Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 3

Bæjarins besta - 26.05.2004, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 3 Birgitta ráð- in til bæjarins Birgitta Baldursdóttir, íþróttafræðingur og bókari, hefur verið ráðin í starf full- trúa á fjármálasviði Ísafjarð- arbæjar. Tveir sóttu um stöð- una, Birgitta og Pálína Garð- arsdóttir sem gegndi áður stöðu gjaldkera hjá Ísafjarð- arbæ en henni var sagt upp störfum í vetur og gjaldkera- starfinu breytt. Umrædd staða komst mjög í fréttir í vetur þegar hún var auglýst og í hana ráðinn starfsmaður sem síðar upplýstist að hafði enga starfsreynslu. Í kjölfar- ið var öllu vinnulagi við mannaráðningar hjá Ísafjarð- arbæ breytt. Sverrir verði ráðinn Fræðslunefnd Ísafjarðarbæj- ar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að Sverrir Kristinsson verði ráðinn í stöðu skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar. Þetta kom fram á fundi fræðslunefndar nú fyrir skemmstu. Tvær umsóknir bárust um stöðuna frá Sverri sem verið hefur skólastjóri Brúarárskóla og Finni Magnúsi Gunnlaugs- syni, kennara á Akureyri. Vigdís Garðarsdóttir sem verið hefur skólastjóri Grunnskóla Önundarfjarðar síðustu ár sagði upp í vetur. Fær 100 þús- und í styrk Ísafjarðarbær hefur veitt Skíðafélagi Ísafirðinga 100 þúsund króna styrk í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Ákvörðun þess efnis var til- kynnt á fundi bæjarráðs fyrir stuttu. Skíðafélag Ísfirðinga var stofnað árið 1934 og hef- ur tímamótanna verið minnst með margvíslegum hætti. Skíðaíþróttin hefur gegnt veigamiklu hlutverki í bæj- arlífinu allan þann tíma og hefur félagið alið af sér marga afreksmenn, m.a. fjöl- marga ólympíufara og Ís- landsmeistara. Keppni í þriðju deild Íslandsmótsins í knattspyrnu hófst um liðna helgi þegar lið ÍH kom vestur, lék tvo leiki og vann þá báða. Á laugardag léku lið ÍH og lið Boltafélags Ísafjarðar og lauk leiknum með sigri ÍH sem skoraði tvö mörg gegn einu marki heimamanna. Á sunnudag mættust síðan Bolvíkingar í UMFB og ÍH og lauk leiknum með sigri ÍH sem skoraði fimm mörg gegn tveimur mörkum Bolvíkinga. Tap í fyrstu leikjum BÍ og UMFBStaðarkirkja í Aðalvík er100 ára. Kirkjan var byggð árið 1904 en þá var torfkirkja sem reist var á milli 1850- 1860 orðin illa farin og hálf- hrunin. Síðasti sóknarprestur Sléttuhreppinga var séra Finn- bogi L. Kristjánsson. Hann lét af störfum árið 1945 og sjö árum seinna lagðist hreppur- inn í eyði. Kirkja hefur verið í Aðalvík frá því á miðöldum og í ka- þólskri tíð var hún helguð Mar- íu guðsmóðir og Pétri postula. Til er máldagi kirkjunnar frá 1282 sem Árni biskup setti og á 15. öld mun kirkjujörðin hafa verið í eigu Vatnsfjarðar- Kristínar. Andrea Harðardótt- ir, sagnfræðingur, segir lítið vitað um kirkjuhúsin sjálf í gegnum tíðina en í Vatnsfjarð- arannál er minnst á torfkirkj- una að Stað árið 1651. Laugardaginn 26. júní ætla átthagafélög Sléttuhrepps í Reykjavík og á Ísafirði, að halda upp á 100 ára afmæli kirkjunnar. Messað verður kl. tvö þennan dag og að athöfn lokinni verður kirkjukaffi á prestssetrinu, sem séra Runólf- ur Magnús Jónsson lét reisa árið 1909 og var nýlega gert upp. Um kvöldið verður svo dansað í skólanum að Sæbóli. – thelma@bb.is Staðarkirkja í Aðalvík. Staðarkirkja í Aðalvík 100 ára SUMARSTARF HJÁ FUNA Á gámasvæði við Funa vantar starfs- mann til afleysinga í sumar. