Bæjarins besta - 22.01.2015, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620
Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.
Blaðamenn: Sæbjörg Freyja Gísladóttir, 843 0077, sfg@bb.is
Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili
á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Nýja Súðavík
Spurning vikunnar
Hefur þú fengið flensuna í ár?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 386.
Já sögðu 111 eða 29%
Nei sögðu 275 eða 71%
Fjölmenni tók á móti Hálfdáni
Flugkappinn Hálfdán Ingólfs-
son lenti í síðasta sinn sem at-
vinnuflugmaður á miðvikudag í
síðustu viku. Hálfdán varð 65
ára daginn eftir og þá eru at-
vinnuflugmenn neyddir á eftir-
laun, sama hvað tautar og raular.
Síðasta flug Hálfdáns var frá
Bíldudal og verður það að teljast
viðeigandi að hann ljúki ferlinum
með flugi til Vestfjarða, en þeir
voru hans starfsvettvangur í flug-
inu um langt árabil. „Ég á eflaust
eftir sakna flugsins, en það er
gott að vera laus við þetta vakta-
stúss,“ segir Hálfdán sem er ekki
að kveðja flugið því hann mun
áfram stunda einkaflug. Hann hóf
ferilinn hjá Flugfélaginu Erni á
Ísafirði árið 1977 og 38 árum
síðar endar hann ferilinn hjá sama
flugfélagi.
Hálfdán fékk atvinnuflug-
mannsskírteini 1975. „Akkúrat
þegar ég var kominn með skír-
teinið þá kom lægð í þetta hjá
Herði og ég fór aftur í að vera raf-
virki hjá Pólnum í tvö ár þangað
til þetta glæddist aftur hjá Herði,“
segir Hálfdán. „Í gegnum tíðina
þá hef ég verið með flugið að
aðalstarfi í fimm ár og hlutastarfi
í fimm, þá verið í rafmagnsstússi
hjá Póls. En þetta er lengsta
rispan, frá því að ég flutti suður
2003 hef ég verið eingöngu í
fluginu og nú er ég orðinn hæfi-
lega þreyttur á þessu. Það er fínt
að fá smá breik,“ segir hann og
þvertekur fyrir að setjast í helgan
stein.
„Ég ætla að flytja vestur um
mánaðamótin og verð eitthvað
með Erni bróður í snjódýptar-
mælunum og einhverju öðru raf-
magnsstússi. Ég ætla allavega
ekki að setjast á rassgatið og bíða
eftir að verða gamall.“
Frá og með þriðjudeginum 27.
janúar verður tekin upp reglu-
bundin leghálskrabbameinsleit á
heilsugæslunni á Ísafirði. Sýna-
takan er í samstarfi við leitarstöð
Krabbameinsfélags Íslands en
Erla Rún Sigurjónsdóttir sér um
skoðanirnar. Fyrirhugað er að
bjóða upp á þessa þjónustu í
hverjum mánuði frá og með
áramótum. Eingöngu er um leg-
hálsskoðanir að ræða en áfram
verður boðið upp á skimun fyrir
brjóstakrabbameini á vegum leit-
arstöðvarinnar árlega líkt og verið
hefur.
Heilsugæslan vill minna konur
á mikilvægi þess að sækja skoð-
anir en allar konur á aldrinum
23-65 ára fá boðsbréf í legháls-
krabbameinsleit á þriggja ára
fresti og oftar ef þörf krefur. Hér
á landi hefur skipuleg leit að leg-
hálskrabbameini dregið úr fjölda
nýrra tilfella á ári um 70% og
dánartíðni um 90% frá því leit
hófst árið 1964. Þessi góði ár-
angur byggir að sjálfsögðu mikið
til á góðri mætingu kvenna og
allar konur sem fá boðsbréf á
næstu vikum eru hvattar til að
bóka tíma.
– sfg@bb.is
Reglubundin leghálskrabba-
meinsleit hefst á Ísafirði
Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Reykjavíkur.
