Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 13.05.2015, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 11 Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað við hátíðlega athöfn í Bláa lóninu fyrir stuttu. Alls fengu 33 verkefni styrk að þessu sinni, þar af tvö vestfirsk. Alls bárust 239 umsóknir um styrki en 35 milljónir króna voru til skiptana. Perlur fjarðarins á Flat- eyri fengu eina milljón króna til markaðssetningar á markaðssetri fyrir Önundarfjörð, samþættingu og samvinnu ferðaþjónustufyrir- tækja í firðinum. Þá fékk Birna Jónasdóttir á Ísafirði 400 þúsund krónur til gerðar viðskiptaáætl- unar fyrir verkefni sitt „færanleg, sjálfbær smáhýsi.“ Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan 1991, en það var þáverandi félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurð- ardóttir, sem hafði frumkvæði að styrkveitingunum. Þeir eru ætlaðir konum sem vinna að góð- um viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveit- inga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsyn- legt að vera með starfandi fyrir- tæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Tvö vestfirsk verk- efni fengu styrki Styttist í fyrsta skemmtiferðaskipið Fyrsta skemmtiferðaskip sum- arsins er væntanlegt til Flateyrar og Ísafjarðar á annan í hvíta- sunnu. Um er að ræða MV Fram sem kemur til Flateyrar um morg- uninn og verður síðan við bryggju á Ísafirði eftir hádegi. Með því verða um 280 farþegar. Þremur dögum síðar Saga Pearl með 450 farþega og 30. maí koma tvö skip, Marco Polo og Sea Spirit, með tæplega 1000 farþega. Fimmtán skip ráðgera komu sína í júní og er MSC Splendida þeirra stærst með 4.363 farþega. Önnur stór skip í júní eru AIDA Luna með 1.339 farþega, Ryndam með 1.627 farþega, Costa Fortuna með 2.720 farþega og Oriana með 2.179 farþega. Tuttugu skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína í júlí og er MSC Splendida þeirra stærst með 4.363 farþega. Af öðrum stórum skipum í júlí má nefna AIDA Luna, Costa Fortuna og Costa Fortuna. Þessi skip koma einnig í júní eins og kemur fram hér að framan. Fimmtán skip eru vænt- anleg í ágúst. Þeirra stærst er Arcadia með 2.628 farþega. Ma- gellan kemur með 1.860 farþega, Ryndam með 1.627 farþega, Rotterdam með 1.800 farþega og Veendam með 1.266 farþega. Í september eru síðan sjö skip væntanleg. Þeirra stærst er Ruby Princess með 3.782 farþega. Einnig koma í september Carrib- bean Princess með 3.622 farþega. og Eurodam með 2.670 farþega. – smari@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.