Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 07.01.2004, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 07.01.2004, Qupperneq 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Fréttasíminn er 456 4560 · www.bb.is – daglegar fréttir á netinu Bylgjan mótmælir Á aðalfundi skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum sem haldinn var á gamlárs- dag var samþykkt að mót- mæla harðlega áformum fjármálaráðherra að fella niður sjómannaafslátt. Í samþykkt félagsins er bent á að sjómannaafslátturinn hafi verið mikið skertur frá því hann var upphaf- lega settur á. Einnig bendir félagið á að sjómenn einir stétta greiði skatt af fæðis- peningum sínum meðan aðrar stéttir launþega sem fá dagpeninga greidda þurfi ekki að greiða skatta af þeim. – hj@bb.is Áramótin voru tíðinda- lítil á sjúkrahúsinu á Ísa- firði að sögn Þorsteins Jó- hannessonar yfirlæknis. Aðspurður um hvort brunasár eða áverkar af völdum skotelda hafi kom- ið inn á borð hjá starfsfólki sjúkrahússins segir hann að sem betur fer virðist menn vera orðnir varkár- ari við áramótagleðina. „Áramótin voru mjög ró- leg. Menn eru greinilega farnir að fara betur með þessa hluti eins og við höf- um lengi beðið um“, sagði Þorsteinn. – kristinn@bb.is Engin slys Flugeldasala gekk mjög vel fyrir áramótin að sögn Jóhanns Bærings Pálma- sonar hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar en félagið stóð ásamt Björgunarsveitinni Tindum fyrir flugeldasölu á Ísafirði. „Salan er með því mesta sem við höfum séð og við erum afskaplega þakklátir bæjarbúum fyrir stuðninginn.“ sagði Jóhann Bæring. Félögin voru með flugeldasýningu við ára- mótabrennurnar í Hnífs- dal og á Ísafirði og gengu þær mjög vel. – hj@bb.is Góð flug- eldasala Einar Kristinn Guðfinsson, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjávarútvegsmálin rædd í aukn- um mæli samhliða byggðaþróun „Ég spái því að umræðan um sjávarútveg verði miklu meira áberandi samhliða um- ræðu um byggðaþróun“, segir Einar K. Guðfinnsson, þing- maður í Norðvesturkjördæmi og þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, aðspurður um átakalínur í stjórnmálunum á næsta ári. „Sú umræða sem fram fór í haust um línuívilnun og sú um- ræða sem núna fer fram vegna áforma um að selja sjávarút- vegshluta Eimskips sýnir að alls staðar er mönnum ljóst samhengi sjávarútvegsins, fiskveiðiréttarins og byggða- þróunar. Jafnvel í öflugum byggðum eins og Akureyri, sem styðst við margbrotna at- vinnustarfsemi og er kvóta- sterkasta byggðalag landsins, þar er mönnum ljós þýðing öflugs sjávarútvegs fyrir bygg- ðina þar“, segir Einar Kristinn. Hann segir alþingskosning- ar í nýju kjördæmi síðasta vor vera minnisstæðar. Kosninga- baráttan hafi verið nýstárleg og á margan hátt mjög erfið vegna landfræðilegs umfangs. „Baráttan var mjög spennandi og átakamikil í okkar kjör- dæmi sem m.a. helgaðist af því að það var mjög tekist á um sjávarútveginn. Út af fyrir sig er það ekki nýtt fyrir vest- firska þingmenn en sú umræða varð meiri en flestir ætluðu í upphafi. Ég tel að kosningarnar hafi undirstrikað andstöðu við fyrningarleiðina en um leið að fiskveiðistjórnun í landinu verði að taka mið af hagsmun- um byggðanna. Að mörgu leyti hefur fram ákveðið upp- gjör varðandi þær spurningar sem fyrningaleiðin vakti og mönnum er ljóst að sú leið dugði a.m.k. ekki fyrir byggð- irnar í landinu.“ Einar segir mjög spennandi Einar Kristinn Guðfinnsson. tíma framundan þar sem þjóð- in sé á hraðri leið í mikla lífs- kjarasókn. „Það er að verða gríðarleg uppbygging í stór- iðju í landinu, í fyrsta sinn fjarri höfuðborgarsvæðinu. Í tengslum við stækkun álvers- ins á Grundartanga jafnframt, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir suðurhluta hins nýja Norðvesturkjördæmis, þá reynir auðvitað heilmikið á hagstjórnina í landinu. Miklu máli skiptir að við nýtum þá uppsveiflu til hagsbótar fyrir allt landið og ekki síst norð- vesturhornið sem er augljós- lega afskipt í þeirri beinu inn- spýtingu fjármagns sem verð- ur í tengslum við stóriðjuupp- bygginguna. Á okkar svæði eru auðvitað til staðar heilmiklir möguleik- ar, ekki síst í grundvallarat- vinnuvegunum og í ferðaþjón- ustu svo dæmi séu tekin. Ég er þeirrar skoðunar að það lag sem skapast með aukinni þenslu og fleiri störfum eigi að nota til að færa opinber störf út á landsbyggðina og þá sérstaklega á svæðin sem ekki njóta fjárfestinga í stóriðju. Þegar uppsveiflan hefst fyrir alvöru og fleiri störf verða til m.a. á höfuðborgarsvæðinu verður auðveldara en ella að færa til opinber störf og það eigum við hiklaust að gera. Þannig beitum við ríkisvald- inu, stærsta vinnuveitanda landsins, með beinum hætti til atvinnusköpunar á þeim svæðum sem sérstaklega þurfa á því að halda“, sagði Einar Kristinn. – kristinn@bb.is Áramótin fóru vel fram Áramótin fóru vel fram í byggðum Vestfjarða sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Áramótabrenn- ur voru víðast hvar í byggðum á norðanverð- um Vestfjörðum, m.a. á Langeyri við Súðavík, í Hnífsdal, á Þingeyrar- odda, við gamla flugvöll- inn í Bolungarvík og við Hauganes í Skutulsfirði og var fjölmenni á þeim flestum. Ljósmyndari blaðsins tók meðfylgjandi myndir á áramótabrenn- unni á Hauganesi sem og þegar nýja árið gekk í garð. Bæjarins besta óskar lesendum sínum nær og fjær, gleðilegs árs með þakklæti fyrir það liðna. Siglingasamband Íslands útnefndi fyrir áramótin, Bol- víkinginn Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson sem ræðara árs- ins. Útnefningin fór fram á Grand Hótel í Reykjavík sam- hliða kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2003. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar í 28 íþrótta- greinum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sveinbjörn Hrafn er vel að við- urkenningunni kominn en þrátt fyrir að vera aðeins tví- tugur að aldri er hann þegar kominn í fremstu röð kajak- ræðara landsins. Sveinbjörn Hrafn var út- nefndur íþróttamaður Bolung- arvíkur fyrir árið 2002 og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Sveinbjörn Hrafn útnefndur ræðari ársins Sveinbjörn Hrafn Kristjáns- son, ræðari ársins að mati Siglingasambandsins. 01.PM5 12.4.2017, 09:0016

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.