Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson. Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Hvað gera bændur nú? Spurning vikunnar Treystir þú íslenskum stjórnmálamönnum? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 469. Já sögðu 63 eða 13% Nei sögðu 385 eða 82% Veit ekki sögðu 21 eða 5% Þrír rúmlega tvítugir piltar á Ísafirði hafa verið dæmdir í þriggja til sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir ýmis brot í Héraðsdómi Vestfjarða. Sá fjórði, maður á sjötugsaldri, var dæmd- ur til að greiða sekt í ríkissjóð. Sá sem hlaut þyngstu refsing- una, sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, játaði á sig innbrot, eignaspjöll og þjófnað en sam- kvæmt sakaskrá var hann í tví- gang dæmdur í skilorðsbundið fangelsi árið 2013. Hann var í fyrra dæmdur til greiðslu sektar fyrir fíkniefnabrot. Fram kemur í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að maðurinn, sem er 23 ára gam- all, hafi tvisvar rofið skilorð dóms þykir rétt að skilorðsbinda refsingu hans á ný´. Sá sem fékk fimm mánaða skil- orðsbundinn dóm er 21 árs að aldri. Hann játaði fyrir dómi eignaspjöll, húsbrot, þjófnað og landaframleiðslu. Samkvæmt sakavottorði var í tvígang dæmd- ur til að greiða sekt til ríkissjóðs vegna lögbrota árið 2013 og 2014. Í nóvember í fyrra fékk hann skilorðsbundinn þriggja mán- aða fangelsisdóm. Sá þriðji er 22 ára gamall og var hann dæmdur í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og vörslu fíkniefna. Hann er líkt og félagar hans með skil- orðsbundna refsingu á bakinu frá árinu 2013. Í fyrra var hann í tvígang dæmdur til greiðslu sekt- ar til ríkissjóðs fyrir lögbrot. Fjórði maðurinn var dæmdur fyrir áfengisframleiðslu og gert að greiða 200 þúsund krónur í sekt. Sá hefur aldrei hlotið dóm. Dæmdir fyrir ýmis brot Þróun á raforkumarkaði og staða Orkubús Vestfjarða kallar á endurskoðun á stefnu fyrirtæk- isins. Í ársskýrslu Orkubúsins segir Viðar Helgason stjórnar- formaður að Landsvirkjun hafi boðað að á næstunni verði dregið verulega úr framboði á ótryggðri orku og hækkun verðs í lang- tímasamningum. Ljóst er að orkuverð frá virkjunum fer hækk- andi og segir Viðar að Orkubúið þurfi að auka eigin framleiðslu eins og kostur er og tryggja sér hagkvæma langtímasamninga fyrir því sem á vantar til að hægt sé að mæta þörfum viðskiptavina fyrirtækisins fyrir orku. Vegna hækkandi raforkuverðs segir Viðar fyrirséð að ýmsir smærri virkjanakostir sem fram til þessa hafi ekki verið hagkvæmir, gætu orðið framkvæmanlegir. Hann segir að fyrirtækið þurfi að aðlaga sig að breyttu umhverfi til að geta uppfyllt skyldur sínar betur á næstu árum og segir þörf á ákveðinni endurskoðun á stefnu fyrirtækisins. Nefnir hann í því sambandi skipulag þess, áhersl- ur, markaðsnálgun, verðstefnu, uppbyggingu orkuframleiðslu. Á síðasta ári nam eigin vinnsla Orkubúsins 44,5% af þeirri orku sem skilað var til viðskiptavina fyrirtækisins. – smari@bb.is Orkubú Vestfjarða þarf að endurskoða stefnuna Alls hafa 59 sveitarfélög af 74 hafa sett sér siðareglur og sent innanríkisráðuneytinu til stað- festingar að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Fjögur af þeim fimmtán sveitar- félögum sem ekki hafa innleitt siðareglur eru á Vestfjörðum. Þau eru Bolungarvík, Ísafjarðarbær, Strandabyggð og Súðavíkur- hreppur. Í sveitarstjórnarlögum frá 2011 er kveðið á um skyldu sveitarstjórna að setja