Bæjarins besta - 19.01.2005, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 13
Augnlæknir
Þóra Gunnarsdóttir, augnlæknir verður
með móttöku á Ísafirði dagana 24.-26. jan-
úar nk.
Tímapantanir eru í síma 450 4500, á milli
kl. 08:00 og 16:00 alla virka daga.
Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra
„Viðvarandi taprekstur Ísafjarð-
arbæjar er tilræði við byggðina“
Magnús Reynir Guð-
mundsson bæjarfulltrúi
Frjálslyndra og óháðra í Ísa-
fjarðarbæ segir að viðvarandi
taprekstur bæjarins sé tilræði
við byggðina. Hann lagði
fram fjölda breytingartil-
lagna á fundi bæjarstjórnar í
síðustu viku sem allar voru
felldar. Magnús Reynir segir
tekjuskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga hafa verið ranga um
árabil undir ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks.
„Þeir flokkar hafa haft fjöl-
mörg tækifæri til þess að
leiðrétta þá tekjuskiptingu en
lítið gert. Þrátt fyrir að flestir
séu sammála um að tekju-
skiptingin sé röng veitir það
sveitarfélögunum enga heim-
ild til þess að eyða um efni
fram. Stakk verður að sníða
eftir vexti. Þar mega engar
væntingar um hugsanlega
breytta tekjuskiptingu ráða för.
Langvarandi taprekstur bæjar-
félags okkar er tilræði við
byggðina sjálfa og íbúa henn-
ar. Tapreksturinn heggur að
rótum samfélagsins, leggur
klyfjar á komandi kynslóðir.
Skuldugt sveitarfélag er ekki
aðlaðandi búsetukostur“, segir
Magnús Reynir.
Sem kunnugt er lagðist
Magnús gegn ýmsum gjald-
skrárhækkunum meirihlutans.
Aðspurður hvort ekki felist tví-
skinnungur í því að leggjast
gegn gjaldskrárhækkunum á
reka sveitarfélagið með tapi.
Þess vegna lagði ég fram
tillögur til þess að tryggja
viðunandi rekstur. Því mið-
ur voru þær allar felldar.
Það er hinsvegar gríðarlegt
áhyggjuefni það hugarfar
sem blasir við þegar við
sjáum hverja meirihlutinn
vill láta bera þær auknu
byrðar sem viðvarandi tap-
rekstur krefst. Þar eru kall-
aðir til aldraðir, öryrkjar og
barnafólk. Það er skelfileg
niðurstaða sem maður á
ákaflega erfitt með að kyng-
ja. Það er alvarlegasti hlut-
urinn við þessa nýju fjár-
hagsáætlun“, segir Magnús
Reynir Guðmundsson.
– hj@bb.is
sama tíma og lagst er gegn
taprekstri segir Magnús svo
ekki vera.
„Ég hef í tvö ár reynt að
benda mönnum á þá einföldu
staðreynd að við megum ekki
Magnús R. Guðmundsson.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
„Mikil nauðsyn að ríkisvaldið taki á með
sveitarfélögum í að leiðrétta fjárhaginn“
Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar segir sér
vera ofarlega í huga hversu
rekstur sveitarfélaga er orðinn
þungur og segir mikil nauðsyn
að ríkisvaldið taki á með sveit-
arfélögum í gegnum tekju-
stofnanefnd til að leiðrétta fjár-
haginn. Fjárhagsáætlun Ísa-
fjarðarbæjar var samþykkt í
síðustu viku. Hann segir kostn-
aðarhækkanir hafa orðið mikl-
ar vegna launahækkana og
þess vegna verði hækkun á
gjaldskrám. Hann segir að
gerður hafi verið samanburður
við aðrar gjaldskrár fyrir síðari
umræðu til að varpa ljósi á
hvar Ísafjarðarbær stæði og
hann muni gera frekari saman-
burð á næstu dögum og birta
hann fljótlega. „Við tökum á
kostnaðarhækkunum með
tvennum hætti. Annars vegar
með samdrætti í rekstri m.a.
með fækkun um 7 stöðugildi
og með því að hækka gjald-
skrár“, segir Halldór.
