Bæjarins besta - 07.01.2004, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004
> Sýn: 11. janúar kl. 15:50
Viðureignir Englandsmeist-
ara Manchester United og
Newcastle eru oftast bráð-
fjörugar. Stundum rignir
mörkum eins og t.d. í rimmu
liðanna á Old Trafford í
fyrra. Þá höfðu Rauðu djöfl-
arnir betur, 5-3, í frábærum leik. Enginn lék þá betur en
Ruud van Nistelrooy sem skoraði þrennu. Newcastle hóf
leiktíðina illa en hefur hægt og bítandi unnið á.
Stórleikur í enska boltanum
> Stöð 2: 9. janúar kl. 20:30
Fjórir söngvarar eru eftir í
Idol – Stjörnuleit og einn
þeirra kveður í Vetrargarð-
inum í kvöld. Áður en úrslit-
in verða ljós bregða meðlim-
ir Svínasúpunnar á leik.
Þetta eru nýir grínþættir í
leikstjórn Óskars Jónassonar. Meðal leikenda eru Auðunn
Blöndal Kristjánsson (Auddi), Sverrir Sverrisson (Sveppi),
Pétur Jóhann Sigfússon, Sigurjón Kjartansson og fleiri.
Idol - Stjörnuleit og Svínasúpan
> Sýn: 7. janúar kl. 19:45
Viðureignir Chelsea og
Liverpool eru jafnan hin
besta skemmtun en Chelsea
hefur haft vinninginn í síð-
ustu leikjum. Liðin mættust
á Anfield í ágúst sl. og höfðu
þá Eiður Smári og félagar
betur, 2-1. Chelsea vann líka á Stamford Bridge í fyrra
með sömu markatölu. Róður Liverpool verður því þungur
í Lundúnum í kvöld.
Eiður og félagar fá Liverpool
Helgarveðrið
Horfur á fimmtudag:
Austan og suðaustan
8-13 m/s, en hægari síð-
degis. Skýjað með köflum
og skúrir sunnan- og
austantil. Hiti 2-9 stig.
Horfur á föstudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s og
skúrir eða él, en bjartviðri
með köflum vestanlands.
Kólnandi veður.
Horfur á laugardag:
Austlæg átt, 3-8 m/s og
skúrir eða él, en bjartviðri
með köflum vestanlands.
Kólnandi veður.
Horfur á sunnudag:
Norðaustlæg átt og él
víða um land. Hiti nálægt
frostmarki.
Spurningin
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Aðeins
er tekið við einu svari frá hverri
tölvu. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Hvaða væntingar
berðu til ársins 2004?
Alls svöruðu 303.
Góðar sögðu 244
eða 81%
Slæmar sögðu 14
eða 5%
Engar sögðu 45
eða 15%
Kirkjustarf
Ísafjarðarkirkja:
Fjölskylduguðsþjónusta
sunnudaginn 11. janúar
kl. 13:00.
Útnefndur bæjarlista-
maður Ísafjarðarbæjar
Jón Sigurpálsson,
myndlistarmaður og safn-
vörður, var útnefndur
bæjarlistamaður Ísafjarð-
arbæjar árið 2003 í hófi
sem fram fór í Stjórnsýslu-
húsinu á Ísafirði 30. des-
ember sl. þar sem saman-
komnir voru fulltrúar sveit-
arfélagsins, fyrrverandi
bæjarlistamenn og fjöl-
skylda Jóns. Birna Lárus-
dóttir, forseti bæjarstjórn-
ar, afhenti listamanninum
verðlaunagrip eftir Dýr-
finnu Torfadóttir gullsmið
og ávísun upp á 250.000
krónur. Jón er einn af
stofnendum Myndlistar-
félagsins á Ísafirði og má
finna sköpunarverk hans
víða um Vestfirði. Þá þykir
hann hafa unnið óeigin-
gjarnt starf í þágu safna-
mála á svæðinu sem
forstöðumaður Byggða-
safns Vestfjarða og starfs-
maður Listasafns Ísa-
fjarðar. Jón Sigurpálsson
er fæddur og uppalinn í
Reykjavík en hefur búið á
Ísafirði síðustu tvo ára-
tugina ásamt eiginkonu
sinni, Margréti Gunnars-
dóttur píanókennara.
Þetta er í fjórða sinn sem
bæjarlistamaður Ísafjarð-
arbæjar er útnefndur en
áður hafa borið nafn-
bótina Harpa Jónsdóttir
rithöfundur og kennari
árið 2002, Vilberg Vil-
bergsson rakari og tón-
listarmaður árið 2001 og
Jónas Tómsson tónskáld
árið 2000. – kristinn@bb.is
Jón Sigurpálsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar og Margrét Gunnarsdóttir ásamt börnum sínum, Gunnari og Rannveigu.
Hnífsdalskapella:
Sunnudagaskóli 11. jan-
úar kl. 11:00.
eftir kvöldi. Dansleikurinn
þótti takast ákaflega vel en
hann er ein helsta fjáröflun
Zontaklúbbsins. Ágóðinn
rennur til málefna sem
Zonta hefur tekið upp á
arma sína m.a. menntunar
kvenna og baráttunnar
gegn ofbeldi á konum. Kátt
var í höllinni eins og sjá má
á meðfylgjandi myndum.
– kristinn@bb.is
Fjölmenni sótti hinn ár-
lega vínardansleik Zonta-
klúbbsins Fjörgynjar sem
haldinn var í sal frímúrara á
Ísafirði að kvöldi nýársdags.
Gestir gæddu sér á léttum
veitingum en Vagnsbörnin
frá Bolungarvík sáu um
skemmtiatriði og tónlistar-
flutning. Þá léku Baldur
Geirmundsson og Margrét
Geirsdóttir fyrir dansi fram
Fjölmenni sótti Vínardansleik
Zontaklúbbsins Fjörgynjar
01.PM5 12.4.2017, 09:0014