Bæjarins besta - 19.01.2005, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 11
a borin
rðið í rúst
milli tannanna á DV og þar með öllum landslýð
„Í gamla daga kunni ég
alveg að skemmta mér en það
er liðin tíð núna að ég sé í
skemmtanastandi“, segir Guð-
mundur. „Ég hef ekki drukkið
í tvö ár. Ég lenti í vandræðum
þegar ég var unglingur, en er
ekki svo með marga? Ég held
að mjög margir gangi í gegn-
um það á þessum árum. Ég
hef alltaf haft stimpil á mér
sem ofbeldismaður en hef ekki
verið kærður nema fyrir þessi
tvö brot. Í dag tek ég ekki
mikið mark á því hvað fólk
segir um mig. Maður má ekki
láta orð særa sig.“
„En þetta hefur ekki bara
áhrif á okkur heldur líka alla í
kringum okkur“, segir Guð-
rún. „Börnin okkar, foreldrana
og ömmurnar. Alla sem standa
manni nærri. Segjum sem svo
að frænka okkar hefði ekki
heyrt lengi af okkur og allt í
einu sér hún þessar greinar í
DV. Hvað á hún að halda? Þó
að við sjálf gætum hlegið að
þessu af því að þetta er ekki
rétt, þá viljum við hreinsa
mannorð okkar. Ég myndi
skríða undir borð og dauð-
skammast mín ef þetta væri
rétt og reyna að vekja sem
minnsta athygli á þessu. En úr
því sem komið er vil ég einmitt
vekja sem mesta athygli á
þessu máli. Ég ætla að fá æru
mína aftur.“
– Nú eruð þið þekkt fyrir
mikið skap. Haldið þið að það
hafi eitthvað að gera með það
að fólk dæmi ykkur fyrirfram?
„Sem krakki og unglingur
var ég mjög skapstór en ég er
ekki þannig í dag“, segir Guð-
rún. „Að vísu hef ég alveg
skap en er orðin mun rólegri.
Ég er mjög breytt manneskja
frá því að ég bjó hér áður fyrr.
Þegar ég kom aftur til Ísafjarð-
ar eftir að hafa búið annars
staðar í nokkur ár var ég ein-
stæð móðir, orðin laus og liðug
og naut lífsins. Fólk tók eftir
því og ég hef lent á milli tann-
anna á fólki.“
„Ég fór að sækja AA-fundi
fyrir um tveimur árum“, segir
Guðmundur. „Ég náði úr mér
áfengisbölinu og hef ekki
drukkið síðan. Ég er hættur að
fara út á lífið nema þegar ég er
að vinna sem dyravörður í
Sjallanum. Ég get ekki breytt
því hvernig fólk hugsar og læt
það ekki hrjá mig lengur. Ég
gerði ýmsa hluti í gamla daga
en það breytir því ekki hvernig
ég er núna. Maður lærir af
mistökunum.“
Vanmátturinn
svo mikill
„Daginn eftir að greinin birt-
ist í DV út af dómnum yfir
mér kom önnur grein um mig“,
segir Guðmundur. „Þar stóð
að ég hefði verið rekinn úr
KFÍ vegna fíkniefnaneyslu.
Það er tóm lygi. Þar stóð líka
að ég væri núna að spila með í
b-deild með Fúsíjama og eina
ástæðan fyrir því að ekki væri
búið að reka mig úr liðinu væri
sú að ég var stigahæstur í leik.
Ástæðan fyrir því að ég
hætti í KFÍ var aftur á móti sú
að ég var búinn að vera þarna
í tíu ár og fannst það vera að
taka tíma frá fjölskyldunni
minni. Ég talaði við Baldur
Inga Jónasson þjálfara um að
ég vildi hætta út af fjölskyld-
unni og það var ekkert mál.
Eftir að þetta birtist í DV setti
Baldur inn á vefsíðu KFÍ að
fíkniefni hefðu alls ekki komið
við sögu þegar ég hætti og að
ég hafi ekki verið rekinn. Ég
sjálfur vildi einfaldlega hætta
að spila í úrvalsdeildinni. Í
annarri deild er maður meira
að þessu sér til gamans. Í
íþróttunum hafði ég líka fót-
brotnað þrisvar á fjórum árum
og handarbrotnað einu sinni.
Eftir að þetta kom fyrst upp
með Tinnu áður en það fór
fyrir dóm vildi fólk láta reka
mig úr KFÍ. Einnig þegar ég
sótti um vinnu hjá verktaka-
fyrirtækinu Ágústi og Flosa
átti fyrst ekki að ráða mig út af
þessu. En Torfi Jóhannsson
trúði á mig og vissi hvernig
maður ég er. Hann vildi fá
mig í vinnu og studdi mig líka
í KFÍ. Ég er honum mjög þakk-
látur fyrir það“, segir Guð-
mundur.
„Vinnufélagarnir standa al-
veg við bakið á manni og að
sjálfsögðu fjölskyldan“, segir
Guðrún. „Það skiptir gríðar-
legu máli að fá stuðning. Mér
finnst samt mjög mikilvægt,
þó það sé ekki nema í okkar
litla samfélagi, að því verði
komið á hreint að ég er ekki
ofbeldiskona. Mér finnst líka
að lögregluembættið á Ísafirði
þurfi að gera hreint fyrir sínum
dyrum því að orðspor lögregl-
unnar hefur einnig verið flekk-
að. Ég hitti ókunnuga konu á
götu og hún sagði að mikið
vald væri sett í hendur mínar
miðað við það sem kæmi fram
í DV. Í raun er verið að gera
lítið úr embættinu með því að
segja að ein lítil kona eins og
ég geti haft í hótunum við
lögregluna og stjórnað því
hverjir eru handteknir. Einnig
gæti fólk dregið þá ályktun að
yfirlögregluþjónninn væri að
tjá sig við fjölmiðla um mál
sem er enn á rannsóknarstigi,
sem ekki er rétt. Það gæti litið
út eins og þeir blaðri bara um
öll mál. Sumir hafa sagt við
mig að í rauninni líti ég ekki
svo mjög illa út í þessu máli,
heldur miklu frekar embættið.
Þegar þetta birtist fyrst í DV
var það mikið áfall. Ég bara
trúði því ekki að þeir gætu birt
svona rugl. Ég gat ekki sofið
nóttina eftir að það birtist, ég
var svo reið. Vanmátturinn var
svo mikill. Maður gerði sér
einmitt þá fulla grein fyrir því
hvað þetta er mikið sorpblað.
Maður hafði lesið blaðið og
stundum haft gaman af. En nú
veltir maður því fyrir sér hvort
yfirleitt nokkuð sem maður les
í þessu blaði sé rétt.
Ég vil bara fá mannorð mitt
hreinsað og mun gera það sem
ég get til að fá það fram. Á
meðan get ég lítið gert. Ég
stend bara teinrétt í baki og
fólk má bara trúa því sem það
vill. Mér finnst samt að fólk
eigi að koma til mín og spyrja
en ekki pískra um þetta hvert í
sínu horni“, segir Guðrún
Guðmannsdóttir. Þau systkin-
in ætla að halda áfram baráttu
sinni við að fá uppreisn æru
eftir það sem sumir kalla af-
töku án dóms og laga í DV.
Og ekki þá fyrstu á þeim bæn-
um.
– thelma@bb.is
03.PM5 6.4.2017, 09:2311