Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.04.2015, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 01.04.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 Allt undir öðrum Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Landssamband veiðifélaga hefur ritað Sigurði Inga Jóhanns- syni, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra bréf þar sem þess er krafist að Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði verði lokað fyrir sjó- kvíaeldi á norskættuðum eldis- laxi. Í bréfinu er vísað til sam- komulags fiskeldismanna og veiðiréttareigenda og stjórnvalda á grundvelli niðurstöðu nefndar sem ráðherra skipaði árið 1988 um dreifingu á norskum laxa- stofnun. Lítur landssambandið þannig á að stjórnvöld hafi með samkomulaginu skuldbundið sig til að fylgja grundvallar niður- stöðu nefndarinnar um að bannað sé að nota norskættaðan lax í sjókvíaeldi við Ísland. Landsambandið bendir ráðu- neytinu einnig á að laxeldi á þess- um stöðum skapi aukna hættu á að strokulaxar úr eldiskvíum leiti í nærliggjandi ár og hrygni þar. „Er þar skemmst að minnast þeg- ar laxar sluppu úr sjókvíum í Norðfirði árið 2003 og komu fram í laxveiðiám á Austurlandi og einnig atburðum í Patreksfirði haustið 2013, en a.m.k 400 kyn- þroska eldislaxar veiddust í innst í firðinum síðastliðið sumar,“ segir í bréfinu. „Nú eru áform um að hefja sjókvíaeldi, bæði í Ísafjarðardjúpi og í Eyjafirði. Landssamband veiðifélaga telur að þau áform séu skýlaust brot á samkomulagi aðila frá árinu 1988. Sjókvíaeldi á norskum eldislaxi, á þeim svæð- um sem um ræðir, mun skapa aukna hættu fyrir villta laxastofna vegna nálægðar við laxveiðiár. Af þessu tilefni setur Landssam- band veiðifélaga fram þá kröfu, á grundvelli fyrirliggjandi sam- komulags, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setji reglur um að Eyjafirði og Ísafjarðar- djúpi verði lokað fyrir eldri á frjóum laxi af norskum uppruna,“ segir ennfremur í bréfinu. – smari@bb.is Krefjast þess að Ísafjarðardjúp verði lokað fyrir sjókvíaeldi 3X Technology tvöfaldar húsakost sinn 3X Technology tvöfaldar húsa- kost sinn með kaupum að Sindra- götu 7 á Ísafirði sem var í eigu Fasteignafélagsins Urtusteins í Reykjanesbæ. Um er að ræða ríflega 2000 fermetra iðnaðarhús- næði á tveimur hæðum, sem upp- haflega var reist sem rækjuverk- smiðja. Húsið stendur við hlið verksmiðuhúss 3X Tehnology að Sindragötu 5 og hefur fyrirtækið undanfarin ár leigt hluta neðri hæðar Sindragötu 7 undir starf- semi sína. Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri 3X Techno- logy segir að með kaupunum sé verið að mæta ört vaxandi hús- næðisþörf félagsins í kjölfar ná- ins samstarfs við Skagann á Akranesi m.a. við markaðssetn- ingu og framleiðslu á tæknibún- aði til ofurkælingar í fiskiskipum. „Það hefur verið staðfastur vilji okkar að efla starfsemi 3X Tech- nology á Ísafirði og höfum við um nokkurt skeið leitað leiða til þess að auka framleiðslugetuna með stækkun húsakosts. Þar sem við vorum þegar með hluta af okkar starfsemi í þessu húsi og þau eru samtengd lá beint við að fara þessa leið“ segir Ingólfur. Karl Ásgeirsson rekstrarstjóri 3X Technology segir kaupin mikið ánægjuefni ekki síst þar sem þau tryggi að fyrirtækið geti mætti sívaxandi spurn eftir framleiðslu félagsins og um leið styrkt stöðu þess á Ísafirði. Starfsmenn 3X Technology eru nú um 50 talsins. Fyrirtækið hefur eins og áður sagði verið í sam- starfi við Skagann hf um þróun og framleiðslu á búnaði til ofur- kælingar í fiskiskipum og hafa þegar verið gerðir samningar um uppsetningu slíks búnaðar í fjór- um skipum hérlendis en heimur- inn er allur undir. Sindragata 7, Ísafirði. Hið skelfilega flugslys í Ölpunum fyrir rúmri viku vekur bæði sorg, undrun og reiði. Hvernig má það vera að þekkt flugfélag, German Wings, sem meðal annars flýgur til Íslands, situr uppi með það ef satt er, að flugmaður í þjónustu þess framdi slíkt voðaverk. Auðvelt er að hafa ýmsar skoðanir á sjálfsmorðum, sem að sjálf- sögðu eiga sér ýmsar en misjafnlega rökréttar ástæður og orsakir. Reyndar má velta því fyrir sér hvort nokkurn tíma sé unnt að tala um rök að baki sjálfsmorði, en það er önnur saga. Sá sem velur þann kostinn deyða sjálfan sig á það ef til vill fyrst og fremst við sig, þótt oft hafi slíkur verknaður mikil og slæm áhrif á aðra, eink- um fjölskyldu, ættingja og vini. En það er hámark sjálfselsku að drepa annað fólk með sér til þess eins að þjóna lund sinni sama hversu órökrétt ákvörðunin kann að vera yfirleitt. Af ástæðum sem skýra má með sjálfselsku og sjálfsdýrkun flugmannsins sem talið er sannað að hafi flogið vélinni í dauðann og tekið með sér 149 manns í þá feigðarför verður nafn hans ekki nefnt hér. Hinu verður ekki komist hjá, að nefna hversu oft fólk situr uppi með það að eiga allt sitt undir öðrum, ákvörðunum þeirra, menntun, getu og reynslu. Verra er ef andlegri heilsu þeirra sem við treystum á er svo farið, að líf okkar geti verið að veði. Margir eru flughræddir, aðrir eru það ekki og kannski eru flestir á einhverju róli þar á milli. Einn þeirra sem sagst hefur vera algerlega laus við flughræðslu svar- aði eitt sinn aðspurður hvers vegna svo væri, að hann væri fullkom- lega sannfærður um það, að flugstjórinn og flugmaðurinn hefðu að minnsta kosti jafn mikinn hug á því að komast heim til sín og fjöl- skyldunnar og hann sjálfur. Sá hefur ekki tjáð sig um þennan voða- atburð sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að skekja flugheiminn. Þó allir sem hlut eiga að máli keppist við að telja almenningi trú um að ekki hafi verið um hryðjuverkamann að ræða í þessu tilviki er þó deginum ljósara að slíkt fjöldamorð verður varla nefnt öðru réttara nafni. Getur það verið að ímynd okkar af hryðjuverkamönnum sé orðin slík að við teljum þá fyrst og fremst ofurselda ofsatrú og einkum til- heyra trúarbrögðum sem kennd eru við spámann sem ekki má teikna af myndir? Flug breyttist vegna hryðjuverkaárása ofsatrúarmanna frá Austurlöndum. Gleymdist hinum vestræna heimi að líta í eigin barm og sú staðreynd að augað sér ekki það sem nefinu er næst? Flugfélög heimsins eiga nokkuð starf fyrir höndum að skoða sinn eigin rann og velja inn öruggt starfsfólk sem flugfarþegar eiga allt undir og stundum líf sitt eins og nú er svo rækilega komið í ljós. Flogið verður áfram. Á því er enginn vafi, en hver verður fórnarkostn- aðurinn? Allt getur þetta haft áhrif á Íslendinga sem kosið hafa að eiga mikið undir ferðaþjónustunni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.