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 894 5959. Þorskafjarðarheiðin hef- ur verið opnuð bílaumferð eftir að mokað var í gegn- um snjóskafla á heiðinni í gær. Að sögn Jóns Harðar Elíassonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólma- vík, er ástand hennar furðugott miðað við árs- tíma. „Á næstu dögum munum við reyna að hefla yfir stærstu holurnar og eftir það verður hún þokkalega fær en fyrst um sinn verður fimm tonna öxulþungatakmörkun á veginum“, segir Jón Hörð- ur. Þorskafjarðarheiði er sem kunnugt er fjölfarinn sumarvegur og víst að margur ferðalangurinn kætist við opnun hennar þrátt fyrir að hún verði seint talin með betri vegum. Þorskafjarðarheiði opnuð Kvikmyndaleikari fær andlits- lyftingu í tilefni þrítugsafmælis Einn af fallegustu bílum Ísa- fjarðar hefur að undanförnu verið tekinn í gegn í tilefni þess að hann er orðinn þrjátíu ára gamall. Um er að ræða Mercedes Benz 280 SE í eigu fyrirtækis Magnúsar Hauks- sonar. Jónas Skúlason í Súða- vík hefur að undanförnu unnið við að sprauta bílinn og er hann nú sem nýr. Á þrjátíu árum hafa eigend- ur bílsins aðeins verið þrír. Björgvin Vilmundarson, þá- verandi bankastjóri Lands- banka Íslands, keypti bílinn nýjan. Árið 1977 seldi Björg- vin bílinn til Ásgeirs Guð- bjartssonar, skipstjóra, sem átti bílinn til ársins 2000 þegar fyrirtæki Magnúsar eignaðist hann. Bíllinn hefur aðeins ver- ið ekinn um 150.000 km og þar af einungis 50.000 km á núverandi vél. Segja má að bíllinn hafi öðlast mikla frægð þegar hann „lék“ sem leigubifreið í kvik- Eins og sjá má er bílinn glæsilegur eftir fegrunaraðgerðina. myndinni um Nóa albínóa sem tekin var á Vestfjörðum. Í bíln- um er bensínvél en þar sem flestir leigubílar eru með die- selvélar var hljóðrás myndar- innar breytt svo bíllinn hljóm- aði sem dieselbíll. Magnús Hauksson segir bíllinn einstaklega skemmti- legan í akstri eins og títt er um bíla af þessari gerð. „Hann líður um þjóðvegina og það er eins og maður sitji á töfra- teppi“, sagði Magnús þegar hann lýsti bílnum. Eins og áður sagði hafa aðeins þrír átt bílinn frá upphafi en nú er útlit fyrir að sá fjórði bætist í hópinn því Magnús segir bílinn falan fyrir rétt verð. „Nú þegar hann er orðinn sem nýr finnst mér rétt að fleiri fái hans notið og því er hann falur.“ – hj@bb.is Magnús Hauksson undir stýri á glæsibifreiðinni. Tilboð í uppgræðslu snjóflóðavarna hagstætt Framkvæmdasýsla ríkis- ins metur tilboð Vesturvéla ehf. á Ísafirði í uppgræðslu snjóflóðavarnargarða við Seljaland í Skutulsfirði hag- stætt. Fram kemur í bréfi Framkvæmdasýslunnar til Ísafjarðarbæjar að eftir at- hugun á fjárhagsstöðu og reyn- slu Vesturvéla ehf. hafi ekkert komið í ljós sem mæli gegn fyrirtækinu sem verktaka við framkvæmdirnar. Tilboð Vesturvéla hljóðaði upp á kr. 24.979.525 og er það um hálfu prósentustigi yfir kostnaðaráætlun verkkaupa sem hljóðaði upp á kr. 24.836.500. Þrír verktakar skiluðu inn tilboði í verkið og voru þau opnuð hjá Ríkiskaup- um 4. maí. Af innsendum til- boðum reyndist Ásel ehf. á Ísafirði vera lægst með kr. 17.544.300 eða 70,6% af kostnaðaráætlun og næst læg- stir voru Hólmar Guðmunds- son í Mosfellsbæ og Jarðkraft- ur ehf. í Kópavogi sem buðu kr. 19.062.250 eða 76,7% af kostnaðaráætlun. Tilboðin töldust hins vegar bæði ógild. Um er að ræða uppgræð- slu á 650 metra löngum garði, samsvarandi flóðafar- vegi og 14 keilum auk upp- græðslu raskaðs svæðis, alls um 15 hektara.Verkinu skal lokið fyrir 1. september árið 2006. – kristinn@bb.is 21.PM5 12.4.2017, 10:113

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.