Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.04.2015, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 01.04.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 Sund og sauna í Bolungarvík Gestir skíðavikunnar á Ísafirði sem og gestir tónlistarhátíðar- innar Aldrei fór ég suður hafa löngum sótt í sundlaugina í Bolungarvík um páskana enda aðstaðan þar eins og best verð- ur a kosið. Á skírdag, föstu- daginn langa, laugardag fyrir páska, páskadag og annan í páskum verður opið daglega frá kl. 10-18. Sauna laugarinnar er einnig opið á sama tíma nema á laugardeginum. Þá verður sér- stakur kvennatími frá kl. 13:00- 15:30 og fyrir karla frá kl. 15:30 til kl. 18:00. Í Bolungar- vík er frábær sundlaugargarður með heitum pottum og vaðlaug. Stefanía Helga ráðin skólastjóri Að fengnum niðurstöðum frá Capacent á umsækjendum um stöðu skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur, leggur fræðslu- ráð Bolungarvíkur til að Stef- anía Helga Ásmundsdóttir verði ráðin skólastjóri. Stefanía er skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri. Hún er félagsliði og kennari að mennt ásamt því að hafa lokið 90 ECTS-einingum í uppeldis- og menntunarfræði. Umhverfisstofnun hefur veitt fyrirtækinu Ís 47 ehf. á Ísafirði starfsleyfi til að framleiða allt að 1.200 tonn af regnbogasilungi og þorski á ári í Önundarfirði. Starfs- leyfið öðlast þegar gildi og gildir til ársins 2030. Fyrirtækið er nú þegar með eldi í Önundarfirði og ætlar að auka það verulega. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að aukið eldi Ís 47 ehf. í Önundarfirði sé ekki líklegt til að hafa umtalsverð um- hverfisáhrif og er því ekki háð umhverfismati. Gísli Jón Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Ís 47, segir að nú sé bara eftir að fá rekstrarleyfi sem Matvælastofnun gefur út. „Það er nánast formsatriði. Mestu hindranirnar eru úr vegi. Á næsta ári fara hlutirnir að snúast hraðar og svo fer þetta á fulla ferð upp úr því,“ segir Gísli Jón. Hann er með 20 þúsund regnbogasilunga í kvíum í Önundarfirði sem hann slátrar í haust. „Svo eru 50 þús- und seiði sem fóru í sjó í fyrra og ég ráðgeri að setja 100 þúsund seiði í sjó í vor.“ Starfseyfið er bundið við 900 tonna framleiðslu á regnbogasil- ungi og 300 tonna áframeldi á þorski. „Þetta er verkefni sem er spennandi að takast á við. Nú er verið að fínpússa markaðsmál og fleira og skoða ýmsa fleiri mögu- leika. Ég er bara bjartsýnn og spenntur,“ segir Gísli Jón. – smari@bb.is Starfsleyfi fyrir 1.200 tonna eldi Önundarfjörður.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.