Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2005, Síða 18

Bæjarins besta - 19.01.2005, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 200518 mannlífið Ábendingar um efni sendist til Thelmu Hjaltadóttur, thelma@bb.is sími 849 8699 ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Í dag er miðvikudagurinn 19. janúar, 19. dagur ársins 2005 Þennan dag árið1903 strandaði þýski togarinn Friede- rich Albert á Skeiðarársandi. Áhöfnin komst öll í land en hraktist síðan um sandinn í tvær vikur og þrír menn fórust. Árið eftir var byggt skipbrotsmannaskýli á sand- inum, hið fyrsta hérlendis, að frumkvæði Ditlev Thom- sen kaupmanns. Þennan dag árið 1957 varði Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður doktorsritgerð sína um kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Háskólans. Þennan dag árið 1992 komu Sykurmolarnir laginu Hit í 17. sæti breska vinsældarlistans og jöfnuðu þar með níu ára met Messoforte. Heimild: Dagar Íslands. Jónas Ragnarsson tók saman. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Hvað er að frétta? · Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík á Ströndum Á þessum degi fyrir 39 árum Síldarverksmiðjan í Bolung- arvík kaup síld í skotlandi ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Helgarveðrið Spurning vikunnar Strengdir þú áramótaheit? Alls svöruðu 349. – Já sögðu 70 eða 20% – Nei sögðu 279 eða 80% Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Blaðið hafði af því spurnir að Síldarverksmiðja Einars Guðfinnsonar í Bolungarvík hefði látið síldarflutningaskip sitt, Dagstjörnuna, kaupa síld af síldveiðiskipum við Skotland og myndi flytja hráefnið hingað heim og bræða vestur í Bolungarvík. Blaðið sneri sér til Guðfinns Einarssonar og spurði hann um málið. Hann skýrði svo frá: Síldar- og olíuflutningaskip okkar Dagstjarnan (ex Þyrill) flutti fyrir skemmstu út lýsi til Amsterdam, en í þann mund, er skipið var á leið heim aftur, höfðum við spurnir af miklum síldveiðum í Norðursjó. Innilokaður á bænum Hér í Árneshreppnum er snjór og meiri snjór. Ekki hefur hér verið meiri snjór síðan 1995 og var snjódýpt- in í síðustu viku 67 cm sem var það mesta á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Ég er innilokaður á bænum og kemst ekkert á bíl nema á mánudögum og fimmtudögum þegar mokað er út að Gjögurflugvelli. Þá kemst ég út í kaupfélagið á Norðurvegi og í póstferðir mínar. Þannig er það nú á flest- um bæjum hér að íbúar eru innilokaðir flesta daga vik- unnar. Við fáum þó nauð- synjar og allir eru hressir en þetta eru óneitanlega við- brigði frá undanförnum árum. Snjómokstursmönnum reynist erfitt að halda vegun- um opnum þar sem veðrátt- an hefur verið óstöðug og strax skefur í er þeir hafa rutt. Engin snjóflóða-hætta er í hreppnum, alla vega ekki á nein hús þó sums staðar gæti fallið flóð á vegi. Það er mikill léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Ísfirski trúbadúrinn Skúli Þórðarson hefur látið nokkuð að sér kveða á krám á Ísafirði og annars staðar á landinu und- anfarin ár. Þykja textar hans beinskeyttir og gagnrýnir og lagasmíðar hans virðast inn- blásnar af amerískum farand- söngvum jafnt sem íslenskri þjóðlagahefð. Þrátt fyrir þetta á hann til að brjóta upp formið með gítarslögum sem eru framandi jafnvel hinu sjóað- asta tóneyra. Skúli er um þessar mundir að gefa út tvær plötur. Aðra þeirra kallar hann Bráða- birgðablús, en hin hefur ekki enn hlotið nafn, enda hefur hún ekki ennþá verið tekin upp. Árið 2002 gaf Skúli út sex laga plötu sem fékk ágætar viðtökur. „Hún seldist í rúmlega 200 eintökum, sem mér fannst ágætt. Salan stóð alveg undir mínum væntingum. Mest seld- ist á Vestfjörðum. Ég gerði ekki mikið til að auglýsa hana, spilaði bara nóg. Ég fór meðal annars í ferð um firðina með Mugison. Við spiluðum á Patr- eksfirði, Tálknafirði, Þingeyri og á Flateyri. Sumarið 2003 byrjaði ég síðan með hjálp góðra manna að taka upp stærri plötu sem verður meira í lagt. Ég ætlaði að koma henni út það sumarið en af ýmsum ástæðum tókst ekki að ljúka henni. Það verkefni er þó ennþá í gangi. Ég er kominn í hljóm- sveit og við ætlum núna í vor að taka upp og gefa út plötu, ef allt gengur að óskum.“ Söngnám í Reykjavík Skúli lærir nú söng í Reykja- vík, auk þess sem hann spilar á krám þegar svo ber undir. Aðspurður segir Skúli söng- námið ganga nokkuð vel. „Ég hef lært mikið á stuttum tíma og tekið nokkuð miklum framförum. Þó námið sé aðal- lega af klassískum toga kemur það sér vel í þjóðlagatónlist- inni. Námið er að mestu verklegt, en einnig er kennd tónlistar- saga, tónheyrn, sviðsfram- koma og annað.“ Bráðabirgðablús Meðan æstir aðdáendur Skúla bíða eftir stóru plötunni geta þeir svalað þorsta sínum með Bráðabirgðablús, annarri sex laga plötu sem Skúli gaf út um síðustu jól. „Þetta er, eins og nafnið gef- ur til kynna, bráðabirgðaverk. Bara svona til að halda mér við efnið. Umslögin gerði ég sjálfur, saumaði þau úr heil- síðuauglýsingum úr blöðum, þannig að ekkert umslag er eins.“ Nálgast má gripinn hjá Skúla sjálfum og kostar ein- takið 500 krónur. Tvær plötur frá Skúla Þórðar Horfur á föstudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt austantil. Áfram kalt í veðri. Horfur á laugardag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt austantil. Áfram kalt í veðri. Horfur á sunnudag: Snýst í vaxandi sunnanátt með slyddu eða rigningu þegar líður á daginn og hlýnar í veðri. Horfur á mánudag: Útlit er fyrir suðlæga átt með rigningu eða slyddu í flestum landshlutum. 03.PM5 6.4.2017, 09:2318

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.