Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Verkföll upp á líf og dauða
Stakkur hefur ritað viku-
lega pistla í Bæjarins
besta í mörg ár. Skoð-
anir hans á mönnum
og málefnum hafa oft
verið umdeildar og vak-
ið umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara saman
við skoðanir útgefenda
blaðsins. Þrátt fyrir það
bera ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á skrif-
um Stakks á meðan
hann notar dulnefni sitt.
Stakkur skrifar
Námskeið
Námskeið í stjórn og meðferð gaffallyftara,
hleðslukrana, dráttarvéla með tækjabúnaði,
körfubíla, steypudæla og valtara verður haldið
í Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 á
Ísafirði ef næg þátttaka fæst.
Þriðjudaginn 2. júní 2015
Miðvikudaginn 3. júní 2015
Fimmtudaginn 4. júní 2015
Verð kr. 41.000.- á þátttakanda.
Skráning er á heimasíðu Vinnueftirlitsins á
slóðinni www.ver.is, í síma 550 4655 og á net-
fanginu margret@ver.is. Ath! Hægt er að sækja
um styrk til verkalýðsfélaga.
Síðasti skráningardagur er 28. maí 2015.
Dæmdur fyrir árás á lögreglu
Héraðsdómur Vestfjarða hefur
dæmt 23 ára gamlan mann í
tveggja mánaða fangelsi fyrir brot
gegn valdstjórninni með því að
hafa aðfararnótt sunnudagsins
20. apríl 2014, veist að lögreglu-
manni við skyldustörf á Ísafirði,
ýtt við honum með báðum hönd-
um, slegið hann hnefahögg á enn-
ið og stangað hann með höfðinu
harkalega aftur fyrir sig með þeim
afleiðingum að lögreglumaður-
inn hlaut eymsli á miðju enni og
ofan hægri augabrúnar, hægri
vanga og hægri olnboga, mar á
miðju enni og yfir hægri auga-
brún, roða og bólgu á hægri
vanga, fleiður yfir hægri olnboga
og hrufl yfir hægri úlnlið.
Ákærði hefur skýlaust játað
þá háttsemi sem honum er gefin
að sök í ákæru. Farið var með
málið samkvæmt ákvæðum 164.
gr. laga nr. 88/2008 um meðferð
sakamála og tjáði ákærandi og
verjandi ákærða sig sérstaklega
um lagaatriði og ákvörðun viður-
laga. Játning ákærða fær fulla
stoð í gögnum málsins. Sannað
er með játningu ákærða og öðrum
gögnum málsins að hann hafi
gerst sekur um þá háttsemi sem
honum er gefin að sök í ákæru og
er brot hans þar rétt heimfært til
refsiákvæða.
Ákærði er fæddur árið 1992.
Samkvæmt vottorði sakaskrár
ríkisins hefur hann tvisvar geng-
ist undir sektargerðir lögreglu-
stjórans á Vestfjörðum vegna
umferðarlagabrota. Við ákvörð-
un refsingar ákærða nú lítur dóm-
urinn til þess að ákærði játaði
brot sitt skýlaust fyrir dómi og
þess að ákærði hefur ekki áður
gerst sekur um brot gegn hegn-
ingarlögum. Einnig er litið til
þess að brot ákærða beindist að
lögreglumanni sem var að sinna
skyldustarfi sínu, sbr. 2. máls-
liður 1. mgr. 106. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940, af-
leiðinga brotsins fyrir viðkom-
andi lögreglumann sem hlaut
áverka af atlögu ákærða, sbr. 2.
tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn-
ingarlaga, svo og til 78. gr. sömu
laga. Með vísan til framangreinds
þykir refsing ákærða hæfilega
ákveðin fangelsi í tvo mánuði en
fresta skal fullnustu refsingar-
innar skilorðsbundið.
Ákærði skal greiða málvarnar-
laun til skipaðs verjanda síns sem
þykir hæfilega ákveðin 200
þúsund krónur. Fresta skal fulln-
ustu refsingarinnar og falli hún
niður að tveimur árum liðnum
haldi ákærði almennt skilorð.
Hefur fulla trú á fullum
rekstri Eyrar í sumar
Bygging hjúkrunarheimilins
Eyri er langt komin og nú er
unnið að uppsetningu innréttinga
og frágangi innanhúss. „Það er
gert ráð fyrir að húsið verði til-
búið í júní og síðast þegar við
vissum þá standast allar áætlan-
ir,“ segir Sigurður Pétursson, for-
maður nefndar um byggingu
hjúkrunarheimilis. Vinna við frá-
gang lóðar er að hefjast að sögn
Sigurðar og síðar í sumar verður
malbikað við Eyri. Ísafjarðarbær
afhendir ríkinu húsið fullfrá-
gengið með búnaði. Ekki er búið
að ganga frá samningi um rekstur
Eyrar.
