Bæjarins besta - 19.01.2005, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 200514
Bóndalæri og Gleymda kakan
Sælkeri vikunnar · Sigurbjörg Guðmundsdóttir á Ísafirði
Sælkeri vikunnar býður
upp á fljótlegt og gott lamba-
læri, svokallað bóndalæri.
Hún segir lærið vera vinsælt
jafnt hjá börnum sem full-
orðnum og alveg tilvalið í
annríki dagsins. Þá sé hægt
að hafa lærið tilbúið og svo
kveikt á ofninum um leið og
maður kemur heim. Einnig
býður Sigurbjörg upp á
Gleymdu kökuna sem er
gómsæt sem eftirréttur eða
með kaffinu.
Bóndalæri
Lambalæri
1 grænmetisteningur
1 kjötteningur
kartöflur
grænmeti
Kryddið lærið eftir smekk
og látið á ofnskúffu sem klædd
hefur verið með álpappír.
Skerið niður kartöflur, hýðið
má vera á, og setjið á ofn-
skúffuna ásamt afgangsgræn-
meti eða eftir smekk. Hellið
vatni yfir og setjið grænmetis-
og kjötteninginn út í. Klæðið
yfir með álpappír og látið inn
í ofn. Eldunartíminn fer eftir
lærinu en þegar 20 mínútur
eru eftir takið álpappírinn af
til að lærið verði stökkt að
ofanverðu. Notið soðið af
lærinu og grænmetinu sem
sósu.
Gleymda kakan
6 eggjahvítur
300 g sykur
1 tsk lyftiduft
1 peli rjómi
½ dós niðursoðnar ferskjur
Ávextir eftir smekk
Stífþeytið hráefnin og setjið
í smurt eldfast mót. Bakið við
170° hita í 30-40 mínútur.
Slökkvið á ofninum og látið
kökuna kólna inn í ofninum.
Miðjan á kökunni á að falla
saman í miðjunni. Þeytið rjóm-
ann og setjið á kökuna ásamt
ferskjunum auk ávaxta eftir
smekk. Til dæmis má setja
vínber, epli eða jafnvel súkku-
laðirúsínur.
Ég skora á Erlu Kristjáns-
dóttur á Ísafirði því ég veit
að hún á góðar uppskriftir.
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík var ánægður með hvernig til tókst með minningarguðsþjónustuna
„Umræðan og upprifjunin var þörf og góð“
Ómar Már Jónsson sveitar-
stjóri í Súðavík er ánægður
með minningarguðsþjónust-
una sem haldin var í íþrótta-
húsinu í Súðavík á sunnudag-
inn til minningar um þá sem
létust í snjóflóðinu þann 16.
janúar 1995. Til minningar-
guðsþjónustunnar mættu um
200 manns og voru björgun-
arsveitarmenn af norðanverð-
um Vestfjörðum áberandi
meðal gesta. Að lokinni guðs-
þjónustu bauð Súðavíkur-
hreppur til kaffisamsætis í
grunnskólanum. Allir helstu
fjölmiðlar landsins voru með
sérstaka umfjöllun af þessu til-
efni um helgina og á sama
tíma var hápunktur landssöfn-
unarinnar Neyðarhjálp úr
norðri sem efnt var til styrkrar
fórnarlamba flóðbylgjunnar
miklu í Asíu.
Ómar segir að minningar-
guðsþjónustan hafi verið
mörgum erfið svo og sú fjöl-
miðlaumfjöllum sem fram
hefur farið fram undanfarna
daga. „Þetta hefur tekið í en
þetta gaf mörgu fólki tækifæri
til þess að ræða þessa hluti
útfrá upplifun hvers og eins.
Að því leyti var þetta mjög
þörf og góð umræða.“ Eins og
áður sagði voru fjölmiðlar með
töluverða umfjöllun um flóðin
nú um helgina. Ómar segist í
heild sinni vera ánægður með
umfjöllun fjölmiðla. „Mér fannst
fjölmiðlar nálgast þetta mál af
nærgætni og vinna vel úr þess-
um málum. Þessi hörmulegi
atburður gleymist auðvitað al-
drei og því verðum við að geta
rætt hann og rifjað hann upp
um leið og lífið heldur áfram“
segir Ómar. – hj@bb.is
Kveikt var á kertum til minningar um þá látnu.
03.PM5 6.4.2017, 09:2314