Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2015, Page 12

Bæjarins besta - 22.01.2015, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Snjórinn, ógnir og ánægja Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Fríða Pétursdóttir Sólbergi, Bolungarvík Björg Guðmundsdóttir Bjarni Ingólfsson Elísabet Guðmundsdóttir Björgvin Bjarnason Ása Guðmundsdóttir Jón Guðni Guðmundsson Guðríður Guðmundsdóttir Ragna Guðmundsdóttir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Magnús Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma lést á Sjúkraskýlinu Bolungarvík þriðjudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Hólskirkju laugardaginn 24. janúar kl. 11:00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hólskirkju, reikn. 1176-18-660264, kt. 630169-5269 Rannsókn hafin á kæru á hendur lögreglumönnum Ríkissaksóknari hefur hafið rannsókn á kæru á hendur tveim- ur lögreglumönnum á Ísafirði sem eru sakaðir um húsbrot, lík- amsárás og hótanir vegna atviks sem átti sér stað á Ísafirði 17. nóvember í fyrra. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari staðfestir að rannsókn á kærunni sé hafin en óljóst sé hvenær nið- urstöðu sé að vænta. Hann vonast þó eftir niðurstöðu fyrir sumarið. Kærendur eru tveir. Annar þeirra sakar lögreglumennina um húsbrot og líkamsárás á heimili sínu. Lögreglumennirnir eru sak- aðir um að hafa beitt piparúða á andlit manns og að hafa slegið hann með kylfum í höndina. Slas- aðist maðurinn illa og þurfti að undirgangast skurðaðgerð í Reyk- javík vegna áverkanna. Þá kærir hinn maðurinn lögreglumann fyr- ir hótanir. Lögreglumaðurinn er sagður hafa dregið skammbyssu úr slíðri sínu og beint henni að manninum sem óttaðist verulega um líf sitt. Lögreglan sagði að aðgerðir lögreglunnar hafið verið réttmætar. – smari@bb.is Orkubúið hækk- ar verðskrána Um áramótin voru verðskrár Orkubús Vestfjarða fyrir dreif- ingu raforku hækkaðar, en þær höfðu ekki verið hækkaðar á undangengnum tveimur árum. Verðskrá fyrir dreifingu raf- orku í þéttbýli hækkaði um 4% og í dreibýli er hækkunin 10%. Orkubúið rökstyður hækkan- irnar með því að vísa til þess að fyrirtækið hefur ekki hækk- að verð á dreifingu frá því í ársbyrjun 2013 og á þeim tíma hefur verðlag hækkað um 6%. Orkustofnun er eftirlitsaðili með verðlagningu dreifiveitna og setur þeim árlega tekju- mörk. Árleg tekjumörk eru þær tekjur sem dreifiveita þarf ár- lega til að standa undir rekstri að mati Orkustofnunar. Orku- stofnun hefur farið yfir og stað- fest neðanskráðar hækkanir á verðskrám Orkubúsins fyrir dreifingu raforku. Samkvæmt uppgjöri tekju- marka fyrir árið 2013 voru tekjur Orkubúsins af raforku- dreifingu í þéttbýli 97% af tekjumörkunum. Í tilkynningu frá Orkubúinu er bent á að dreifigjaldskrár hafi alla tíð verið undir leyfilegum tekju- mörkum og eru uppsafnaðar tekjuheimildir í lok árs 2013 um 472 milljónir króna. Samkvæmt uppgjöri tekju- marka fyrir árið 2013 voru tekjur Orkubúsins af raforku- dreifingu í dreifbýli 74% af tekjumörkunum. Þrátt fyrir þessa hækkun um 10% má búast við að tekjur ársins vegna dreifingar raforku í dreifbýli verði einungis um 77% af heimiluðum tekju- mörkum. Uppsafnaðar tekju- heimildir Orkubúsins í lok árs 2013 um 410 milljónir króna vanteknar í dreifbýli. Þingeyringar vilja lengri frest Ríflega fimmtíu manns mættu til íbúafundar sem Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í NV-kjördæmi, boðaði til á Þingeyri á miðvikudag í síð- ustu viku. Á fundinum kom fram sú ósk heimamanna að fá lengri frest til að vinna að umsókn um byggðakvóta Byggðastofnunar en umsóknarfrestur um hann rann út í gær, 21. janúar. Fundarmenn studdu eindregið þá hugmynd sem hefur verið kynnt af Lilju Rafneyju, um að binda aflaheim- ildir þeim sjávarbyggðum sem skilgreindar hafa verið sem brot- hættar byggðir hjá Byggðastofn- un. Fundagestir á Þingeyri