„Það er búið að funda með heil-
brigðisráðuneytinu og Sjúkra-
tryggingum Íslands um rekstur
gefið okkur neitt annað til kynna
en að hjúkrunarheimilið fari í
fullan rekstur í sumar. Það verður
mikil bylting í umönnun aldraðra
þegar 30 ný hjúkrunarrými verða
tekin í notkun.“
Aðspurður hvers vegna Ísa-
fjarðarbær sé milliliður í samn-
ingum um reksturinn segir Sig-
urður að á þeim tíma þegar
ákvörðun var tekin um byggingu
hjúkrunarheimilins var stefnt á
að sveitarfélögin tækju yfir mál-
efni aldraðra. „Það hefur hins-
vegar breyst og sveitarfélögin eru
ekki að fara að gera það í fyrir-
sjáanlegri framtíð. En svona eru
nú völundarhús ríkisins stundum
og lítið sem við getum gert í því.“
– smari@bb.is
hjúkrunarheimilisins og ekkert
komið fram annað en að Heil-
brigðisstofnun Vestfjarða taki að
sér rekstur hjúkrunarheimilisins
á Ísafirði, alveg eins og í Bol-
ungarvík,“ segir hann. ,,Það hefur
verið gert ráð fyrir því frá upp-
hafi.“ Sigurður hefur fulla trú á
að Eyri verði tekin í fulla notkun
í sumar. „Ríkisvaldið hefur ekki
Hjúkrunarheimilið Eyri.
Verkföll hafa staðið nú með ýmsu móti með miklum áhrifum. Ekki er
með góðu móti hægt að kaupa og selja fasteignir á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig hefur verkfall háskólamenntaðra starfsmanna, nánar til tekið lög-
fræðinga starfandi hjá þessu ágæta embætti ríkisins á höfuðborgarsvæðinu
haft lamandi áhrif á viðskiptalífið. Engu er þinglýst og hefur ekki verið
síðan 1. apríl síðastliðinn. Það er vont og hefur slæm hrif á marga, enda
við því að búast. Stærsta fjárfesting venjuleg fólks er fasteign og oft er
erfitt að standa í slíku, þungt að fjárfesta og fá til þess peninga. Nú lokast
allt því hvorki er unnt að þinglýsa kaupsamningum né veðskuldabréfum.
Ekki fást skráðar erfðaskrár og fleira. Leyfi verða trauðla gefin út. Verra
er hins vegar að ástandið skuli vera þannig í heilbrigðiskerfinu að það sé
meira og minna lamað vegna verkfalls geislafræðinga og það bitnar á
krabbameinssjúkum, sem alls ekki mega við þeirri óvissu sem fylgir um
meðferð ofan á þungbærar áhyggjur af meðferðinni sjálfri. Þetta er vont
ástand. Deila má um gildi verkfalla og margir eru þeim andsnúnir, en
greinilega þó minnihluti þeirra sem hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslum
um verkföll eins og sást á nýlega samþykktu verkfallli hjúkrunarfræðinga.
Ekki er ætlunin að fjalla um gildi verkfalla og gagnsemi hér. Það er of
viðkvæmt pólitískt til þess að ná fram vitrænni niðurstöðu. Hitt vekur
ávallt athygli, meira hjá sumum en öðrum, að verkföllum er ekki beitt
þegar vinstristjórnir sitja að völdum og kjósa fremur að ráðskast með
verk en að stjórna. Það ætti að vera sérstakt rannsóknarefni fyrir hákskóla-
menntaða sérfræðinga á öllum sviðum. Margt var ómögulegt í tíð ríkis-
stjórnar Jóhanns og Jóhönnu. Steingrímur Jóhann var meira en reiðubúinn
að fórna hagsmunum íslensks almennings á altari stjórnarsetu og dældi
peningum í vonlausa sparisjóði en hafði hátt um starfsemi banka. Spari-
sjóðirnir nutu greinilega ekki góðs og tugir milljarða töpuðust án þess að
Jóhann þessi hafi nokkurn tíma skýrt þennan peningaaustur í galna þarfleysu.
Engum datt þó í hug að fara í verkfall þótt laun lækkuðu og atvinnuleysi
færi í hæstu hæðir á lýðveldistímanum.
Nú situr stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka og skuldir heimla hafa
lækkað, kaupmáttur hefur aukist, Íslendingum tókst með harðfylgi að
losna undan klafa Jóhanns og Jóhönnu, sem vildu ólm láta almenning
Íslandi borga Icesave brúsann. Að sjálfsögðu er æskilegast að fólk hafi góð
laun og líkt og segir góðri bók: ,,Verður er verkamaðurinn launa sinna“, þá
er skynsemi einnig eftirsóknarverð.
En nú er henni kastað á glæ. Verkalýðsfélag á Suðurlandi vill að
bensínsjálfsalar fari í verkfall. Þegar svo er komið er kannski ekki að furða
þótt sjúklingar skuli sitja á hakanum og bæði landlæknir og forstjóri
Landsspítalans hafi miklar áhyggjur og ræði opinskátt um annars flokks
heilbrigðiskerfi. Ríkið ber ábyrgð á heilbrigðisþjónustu og vinstri menn
vilja að svo verði áfram, en kjósa að grafa undan því ástandi með verk-
föllum. Aðeins tvennt er til lausnar, lagasetning strax og einkavæðing heil-
brigðisstofnana, sem ekki er æskileg. En slíkt verður að gerast til að kerfið
bregðist ekki líkt og nú. Verkföllin eru upp á líf og dauða, þeirra sem ekk-
ert hafa gert af sér.