Bæjarins besta - 01.04.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 23
Lausn á síðustu krossgátu
Sudoku þrautir
Þjónustuauglýsingar
smáar
Ertu að breyta að stækka baðið?
Spegill með ljóskappa fæst gef-
ins. Breidd 60 cm, hæð 105 cm.
Uppl. í síma 864 3589.
Ísafjarðarbær hefur verið beð-
inn að afhenda lögreglustjóraem-
bættinu á Vestfjörðum öll gögn
er varða sæstreng sem Neyðar-
línan lagði í innanverðum Arnar-
firði í fyrrasumar. Neyðarlínan
og Orkubú Vestfjarða kærðu
spjöll sem fyrirtækin telja rækju-
sjómenn hafa unnið á strengnum
í nóvember. Strengurinn liggur
um þekkt rækjumið.
Lögreglustjórinn vill gögnin
frá bænum fyrir lok mars. Deildar
meiningar eru um hvort Ísafjarð-
arbær hafi veitt Neyðarlínunni
leyfi fyrir lagningu strengsins.
Ísafjarðarbær
afhendi öll gögn
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
skorar á Landsnet og Ríkisstjórn
Íslands að bæta raforkuöryggi og
jafna samkeppnisstöðu Vest-
fjarða með hringtengingu há-
spennulína um Djúp, milli Ísa-
fjarðar og Hólmavíkur. Ályktun
þess efnis var samþykkt á síðasta
bæjarstjórnarfundi.
„Með því og tengipunkti inn á
línuna innarlega í Ísafjarðardjúpi
má tryggja að það afl, sem Hval-
árvirkjun kemur til með að fram-
leiða, verði til hagsbóta fyrir sam-
félag og atvinnulíf á Vestfjörð-
um. Jafnframt myndi það tryggja
að tengigjald virkjunarinnar yrði
eðlilegt og hóflegt,“ segir í álykt-
un bæjarstjórnar.
Vilja hringtengda
háspennulínu
Páskar, jól og áramót sem og
verslunarmannahelgin er anna-
samasti tíminn hjá Vínbúðinni á
Ísafirði. Snorri Grímsson versl-
unarstjóri segir salan geti þó verið
rokkandi milli ára, veðrið ráði
miklu um söluna, rétt eins og
það ræður hversu margir koma í
bæinn þessa miklu og löngu
gleðihelgi.
Hann segir að salan í ríkinu
hafi aukist geysilega eftir að Al-
drei fór ég suður festi sig í sessi á
Ísafirði. Opið verður í Vínbúðinni
til kl. 19 í dag, en að sjálfsögðu
er lokað á skírdag og föstudaginn
langa. Á laugardag verður frá
kl. 11 til 16.
Annríki fram-
undan í Vínbúðinni