tóku þar með undir með fundarmönn- um á atvinnumálafundinum á Flat- eyri. Mikil áhersla var lögð á að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðar- göng sem fyrst og að tryggja raf- orkuöryggi og háhraðatengingar. Léleg nýting hefur verið á Þing- eyrarflugvelli og áhersla var lögð á að koma flugvellinum í það ástand, að hann nýttist sem best sem öryggis og varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll. Ennfrem- ur var bent á mikilvægi þess að sú mikla fjárfesting sem liggur í Þingeyrarflugvelli skilaði sér fyrir norðanverða Vestfirði. Heimamenn töldu mjög brýnt að fulltrúar Byggðastofnunar kæmu til Þingeyrar og ræddu við heima- menn og kynntu sér aðstæður. Að öðru leyti voru fundargestir á Þingeyri bjartsýnir og ekki af baki dottnir þó erfiðleikar í atvinnu- lífinu væru vissulega orðnir lýj- andi. – sfg@bb.is Yfir fimmtíu manns mættu á íbúafundinn á Þingeyri. Í liðinni viku vorum við Vestfirðingar minnt á það að tuttugu ár voru liðin frá snjóflóðinu mikla sem féll á þorpið í Súðavík. Hættumat var til en það hafði verið unnið í samræmi við viðteknar venjur eða öllu heldur vinnureglur. Það dugði ekki til varnar mannslífum. Svo einfalt var það. Snjóflóðið féll eftir tiltölulega skamman aðdraganda, en reyndar voru aðstæður mjög sérstakar, norðanátt, afar vont veður og mikil snjósöfnun á skömmum tíma. Rýming fór fram í samræmi við hefðbundið verklag. Það dugði ekki til. Fjórtán menn misstu lífið. Sú skelfing varð öllum áfall. Ekkert gat bætt glötuð líf. Margt væri hægt að segja um aðdraganda snjóflóðsins, björgun og úrvinnslu. Það verður ekki gert hér. Að vísu má segja að sérkennilegt kunni að virðast að ekki hafi verið skipuð nefnd óháðra sérfræðinga til þess að fara yfir allt ferlið, vinna úr staðreyndum og draga af öllu saman lær- dóm. Það er eina vitið, en var ekki gert sem skyldi. Rúmum níu mánuðum fyrr, hinn 5. apríl 1994, féll hið gríðar stóra snjóflóð á skíðasvæðið á Seljalandsdal og gott betur. Afleiðingarnar urðu alvarlegar. Skíðalyftur á svæðinu ónýttust með öllu, 40 af 42 sumarhúsum í Tungudal gereyðilögðust og einn maður lét lífið, auk þess að annar slasaðist alvarlega. Hvorki sérfræðingar né almenningur virtust meðtaka í raun alvöru atburðarins. Tæpum fimm árum síðar er annað snjóflóð féll aftur á endurbyggt skíðasvæði og eyðilagði nýju skíðalyfturnar töldu margir menn að varnaðarorð ættu ekki við. Allra síst væri hlutaðeigendi stjórnvaldi heimilt að tjá sig um atburði og afleiðingar. En sem betur fór náði snjóflóðið í marz 1999 ekki sum- arhúsahverfinu það sinnið. En jafnvel þá heyrðust hjáróma raddir sem mótmæltu þeim er vöruðu við. Síðar gefst færi á að fjalla um snjóðflóðið á Flateyri sem kostaði tuttugu menn lífið. Þó liðnir væru nærri 19 mánuðir frá snjóflóðinu er féll á dalina í Skutulsfirði var enn langt í land að viðkomandi stjórnvöld og Alþingi hefðu náð að draga nægan lærdóm af þessum tveimur stóru snjóflóðum til þess að koma í veg fyrir að tuttugu manns létu lífið. Snjórinn hefur oft ógnað og kostað fórnir, en hann færir einnig mörgu fólki gleði og ánægju, einkum þeim er stunda skíði og snjósleðaferðir. Vandfundið er jafnvægi milli ógnar og ánægju. Þess vegna er svo mikilvægt að læra á aðstæður og fara varlega og láta öryggi fólks njóta vafans. Ýmsum finnst nauðsynlegt að eiga hvít jól. Þau kunna að virðast fögur, einkum í stilltu veðri. Aðra skiptir það litlu. Mikilvægt er njóta ánægju, en gera það af skynsemi og yfirvegun og láta ekki blekkjast af löngun sinni. Hvíta ógnin brýst fram án fyrirvara og illt er að varast þær aðstæður að snjórinn valdi mönnum tjóni. Snjóflóð er valda skaða líkt og varð um liðna helgi í Stóruurð ofan Skutulsfjarðareyrar eru ekki stór. Maður varð yrir ,,litlu“ snjóflóði og hlaut af handleggsbrot. Gætum okkar i samskiptum við snjóinn.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.