Halldór segir nauðsynlegt
að einangra ekki Ísafjarðarbæ
í umræðu um fjármál sveitar-
félaga sem eitthvað sérstakt
fyrirbæri. „Þessi staða er því
miður hjá um 70% sveitarfé-
laga landsins ef marka má nið-
urstöðu rekstrar undanfarinna
ára. Það er erfitt að feta þá
braut að hafa gjöld og álögur
vegna þjónustu Ísafjarðarbæj-
ar eins lágar og mögulegt er
en um leið þjónustuna eins
góða og mögulegt er. Við reyn-
um hvað við getum“, segir
Halldór.
Að undanförnu hefur farið
fram mikil umræða um fjármál
Ísafjarðarbæjar og sýnist þar
sitt hverjum. Halldór segir að
aldrei hafi verið dregið úr því
af hálfu hans eða meirihluta
bæjarstjórnar að fjármál sveit-
arfélaga séu ekki í lagi og þurfi
leiðréttingar við á landsvísu.
Þar sé Ísafjarðarbær engin
undantekning.
„Handbært fé frá rekstri er
áætlað 45 milljónir króna og
öll árin sem undirritaður hefur
verið við störf hefur Ísafjarðar-
bær verið rekinn með afgangi
frá rekstri í formi handbærs
fjár. Það segir að reksturinn
hefur alltaf skilað einhverju
upp í afborganir lána eða fjár-
festingar en ekki nógu miklu.
Með því að lækka skuldir bæj-
arins höfum við náð fram
rekstrarbata í lægri vaxtagjöld-
um“, sagði Halldór.
– hj@bb.isHalldór Halldórsson.
Rjúpur hafa verið að sjást í görðum í bæjarfélögum á
Vestfjörðum undanfarnar vikur, meðal annars í Bol-
ungarvík og á Ísafirði. Ekki er óalgengt að rjúpur sjáist
í byggð þegar jarðbönn eru eins og þau eru í dag. Þess
má geta að samkvæmt rjúputalningum Náttúrustofn-
unar Íslands í vor hafði rjúpustofninn aukist mikið frá
því árið áður er stofninn var í algeru lágmarki víðast
hvar á landinu. – thelma@bb.is
Rjúpur í byggð-
um Vestfjarða
Starfsmenn Ísafjarðarbæjar sem sjá um snjómokstur
Ekki sendir inn á snjóflóða-
hættusvæði nema undir eftirliti
Mokstursmenn Ísafjarðar-
bæjar eru ekki sendir á snjó-
flóðahættusvæði nema rík
ástæða sé til og þá undir eftir-
liti. Þetta segir Þorbjörn Jó-
hannesson, verkstjóri áhalda-
húss Ísafjarðarbæjar, aðspurð-
ur um frétt Svæðisútvarps
Vestfjarða þar sem sagt er að
svo virðist sem öryggis mokst-
ursmanna bæjarins sé lítt gætt
með tilliti til snjóflóðahættu.
„Almannavarnanefnd bann-
ar okkur að vinna á þeim svæð-
um þar sem er snjóflóðahætta.
Þangað eru menn ekki sendir
nema að beiðni yfirvalda og
þá að sjálfsögðu undir eftir-
liti“, segir Þorbjörn og tekur
sem dæmi mokstur að bænum
Hrauni í Hnífsdal þegar þar
hafði nýfallið snjóflóð og
hættuástand enn í gildi.
Í frétt Svæðisútvarpsins
segir m.a.: „Þrír moksturs-
menn eru að störfum á Ísafirði
og eru þeir ekki útbúnir með
snjóflóðaýlum. Tvær vélanna
geta náð sambandi gegnum
gamlar CB stöðvar, sem oft
heyrist illa í. Þriðja vélin, sem
að jafnaði mokar í Hnífsdal,
er með bilaða talstöð. Þurfa
mokstursmenn sjálfir að kaupa
sér GSM síma til að tryggja
öryggi sitt. Flateyrarvélin er
með NMT síma, sem er í lagi.
Í síðustu viku munaði minnstu
að stórt snjóflóð lenti á einni
snjómokstursvélinni, sem var
stödd á Skutulsfjarðarbraut.“
– halfdan@bb.is
Unnið að snjómokstri á Ísafirði.
03.PM5 6.4.2017, 09:2313