Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 5

Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 5 hafði verið í og sótti um vist þar og komst inn.“ – Var þetta skemmtileg reynsla? „Já, virkilega. Nemendur- nir bjuggu á skólanum svo maður kynntist mörgum Dönum og náði góðum tök- um á dönskunni.“ – Síðan er markið sett á útskrift af félagsfræðibraut Menntaskólans á Ísafirði næsta haust. Á hvað er stefn- an sett í framtíðinni? „Mig langar til að vera í skapandi fagi og er jafnvel að hugsa um að setja markið á innanhússarkitektúr. Þá myndi ég stefna á nám í Listaháskóla Íslands.“ Eftirvænting og kvíði – Hvernig reynsla er það að taka þátt í fegurðarsam- keppni? Var það skemmti- legt? „Já, það fannst mér. Þetta var mjög góður félagsskapur. Ég bý úti í sveit og þar er náttúrlega ekki mikil mann- mergð svo að mér fannst fegurðarsamkeppnin gott tækifæri til að kynnast nýju fólki, læra að koma fram og byggja upp sjálfstraustið.“ – Var stefnan sett á að vinna keppnina? „Þegar maður tekur þátt í keppni er náttúrlega alltaf stefnt á að vinna. En ég hefði verið mjög ánægð sama hvernig hefði farið. Þetta var mjög góður hópur og frábærar stelpur sem ég kynntist.“ – Það vakti líka eftirtekt að dómnefndin ákvað að velja þrjá fulltrúa til þátttöku í keppninni Ungfrú Ísland... „Okkur fannst það mjög ánægjulegt. Fyrir vikið verð- um við með góðan hóp sem mætir til leiks í Reykjavík 29. maí fyrir hönd Vest- fjarða. Síðustu tvær vikurnar fyrir keppnina er stanslaus undirbúningur hjá okkur fyr- ir sunnan allt fram á úrslita- kvöldið.“ – Finnurðu fyrir keppnis- fiðringi? „Já, ég er svolítið spennt og pínulítið kvíðin – maður má samt passa sig að taka svona hluti ekki of alvarlega. Um að gera að hafa gaman af þessu“, sagði Margrét Magnúsdóttir fegurðar- drottning frá Hóli í Önundar- firði, sem keppir ásamt tveimur öðrum vestfirskum stúlkum, þeim Ólafíu Krist- jánsdóttur og Önnu Birtu Tryggvadóttur, um titillinn Ungfrú Ísland. – kristinn@bb.is Byggðakjarni Vestfjarða ekki eingöngu bundinn við Ísafjörð Stefnubreytingin kom sveitar- stjórnarmönnum í opna skjöldu Töluverður órói hefur skap- ast í kjölfar bréfs Sturlu Böðv- arssonar, fyrsta þingmanns Norðvesturkjördæmis til bæj- arstjóra Ísafjarðarbæjar þar sem lýst er skoðunum þing- manna kjördæmisins á því hvernig skilgreina skuli hugs- anlegan byggðakjarna á Vest- fjörðum. Svo virðist sem að skilgreining þingmannanna sé önnur en hefur verið rædd í opinberum tillögum í byggða- málum á undanfönum árum. Á fundi bæjarráðs Ísafjarð- arbæjar í síðustu viku var lagt fram bréf frá Sturlu þar sem hann fer yfir nokkur mál í framhaldi af fundi þingmanna kjördæmisins og bæjaryfir- valda á Ísafirði þann 1.mars í vetur. Í bréfinu ræðir Sturla þessi mál í sex liðum. Í síðasta lið bréfsins segir Sturla: „Þing- menn leggja ríka áherslu á að skilgreining á byggðakjarna, sem nefnd hefur verið, nái til allra sveitarfélaga á norðan- verðum Vestfjörðum.