Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Sælkerar vikunnar eru Guðrún Hildur Eyþórsdóttir og Sigurður Rúnar Ragnarsson Götumatur – Street food Nú er sumarið að koma (að minnsta kosti í huganum). Heima hjá okkur er oft mikið annríki, kóræfingar, íþróttir og dans. Þess vegna er ekki alltaf tími fyrir mikla eldamennsku. Ósjaldan er ávöxtum hent í blenderinn og einhverju góðu skellt á grilli, kviss, bamm, búmm. Heimsins besti smoothie Vinsælt hjá öllum í fjölskyld- unni. Gerðu tvöfalda uppskrift sem því hann klárast alltaf! Innihald fyrir fjóra: 4 stk. jarðarber (helst fersk silfurber) 2 stk. bananar 4 dl. appelsínusafni 1 dl. hnetur, fræ og smá af kaffibaunum fyrir fullorðna. 10 stk. ísmolar Aðferð: Skerðu bananann í bita og settu allt í blenderinn og láttu blandast þar til það verður þykkt. Berðu fram með berjum eða öðrum ávöxtum á tréspjóti. Sterkir kjúklinga- vængir á grillið Gott er að marinera vængina daginn áður. 1 kg. kjúklingavængir 4 msk maizena mjöl ½ tsk. cayanne pipar 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk salt 1 dl repíuolía 1 dl chili sósa (t.d Frank’s red hot) ½ lítil flaska Tabasco Aðferð: Veltu vængjunum upp úr maizena mjölinu og þurrkrydd- unum. Setjið í Zip Lock poka og hellið olíunni, chili sósunni og Tabasco-inu í pokann. Nuddið vel og geymið í kæli yfir nótt. Grillið við óbeinan hita á grillinu við 250 gráður í ca 15 mínútur. Borið fram með selleristöng og góðri ídýfu. Við skorum á Unni Sigfús- dóttur og Ragnar Gunnarsson að vera næstu sælkerar vikunnar. því. Við köllum félagsskapinn Hrafnsauga.“ – Hvers vegna nafnið Hrafns- auga? „Nafnið Hrafnsauga er meðal annars til komið vegna þess að Hrafna-Flóki notaði hrafna sína til að finna land. Kannski sjá hrafn- ar meira en við mannfólkið.“ – Hvar fer þetta fram? „Fyrst vorum við með svettið í garðinum heima hjá mér, fyrstu eitt til tvö árin eða svo. Síðan bjuggum við okkur til færanlegt svett sem við höfum verið að prófa. Meðal annars höfum við verið að svetta í fjöru hér í Ön- undarfirði. Það lukkaðist bara vel og fólk var mjög ánægt með það. Þar var þetta í meira næði og í meiri tengslum við fjöruna og sjóinn og hljóð náttúrunnar, en inni í tjaldinu er svartamyrkur og upplifunin þess vegna meiri. Svettið er sett upp á einhverjum völdum stað og síðan er það tekið niður aftur. Maður er ekki nema kannski fjóra-fimm tíma að undirbúa þetta og gera klárt.“ Þeir sem vilja prófa svett geta haft samband við Hermann eða farið inn á heimasíðuna hrafns- auga.is og haft samband þar í gegn. Þar er líka hægt að sjá nánar út á hvað allt þetta gengur. Auk þess er félagsskapurinn með Facebooksíðu undir nafninu Hrafnsauga. Horfa líka á þol- mörk svæðisins – Meira um helsta viðfangs- efnið núna, Perlur fjarðarins. Hver eru helstu áformin? „Fyrst og fremst að efla afþrey- ingu í Önundarfirði ásamt því að kortleggja gistimöguleika og þess háttar. Staðan í dag er þann- ig, að núna er farið að sjást í kollinn á heimasíðu þar sem hægt verður að auglýsa afþreyingu, íbúðir og atburði í Önundarfirði. Við erum smátt og smátt að tína inn á hana það sem um er að vera hérna í firðinum. Ætlunin er að láta Íslendinga vita nokkuð vel af okkur núna í sumar þannig að við náum lausa- traffík, en síðan er meiningin að koma þessu yfir á ensku og fleiri tungumál og koma okkur á fram- færi erlendis. Þar horfum við á sterkari tengsl við náttúru og sögu Önundarfjarðar og annað sem við höfum hérna, en líka horfum við á þolmörk svæðisins, því að allt þetta verður að vera í góðri sátt við náttúruna og fólkið í firðin- um. Við viljum fá fólk til að koma hingað og njóta náttúrunnar með okkur.“ Skírskotun í bæði náttúruna og fólkið – Perlur fjarðarins, hvernig kom sú nafngift til? „Það heiti kom út úr því þegar við héldum fund á Flateyri þar sem milli fjörutíu og fimmtíu manns mættu. Svipað nafn var notað þegar sýning með heitinu Perlur Vestfjarða var haldin í Perlunni í Reykjavík á sínum tíma. Með þessu nafni viljum við endurspegla það sem við höfum hérna í Önundarfirði. Við búum hér við náttúruperlur og fólkið hérna er líka perlur. Þannig er þetta skírskotun í bæði náttúruna og fólkið í Önundarfirði.“ – Snýst þetta verkefni ykkar eingöngu um kynningu á svæðinu eða hyggið þið á einhvern rekstur líka sjálf? „Eiginlega má segja að þetta sé nokkurs konar markaðsstofa, þar sem við erum að reyna að sameina alla ferðaþjóna í Önund- arfirði með sameiginlega sýn, á hvaða markað þeir vilja sækja og hvers konar fólk við viljum fá. Við ætlum að reyna að lifa á því að selja þessar ferðir, að hluta, og jafnvel að vera með milli- göngu um húsnæði.“ Gullsandurinn ... – Þegar þú lítur yfir sviðið í Önundarfirði, hvað er það sem helst gæti laðað ferðafólk þang- að? Hvað væri það helst í náttúr- unni eða af því sem fólkið þar er að gera? „Vissulega er það fyrst og fremst náttúran, þessi mikla og fallega náttúra sem kallar. Hér höfum við fjöll, fjöru og sjó, eins og svo víða, en við erum líka með töluvert undirlendi. Við höf- um Gullsandinn, Holtsoddann, sem er einstaklega fallegur, ásamt innfirðinum, sem er mjög fagur. En hér höfum við líka langa og mikla sögu um útgerð, auk venju- legs útræðis voru það hvalveiðar og hákarlaveiðar og síldveiðar. Eftir að hvalveiðistöðin á Sól- bakka brann var þar síldarsöltun og brætt lýsi sem selt var til Lun- dúna og notað til götulýsingar. Flateyri var á sínum tíma með eitthvert mesta útflutningsverð- mæti á Vestfjörðum og þó að víðar væri leitað,“ segir Hermann Björn Þorsteinsson frá Flateyri við Önundarfjörð, betur þekktur á heimaslóðum sem Hemmi múr- ari. – Hlynur Þór Magnússon.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.