Hálfdán ásamt eigendum Ernis, Jónínu Guðmundsdóttur
og Herði Guðmundssyni. Ljósmyndir Lilja Dóra Harðardóttir.
Nýverið var þess minnst að 20 ár voru liðin síðan Íslendingar voru enn
eina ferðina minntir á hverra fórna kann að vera krafist af þeim fyrir það
eitt að búa við nyrsta haf: snjóflóð í Súðavík, sem á snöggu augabragði
breytti litlu friðsælu sjávarþorpi, þar sem ættliðir margra íbúanna höfðu
notið friðsældar og öryggis, í rústir einar. Og reyndar stutt stórra högga á
milli á sama ári.
Líkt og grasið grær að nýju þótt sölnað hafi að hausti var vitað að sárin
foldar, sem snjóflóðið olli, myndu gróa er fram liðu stundir. Óvissan
snerist um mannfólkið. Búandi yfir þeim eiginleika að geta samhliða tek-
ist á við sjáanleg vandamál og ástvinasöknuð, sem hamfarirnar ollu, tók
meirihluti íbúanna þá ákvörðun að snúa heim. Byggja nýja Súðavík.
Þetta var djarfmannleg ákvörðun. Flestir segja að þótt ótrúlegt kunni að
þykja hafi þetta hjálpað á þeirri erfiðu göngu er fram undan var. Ætli megi
ekki orða það svo að hjartað hafi ráðið för. Þarna voru spor genginna kyn-
slóða. Þau máttu ekki mást út með öllu. Súðavík varð að vera til.
Nú, tveimur áratugum síðar er ljóst hvílíkt gæfuspor var stigið með
ákvörðuninni: við snúum aftur, þarna eigum við heima. Hin nýja Súðavík
í Eyrardalslandi er bær framtíðarinnar. Þangað sækja barnafjölskyldur.
Meðalaldur íbúanna er að lækka, gagnstætt því sem víða er í sjávarbyggð-
um. Pétur G. Markan, sveitarstjóri í Súðavík, segir Súðvíkinga stolta af
grunnskólanum þar sem börn á leikskólaaldri eru meðal nemenda. Lögð
sé mikil rækt við skólann og hann telji á engan hallað þótt hann segi að
Súðavíkurskóli sé ákveðin fyrirmynd fyrir aðra skóla á Vestfjörðum.
Súðvíkingar eru meðvitaðir um að skólinn er fjöreggið í samfélaginu.
Súðvíkinga bíða ýmis tækifæri til atvinnuuppbyggingar, sem bera með
sér fólksfjölgun og öflugra samfélag. Grunnurinn að því er atfylgi og
skilningur stjórnvalda, öðru fremur með því að bæta aðgengi að raforku,
sem löngu er kominn tími á. Stöðug og næg raforka er nokkuð sem nútíma
samfélög verða að eiga greiðan aðgang að. Fyrir liggur að Vestfirðir hafa
verið dæmdir úr leik, hvað orkufrekan iðnað varðar, þegar kom að
spurningunni um stöðugleika raforku á svæðinu. Biðin eftir raforku til
jafns við aðra landshluta er búin að vera Vestfirðingum dýr. Úr því verður
að bæta. Ákvörðun í þeim efnum: Strax!
Samgöngur eru annar megin þátturinn þar sem úrbóta er þörf. Tíðarfarið
að undanförnu ætti að hafa opnað augu stjórnvalda fyrir nauðsyn jarðganga
milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Súðavíkurhlíðin er ekki síður hættuleg
en Óshlíðin var.
Vel færi á tímamótum hinnar nýju Súðavíkur að Vestfirðingar sæu hilla
undir lok á langvinnri bið eftir nægri og stöðugri raforku og heilsárs vega-
kerfi til að rjúfa einangrunina sem þeir búa enn við, hvort heldur er um að
ræða innan fjórðungsins eða tengsl við hringveginn svokallaða.
– s.h.