Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 8

Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 20048 Hamingjan er viðhorf Hún er þekkt sem Anna Sigga og þá stundum Annska. Segist ekki einu sinni ansa þegar hún er kölluð Anna, því hún tengi það ekki við sig. Hún fór að heiman 14 ára göm- ul til að setjast á skólabekk í Reykjanesi, því hún var að eigin sögn vandræðaunglingur og uppreisnargjörn. Síðan hef- ur hún komið víða við og hefur nú slegið sitt persónulega met í viðveru á einum stað, því nú eru árin orðin þrjú sem hún sennilega það erfiðasta sem ég hef unnið við“, segir Anna Sigga og hlær dátt. „Þannig var nefnilega að það eru næst- um engar lyftur í Danmörku. Ég var á þeim tíma 90 kíló og stundum þurfti ég að rogast með dönsku blöðin, sem eru eins og símaskrár, upp einar sex hæðir. Ég er eiginlega „frílansari“ eða í lausamennsku af lífi og sál. Það hentar mér mjög vel að takast á við ný verkefni og geta lært og þroskast af þeim. Nú virðast skipulagsstörfin sækja að mér. Til dæmis var ég framkvæmdastjóri Skíða- vikunnar um páskana. Það er í raun mjög spaugilegt því að ég er ekki þessi skipulagða týpa að eðlisfari og þarf virki- lega að leggja mig fram við að vera öguð og skipulögð. Annars ólst maður upp við það að fara strax út að vinna 12 ára gömul með skóla – það var bara raunveruleikinn þá. Meðan vertíðin stóð yfir áttu allir sem vettlingi gátu valdið að drífa sig niður í fiskvinnslu til að salta fisk. Þó að mér finnist ég hafa verið unglingur í gær er ótrúlega margt breytt fimm dögum, geri aðrir betur – það var mjög gaman að ferð- ast með Dimmu. Þegar tækifærið bauðst að taka þátt í Ísuðum gellum, þá ætlaði ég nú ekki að nenna því alveg strax. Sem betur fer sló ég nú til á endanum og það var mjög góð og skemmtileg lífs- reynsla enda eru stúlkurnar góðar vinkonur mínar. Ingrid Jónsdóttir sem leikstýrði sýn- ingunni var vel með á nótunum enda lék hún eina persónuna þegar leikritið var sett upp í Iðnó 1989. Ég rétt náði í skottið á ver- búðalífinu sem fjallað er um í leikritinu. Það var heima í Ólafsvík frá 12 til 15 ára aldurs og þegar ég kom til Bolungar- víkur 16 ára gömul til að vinna í fiski. Leikritið er ekki svo fjarri lífsstílnum sem var hjá fólkinu sem bjó í verbúð hér í denn.“ Blaðaburður erfiðastur „Ég hef komið víðs vegar við á lífsleiðinni og unnið við næstum hvað sem er. En blaða- burður í Kaupmannahöfn er hefur búið á Ísafirði. Anna Sigga er ófeimin að ræða skoð- anir sínar og lífssýn. Hún hefur líka frá heilmörgu að segja. Blaðamaður Bæjarins besta skrapp í kaffi til glaðlyndu fjöllistakonunnar og fékk inn- sýn í brot af viðburðaríku lífi Önnu Siggu. Ætlaði að verða leikkona „Þegar ég var lítil ætlaði ég alltaf að verða leikkona. Ég starfaði aðeins með leikklúbb- um í Ólafsvík og í Bolungarvík en þegar ég varð eldri fann ég að þetta yrði ekki atvinna mín. Það er mjög skemmtilegt að geta gripið í leiklistina af og til en nú er það bara áhugamál. Ég setti nú samt upp einleik sem ég ferðaðist með um land- ið. Hann heitir Skilaboð til Dimmu, eftir Elísabetu Jökuls- dóttur. Mér bara datt í hug einn morguninn að ráðast í svona verkefni og hringdi í Elísabetu til að spyrja hvort að hún ætti ekki einleik í han- draðanum. Hún átti Dimmu og kom til mín á Snæfellsnes. Við settum leikritið upp á Anna Sigríður Ólafsdóttir er merkileg kona. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðl- ast lífsreynslu sem gæti vel rúmast á mörg- um æviskeiðum. Hún hefur ferðast um heim- inn og heimsótt um 50 lönd. Henni er margt til lista lagt og hún er óhrædd að takast á við ögrandi verkefni. Hún er opinská, lífsglöð og nýaldarsinni – kona sem nýtur lífsins til fulls. Virkur nemandi í skóla lífsins og heimsborgari sem fann sér samastað á Ísa- firði þar sem hún býr ásamt sambýlismanni sínum Úlfi Úlfarssyni. Þrátt fyrir að hafa slitið barnsskónum í Ólafsvík lítur hún á sig sem Vestfirðing enda á hún ættir að rekja til Vestfjarða. Ísfirðing- ar ættu að vera farnir að þekkja Önnu Siggu ansi vel því hún hefur verið áberandi í menningarlífi bæjarins. Meðal annars lék hún í leikritinu Ísuðum gellum, sem vakti mikla lukku á nýárinu, var framkvæmda- stjóri Skíðavikunnar og margt, margt fleira. síðan þá. Nú er ekki sjálfsagt að 12 ára krakkar fari að vinna, nema síður sé. Þetta er svo fljótt að breytast.“ Æskudraumur að rætast „Þegar ég var stelpa langaði mig alltaf í hest og ég grét fögrum tárum af því að pabbi og mamma vildu ekki gefa mér hest“, segir Anna Sigga hláturmild að vanda. „Nú er ég að láta drauminn rætast og er með hest í hesthúsunum úti í Hnífsdal. Hann heitir Nói og er æðislegur. Ég missi allt tímaskyn þegar ég fer í hest- húsið. Mér finnst ég vera ný- komin inn úr dyrunum og er bara að dunda mér við að kemba Nóa, gefa og moka skít og allt í einu eru fjórir tímar liðnir. Mér finnst æðislegt að finna slíka jarðtengingu, bara það að vera inni í hesthúsi og anda að sér lyktinni – þetta er svo mikil nálægð við náttúr- una.“ Menning og náttúra „Í sumar verð ég meðal ann- 21.PM5 12.4.2017, 10:118

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.