sér siða- reglur. Ákvæðið er nýmæli og sett í kjölfar umræðu um siða- reglur kjörinna fulltrúa og mikil- vægi þeirra. Ráðuneytið er kunn- ugt um nokkur sveitarfélög í við- bót hvar undirbúningur að gerð siðareglna er á lokastigi. Siðareglur sem sveitarstjórn setur gilda fyrir fulltrúa í sveitar- stjórn sem og nefndir og ráð sveit- arstjórnar. Reglurnar þurfa stað- festingu innanríkisráðuneytisins og skulu þær birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélaga og þannig aðgengilegar öllum. Í yfirliti ráðuneytisins segir að eftirfarandi sveitarfélög eigi enn eftir að setja sér siðareglur og senda til ráðu- neytisins: • Akrahreppur • Bol- ungarvíkurkaupstaður • Gríms- nes- og Grafningshreppur • Hörg- ársveit • Ísafjarðarbær • Reykja- nesbær • Skorradalshreppur• Strandabyggð • Stykkishólms- bær• Súðavíkurhreppur • Sval- barðshreppur • Svalbarðsstrand- arhreppur • Sveitarfélagið Skaga- strönd • Tjörneshreppur • Vest- mannaeyjabær. – smari@bb.is Fjögur sveitarfélög hafa ekki innleitt siðareglur Um miðjan apríl leitaði BB frétta af ráðningu veiðieftirlits- manns í starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði, í kjölfar auglýsingar í febrúar. Í lok mánaðarins lágu fyrir upplýsingar frá Fiskistofu um að ekki verði ráðinn eftirlitsmaður að svo stöddu. Ástæðan var einföld. Af átta umsækjendum um stöðuna uppfylltu þrír skilyrði sem gerð eru til veiðieftirlitsmanna. En kálið varð ekki sopið þótt í ausuna væri komið. Áður en til úthlutunar kom drógu allir þrír umsóknir sínar til baka. Eftir allt sem á undan er gengið í tilvist útibús Fiskistofu á Ísa- firði voru þetta mikil vonbrigði, þegar loksins átti að taka til hendinni. ,,Við viljum svo sannarlega vera með starfsemi fyrir vestan. Nú þurfum við að skoða hvort við auglýsum aftur,“ voru viðbrög fiskistofustjóra. Auglýsum aftur, eða hvað? Um svipað leyti og þessi óvænta staða kom upp funduðu ráðamenn Ísafjarðarbæjar með fiskistofustjóra um framtíð útibús Fiskistofu á Ísafirði. Á fundinum mun hafa komið fram ótvíræður vilji yfirvalda um uppbyggingu útibús á Ísafirði og líklegt væri að lögð yrði áhersla á önnur störf, samhliða veiðieftirliti. Þessu ber að fagna. Ætla verður að efndir fylgi orðum. Um sama leyti átti sér einnig stað fundur bæjaryfirvalda með forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Þar var rætt um möguleika á eflingu útibús stofnunarinnar í Þróunarsetrinu á Ísafirði og auk- ið samstarf við Háskólasetur Vestfjarða. Af því tilefni þykir BB rétt að rifja upp fátt eitt í leiðara BB í febrúar 2004, þar sem fjall- að var um nokkur verkefni (stofnanir) sem vel ættu heima á landsbyggðinni, þar á meðal ,,Miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski“ og ,,Rannsókn á áhrifum veiðarfæra á lífríki hafsins.“ Viðfangsefni sem hljóta að skipta fiskveiðiþjóð eins og Íslendinga miklu máli. Viðfangsefni sem fram til þessa hafa mætt tómlæti yfirvalda. Hafi framgangur þeirra átt sér stað væri fróðlegt að yfirvöld upplýstu, hvenær og hvar? Þótt ekki fáist svar við hvað valdi fráhvarfi umsækjenda um stöðu veiðieftirlitsmanns hér vestra, er spurningin eigi að síður áreitin. En, hvað sem vangaveltum um ástæðurnar fyrir viðsnún- ingi þremenninganna líður, er spurningin sem brennur á Vestfirð- ingum: Hvað gera bændur nú? Það hljóta að finnast menn sem eru tilbúnir að taka slaginn. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.