Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2015, Page 11

Bæjarins besta - 22.01.2015, Page 11
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 11 Ljósm: Sigurður Bogi Sævarsson. árin tæplega eða allt til starfsloka í síðustu viku. Heim til pabba og mömmu á ný Núna eftir starfslokin er Hálf- dán að flytja aftur heim á Ísafjörð sunnan af Akranesi. Þess vegna má spyrja: Verðurðu kannski Dokkupúki á ný? „Já, núna 65 ára gamall við lok starfsferilsins er ég að flytja aftur heim til pabba og mömmu! Að minnsta kosti svona til að byrja með. Þau búa ein í stóru húsi, orðin háöldruð. Ef ég verð þarna á efri hæðinni hjá þeim, þá er ég alltaf tiltækur að hjálpa til.“ Aldrei með mikla þotudrauma Löngum hafa flugmennirnir hjá litlu félögunum litið á starfið þar sem eins konar stökkpall yfir á þoturnar hjá stórum flugfélög- um. Skyldi Hálfdáni aldrei hafa dottið í hug að gerast flugstjóri á farþegaþotu? „Jú, en þetta bara æxlaðist svona. Ég var aldrei með mikla þotudrauma, og Afríkuævintýrið kláraði útilegukvótann hjá mér. Ég missti gjörsamlega áhugann á því að búa í ferðatösku. Þessi ár þarna úti dugðu mér til þess. Og með tímann alveg frá 2007 og fram undir það síðasta, þá fóru menn einfaldlega ekki frá Herði. Það var gaman að vinna þarna, mórallinn góður og kúnn- arnir ánægðir. Þetta var mjög góður tími.“ Klaufi að halda í eiginkonur – Fjölskylduhagir ... „Ég hef verið óttalegur klaufi að halda í eiginkonur. Náði í eina þegar ég var tuttugu og þriggja ára og hún entist í níu ár. Með henni á ég eina dóttur og einn son. Svo náði ég í aðra þegar ég var að koma frá Afríku. Með henni eignaðist ég þrjár dætur, þar á meðal eina sem var gagngert búin til fyrir systur konunnar. Sú eiginkona entist í sextán ár, og ætli ég kalli þetta ekki bara gott.“ Eitt sem er alveg öruggt ... – En þó að atvinnuflugmanns- ferlinum sé lokið, þá ertu væntan- lega ekki hættur að fljúga ... „Nei, síður en svo! Ég hef að- gang að þremur flugvélum á Ísa- firði!“ – Þú hefur öðru hverju verið að vinna með Erni bróður þínum við sjálfvirku snjóþykktarmæl- ana sem hann hannaði ásamt mönnum sínum hjá Póls í sam- starfi við Veðurstofuna ... „Já, ég hef verið í ígripum að hjálpa til með einstaka verkþætti og verð sennilega miklu meira í því núna. En það verður nú seint fullt starf, ég reikna með að finna mér eitthvert hlutastarf í viðbót. Ég gæti farið að vinna sem raf- virki í Pólnum,“ segir Hálfdán Ingólfsson. Og hann bætir við: „Það er eitt sem er alveg ör- uggt: Ég verð ekki verklaus fyrir vestan!“ Viðtal: Hlynur Þór Magnús- son. Breytt í tvístefnu - hverfisráðið á móti Aðalgötu á Suðureyri verður breytt í tvístefnugötu. Skipu- lags- og mannvirkjanefnd Ísa- fjarðarbæjar hefur beint því til bæjarstjórnar að tillaga að tví- stefnugötu verði samþykkt. Hverfisráð Súgandafjarðar leggst gegn breytingunni og lagði til tvo aðra valkosti. Fyrsta val ráðsins var að fá undan- tekningu frá umferðarlögum þannig að akstur flutningabíla verði heimilaður út Aðalgötu á ákveðnum tímum dagsins og á ákveðnum hámarkshraða. Ann- að val var að breyta horni við Aðalgötu 32, rúnna af gangstétt og færa ljósastaur þannig að stórir flutningabílar geti keyrt út Eyrar- götu. Í afgreiðslu skipulagsnefndar segir að ekki fáist undanþága frá umferðarlögum og annar valkost- ur hverfisráðsins sé heldur ekki framkvæmanlegur vegna þreng- sla. Í umsögn hverfisráðsins kem- ur fram að eindregin andstaða sé meðal íbúa um að breyta götunni í tvístefnugötu og það hafi komið fram á stofnfundi hverfisráðsins í nóvember. Einnig segir að fund- armenn furði sig á að skipulags- nefnd hafi tekið málið til umfjöll- unar í ljósi þess hversu lengi ástandið hefur varað. Óskað var eftir því að Ísafjarðarbær gerði grein fyrir ástæðu umfjöllunar- innar á þessum tímapunkti. Skipulagsnefnd hefur bent hverfisráði Súgandafjarðar á að málið hafi verið tekið fyrir vegna þess að ekki fékkst leyfi lengur til að aka stórum bílum á móti akstursstefnu. Vandamálið sem við er að etja er að stórir flutningabílar komast ekki í gegnum Suðureyri nema að keyra gegn akstursstefnu. Ut- an við þorpið er Klofningur ehf. með hausaþurrkun og reglulega koma stórir flutningabílar til að sækja afurðir í útskipun. Um langt árabil hefur fengist leyfi til að keyra gegn einstefnu en í fyrra fór lögreglan að rukka fyrir fylgd þennan spöl sem er keyrt á móti einstefnu. Aðalgata á Suðureyri.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.