Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2004, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 07.01.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 Skíðagöngugarpurinn Ólafur Thorlacius Árna- son frá Ísafirði var út- nefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar annað árið í röð í hófi sem Af- reks- og styrktarsjóður Ísafjarðarbæjar og Hér- aðssamband Vestfirðinga héldu í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á laugardag. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafur hlýtur nafnbótina en hann var fyrst útnefnd- ur árið 1999. Fjórtán íþróttamenn voru tilnefnd- ir og hlutu þeir allir viður- kenningu. Að sögn Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Ísafjarð- arbæjar, hefur hófið aldrei verið svo vel sótt en um 170 manns fylgdust með athöfninni og þáðu glæsi- legar veitingar sem voru framreiddar af Skíðafélagi Ísfirðinga. Alls voru veittar um 160 viðurkenningar m.a. til verðlaunahafa á Unglingalandsmóti UMFÍ á Ísafirði, síðasta sumar. Afreks- og styrktarsjóður veitti fimm styrki. Auk Ólafs hljóta kollegar hans úr Önundarfirði þeir Markús Þór Björnsson og Jakob Einar Jakobsson hver um sig 100 þúsund krónur. Þá fá knattspyrnu- mennirnir Birkir Sverris- son og Matthías Vilhjálms- son 50 þúsund króna styrk hvor. Áður hafði sjóðurinn veitt Söru Pálmadóttur í KFÍ 50 þúsund króna styrk og Laufeyju Björk Sigmundsdóttur, blakkonu í Höfrungi á Þingeyri, sömu upphæð. Alls fengu því sjö íþróttamenn styrki úr sjóðnum vegna ársins 2003. – kristinn@bb.is Ólafur Th. Árnason íþróttamað- ur Ísafjarðarbæjar í þriðja sinn Ólafur Th. Árnason í hópi tilnefndra. Fjölmenni sótti hófið. Ólafur Th. Árnason tekur við viðurkenningunni úr hendi Birnu Lárusdóttur. Boðið var upp á veglegar veitingar. Á föstudag varð Hall- dór Hermannsson, skipstjóri og hafnar- vörður á Ísafirði, sjö- tugur og bauð vinum og vandamönnum til veislu í Oddfellow-húsinu á Ísa- firði um kvöldið. Þar mætti fjölmenni til þess að samfagna afmælisbarninu enda hefur Halldór víða komið við í lífinu. Ljós- myndari bb.is kom þar við og tók meðfylgjandi mynd- ir. Fleiri myndir munu birtast á ljósmyndavef bb.is í vikunni. – hj@bb.is Fjölmenni samfagnaði Halldóri Hermannssyni Halldór Hermannsson ásamt eiginkonu sinni Katrínu Gísladóttur. Sigurður Sveinsson ýtu- og brennustjóri og eiginkona hans Gerður Pétursdóttir. Konráð Eggertsson og Einar Hreinsson í þungum þönkum. Halldór Hermannsson er með pólitískari mönnum enda voru Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins og Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri flokksins mætt í veisluna. 01.PM5 12.4.2017, 09:004

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.