðal tón- listarmanna, bæði heima- manna og hljómsveita að sunnan. Þá er verið að reyna að fá erlenda listamenn til að koma fram og eru margir þeirra mjög jákvæðir fyrir þessu“, segir Rúnar Óli. – halfdan@bb.is til að auglýsa þessar tíðnir og í september sagði Hrafnkell að þær yrðu auglýstar innan tíðar. Í lok nóvember sagði Hrafnkell að þær yrðu auglýst- ar á næstunni. Í sömu frétt sagði Kristján Grétarsson, yf- irmaður tæknideildar Norður- ljósa, að ekkert væri því til fyrirstöðu tæknilega, að Digi- tal Ísland geti boðið 20 sjón- varpsrásir með stafrænu formi á landsbyggðinni þar sem Stöð 2 og Sýn eru til staðar. Aðeins vanti leyfi til uppfærslu sjón- varpssenda félagsins. Hrafnkell segir að útboð á tíðnum sé mjög flókið og tíma- frekt verk. Nú séu tilbúin drög að útboðsauglýsingu sem fari til kynningar hjá hagsmuna- aðilum á næstu dögum og að því sé stefnt að formleg aug- lýsing verði birt innan mánað- ar. Hann segir að áhugasamir hafi sex vikur til þess að skila inn hugmyndum sínum eftir að auglýsing birtist. „Að því loknu munum við meta um- sóknir. Hvað það tekur langan tíma byggist auðvitað á því hversu margir aðilar sækja um tíðni. Verði sótt um færri tíðnir en til ráðstöfunar eru mun mál- ið ekki taka langan tíma. Verði hinsvegar sótt um fleiri tíðnir en í boði eru mun taka tíma að fara yfir umsóknir og meta þær meðal annars með hlið- sjón af því hversu mikla þjón- ustu viðkomandi hefur í hygg- ju að veita“, segir Hrafnkell. Kristján Grétarsson, yfir- maður tæknideildar Norður- ljósa, segir að stefna Stöðvar 2 sé óbreytt. „Við munum sækjast eftir tíðnum til þess að geta komið fjölvarpi okkar um landið“, segir Kristján. Að- spurður hvað það taki langan tíma að uppfæra senda félags- ins eftir að leyfi hafa fengist segir hann fyrirtækið hafa sett sér þá stefnu að uppfæra senda um allt land á einu ári. Hann segir þó einn lagalegan þrösk- uld á málinu. „Samkvæmt núgildandi fjarskiptalögum má ekki dreifa erlendum sjónvarpsrásum með UHF-tíðni. Þessi varnagli var settur í lög á sínum tíma til þess að tryggja að erlendar stöðvar næðu ekki að einoka þetta tíðnisvið. Nú hafa tækni- framfarir orðið það miklar að hægt er að senda margar rásir á sömu tíðni þannig að þetta ákvæði er óþarft að mínu mati. En til þess að við getum boðið erlendar stöðvar þarf að breyta lögum og vonandi verður það gert fljótlega.“ Af framansögðu má ætla að ekki megi búast við fjölgun sjónvarpsrása um örbylgju á Vestfjörðum fyrr en líða tekur á árið. Hvort lagalegi þrösk- uldurinn verði fjarlægður er síðan annað mál. – hj@bb.is Íbúar á Ísafirði geta væntanlega ekki vænst stafrænnar sjónvarpsútsendinga fyrr en líður á árið. Frá hátíðinni í fyrra. 03.PM5 6.4.2017, 09:239

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.