“ Í setningunni felst óneitan- lega töluverð stefnubreyting þar sem hingað til hefur verið rætt um Ísafjörð sem byggða- kjarna í byggðamálum á Vest- fjörðum. Í byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem unnin var að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum var Ísafjarðarbær nefndur sem byggðakjarni en oftast hefur Ísafjörður verið nefndur sem byggðakjarni líkt Sturla Böðvarsson. Halldór Halldórsson. Magnús Reynir Guðmundsson. Kristinn H. Gunnarsson. og Akureyri. Samkvæmt heimildum blaðsins kom þessi stefnu- breyting sveitarstjórnarmönn- um á svæðinu í opna skjöldu. Samkvæmt henni er ekki leng- ur talað um Ísafjörð eða Ísa- fjarðarbæ eingöngu heldur einnig Súðavíkurhrepp og Bolungarvík sem byggða- kjarna. „Þarna má sjá fingraför þingmanna úr Bolungarvík“, sagði sveitarstjórnarmaður á Vestfjörðum sem blaðið ræddi við. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, segir að skilgreiningin á byggðakjarna í bréfi Sturlu hafi komið hon- um mjög á óvart. „Ég hélt að það væri alveg klárt að bygg- ðakjarnaskilgreiningin væri til og hefði verið til í tillögum nokkurra aðila svo sem í áliti byggðanefndar Sambands sveitarfélaga, meirihlutaáliti iðnaðarnefndar Alþingis og í byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Þetta atriði var eitt af því sem ég taldi að væri alveg á hreinu og nú vantaði bara útfærslur til þess að koma öllum þeim hugmyndum í framkvæmd sem ræddar hafa verið. Ég er hræddur um að þessi nýja skilgreining verði til þess að drepa málinu á dreif og tvístra kröftum heimamanna.“ Magnús Reynir Guðmunds- son, bæjarfulltrúi í Ísafjarðar- bæ, segir að það hljóti öllum að vera ljóst að ef það eigi að bjarga málum á landsbyggð- inni þá verði stjórnvöld að grípa í taumana og marka stefnu sem byggir upp ákveð- na staði ekki síst hér á Vest- fjörðum og sjá svo hvað komi í kjölfarið á öðrum stöðum. „Það er ljóst að landsbyggðin er að flosna upp og því verða stjórnvöld að hafa markvissa stefnu og ekki dreifa kröftun- um um of. Mér finnst að með þessari stefnubreytingu sé ver- ið að þynna út byggðaáætlun- ina sem hér var gerð og með því er verið að tefja fyrir mál- inu. Um þetta var mótuð ein- róma stefna sveitarstjórnar- manna á Vestfjörðum og þing- menn eiga að sjá sóma sinn í því að standa við bakið á okkur í þessari vinnu. Með þessari stefnubreytingu er verið að skapa ósætti að óþörfu.“ Sturla Böðvarsson segir að byggðakjarninn hafi ekki verið skilgreindur fyrr og þingmenn telji nauðsynlegt að sveitarfé- lögin sameinist um skilgrein- ingu á byggðakjarna og í því ljósi voru skilaboðin send. Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður, segir það sitt álit að ekki hafi eingöngu verið átt við Ísafjörð þegar rætt var um eflingu byggðakjarna á Vestfjörðum. „Byggðakjarninn er hugs- aður sem kjarni fyrir hvert svæði þannig að ekki sé hægt að horfa á málin út frá einum firði. Höfuðborgarsvæðið er ekki bara Reykjavík svo dæmi sé nefnt. Með þessari setningu í bréfinu er því verið að leggja áherslu á svæðið í heild og að horft verði vítt yfir sviðið. Um það var samstaða í þingmanna- hópnum. Það er mjög áríðandi að svæðin á Vestfjörðum reki ekki í sundur í byggðaumræð- unni. Það er ekki ætlunin að allt byggist upp á fáum stöðum á landsbyggðinni“, sagði Kristinn. – hj@bb.is Ísafjörður. 21.PM5 12.4.2017, 10:115

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.