Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 13 Gæðastjórnun Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna gæðamálum og tengdum verkefnum. Helstu verkefni eru yfir- umsjón með gæðakerfi og aðstoð við verk- stjórn. Lipurð og hæfni í mannlegum samskipt- um ásamt almennri tölvu- og enskukunnáttu er æskileg. Háskólapróf í sjávarútvegsfræðum, matvælafræði eða álíka menntun er kostur. Nánari upplýsingar veita Kristján G. Jóakims- son og Sveinn K. Guðjónsson í síma 450 4600. Umsóknir sendist á kgj@frosti.is fyrir 19. maí næstkomandi. Innan skamms verður gefinn út tvöfaldur geisladiskur sem inniheldur einvörðungu vest- firska tónlist. Það er Patreksfirð- ingurinn Sævar Árnason sem stendur fyrir útgáfunni. „Það var þvílík þátttaka að það hálfa væri nóg. Þetta endar í tvöföldum diski hjá okkur með 36 til 40 lögum,“ segir Sævar sem er búsettur í Garðabæ. Á disknum verða lög sem hafa komið út áður og eru vel þekkt í bland við efni sem aldrei hefur heyrst áður. „Þarna eru hljómsveitir eins og BG, Grafík og ÝR. Rúnar Þór, Þórunn og Halli, Gummi Hjalta og Rúnar Þóris eru með lög og Jón Kr. og Rósi Sigurðsson er með lag en hann er einn besti gítarleikari sem Vestfirðingar hafa átt. Snillingurinn hann Villi Valli er með lag. Á disknum verða eldri perlur og mikið af nýju efni sem aldrei hefur verið gefið út“ segir Sævar. Hann stefnir á að koma diskn- um út fyrir sjómannadag og stefn- verið CD Vest. „Ætli hann heiti það ekki bara áfram,“ segir Sæ- var. – smari@bb.is ir á aðra útgáfu síðar. „Þetta er svo flottur hópur að það er alveg á hreinu að þetta er fyrsta útgáfa, það kemur annar diskur.“ Eins og áður segir er Sævar frá Patr- eksfirði og spilaði með hljóm- sveitum í sinni heimabyggð. „Svo var ég í nokkur ár á Ísafirði og var í hljómsveitinni Rokk&Co með Hólmgeiri, Halla Engilberts og Árna og Gumma Hjalta.“ Aðspurður um heiti á plötunni segir Sævar að vinnuheitið hafi Grafík er meðal hljóm- sveita á safnplötunni. Tvöföld safnplata með vestfirsku tónlistarfólki Eigið fé Náttúrstofu Vest- fjarða í Bolungarvík er nei- kvætt um 30,2 milljónir króna og rekstrartap síðasta árs nam 3,3 milljónum króna að því er segir í fundargerð ársfundar Náttúrstofunnar sem haldinn var á Hólmavík 15. apríl. Rekstrarvandi Náttúrstofunnar er ekki nýr af nálinni og fékk stofnunin viðbótarframlög og í fyrra og í ár fær stofnunin viðbót- arframlög frá sveitarfélög- unum á Vestfjörðum upp á 20 milljónir króna. Á fundinum voru ræddar leiðir til að rétta af fjárhaginn og bæta rekstur stofunnar svo hann verði sjálfbær. Stjórn Náttúrustofunnar var endurkjörin og er Daníel Jakobsson formaður og Elías Jónatansson og Þórir Sveins- son meðstjórnendur. – smari@bb.is Rekstrar- vandi hjá Náttúru- stofunni Götur í Ísafjarðarbæ koma sums- staðar illa undan vetri og margar verið í bágu ástandi í lengri tíma. Í júlí eru áætlaðar malbikunar- framkvæmdir og segir Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri um- hverfis- og eignasviðs Ísafjarðar- bæjar, að þær götur sem verst eru farnar séu efstar á verkefna- listanum. Þangað til eru fyrir- hugaðar hefðbundnar holuvið- gerðir. Aðspurður hvaða götur séu verst farnar segir Brynjar Þór þær vera allnokkrar. „Þetta eru allnokkrar götur sem eru í yfir- lögn, listinn er ekki endanlegur, en ofarlega á blaði eru til dæmis Skólagata, Skeiði og restin af Seljalandsvegi á Ísafirði. Sætún á Suðureyri, Túngata á Flateyri, og Sjávargata Þingeyri,“ segir Brynjar Þór. Miklar gatnaframkvæmdir eru framundan í sumar á Ísafirði og Flateyri. Á Ísafirði verður endur- gerð Hlíðarvegs kláruð og á Flat- eyri verður farið í víðtækar fram- kvæmdir við Ránargötu og Unn- arstíg. Tjón vegna ástands gatna- kerfisins í Reykjavík voru tals- vert í fréttum fyrr á árinu. Torfi Einarsson, útbússtjóri Sjóvar á Ísafirði, hefur ekki hert af viðlíka tjónum á Ísafirði síðustu misseri. „Munurinn er kannski sá að hér ekki keyrt innanbæjar á öðru hundraðinu. Eðli málsins sam- kvæmt þá getur ekki orðið stórt tjón þegar fólk er að keyra á 30 km hraða,“ segir Torfi. Verst förnu göturnar malbikaðar í sumar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.