Bæjarins besta - 26.05.2004, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 200412
STAKKUR SKRIFAR
Kjarni byggðar
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Smáauglýsingar
Til leigu er 3ja herb. íbúð á eyr-
inni á Ísafirði. Upplýsingar í síma
694 6810.
Miðill á Ísafirði! Valgarður Ein-
arsson miðill verður á Ísafirði frá
27. maí til 1. júní. Tímapantan-
ir í síma 456 4245.
Hefur þú séð Trek hjólið mitt?
Því var stolið fyrir utan Mennta-
skólann á Ísafirði fyrir u.þ.b.
tveimur vikum. Það er silfrað og
blátt með hnakki sem virðist vera
í lausu lofti. Mjög sérstakt í útliti.
Uppl. í símum 866 5312 eða
866 9552.
Til sölu er vel með farin stafræn
myndavél af Canon G3 gerð 4
Mega pixla. Fín vél á góðu verði.
Uppl. í síma 895 5326.
Óska eftir konu til að þrífa í
heimahúsi hálfsmánaðarlega.
Uppl. í símum 456 4088 eða
861 8228 eftir kl. 15.
Til sölu er Mercedes Benz 190E
árg. 1990, ekinn 230 þús. km.
Bíllinn er í góðu standi miðað við
aldur. Uppl. í síma 848 3428.
Til sölu er nýleg kommóða með
baði og skiptiborði. Upplýsingar
í síma 899 0774.
Til sölu eru fjögur lítið slitin 14"
sumardekk. Verð kr. 10.000
fyrir öll dekkin. Upplýsingar í
síma 894 4372.
Vegna flutnings verður bílskúrs-
sala að Fagraholti 1 á föstudag
og laugardag frá kl. 13-17.
Til sölu er VW Golf árg. 1999,
ekinn 113 þús. km. Verð kr.
950 þús. Uppl. í síma 892 1955.
Myndir af bílnum má sjá á heima-
síðunni www.nh.is/basi/golf
Til leigu er 4-5 herb. íbúð á
besta stað á eyrinni á Ísafirði. Er
í góðu standi. Uppl. gefur Axel
Eiríksson í símum 861 3321 eða
553 2434.
Til sölu er Kia Sportage árg. 01,
ekinn 50 þús. km. Fjögur sumar-
og nagladekk fylgja. Upplýsingar
í síma 895 2922.
Til sölu er MMC Lancer árg. 90,
ekinn 173 þús. km. Upplýsing-
ar í síma 662 4994.
Foreldrar og forráðamenn! Kom-
ið og kíkið á óskilamuni í Sund-
höllinni sem fyrst.
Til sölu er lítil trilla með 10 hest-
afla vél. Tilboð óskast. Uppl. í
síma 869 4849,
Ábyrgan ungan mann vantar her-
bergi til leigu á sanngjörnu verði
í sumar. Upplýsingar í símum
456 5250 eða 695 3636.
Til sölu er borðstofuborð og sex
stólar. Selst ódýrt. Upplýsingar í
síma 456 7266.
Til sölu eru ýmsir tölvuhlutir á
mjög góðu verði. Upplýsingar í
símum 848 3435 eða 456
3470. Grímur Daníelsson.
Ókeypis morgunverður, fræðsla fyrir foreldra og kannski frí frá vinnu
Opið bréf til foreldra og
atvinnurekenda þeirra
Í fyrravor gerði Vá Vest-
hópurinn tilraun með að standa
fyrir klukkustundar löngum
fyrirlestrum kl. 08:00 þrjá
föstudagsmorgna. Allir fyrir-
lestrarnir voru sérstaklega
sniðnir fyrir foreldra barna og
unglinga. Skemmst er frá því
að segja að þessi tilraun mælt-
ist mjög vel fyrir og hyggst
Vá Vesthópurinn svara kallinu
og halda aftur þrjá slíka fundi
nú í vor. Margir atvinnurek-
endur gáfu starfsmönnum sín-
um frí á launum umrædda
klukkustund, þ.e.a.s. meðan
umræddir fundir stóðu yfir.
Slíkt er að sjálfsögðu til fyrir-
myndar og sýnir að viðkom-
andi fyrirtæki eða stofnun ber
hag starfsmanna sinna, sem
foreldra sér fyrir brjósti. Hér
mætti vísa til fjölskyldustefnu,
sem ætti að vera hjá hverju
fyrirtæki eða stofnun.
Nú á næstu vikum verða
haldnir þrír morgunverðar-
fundir, eins og áður sagði, og
allir á Hótel Ísafirði. Sá fyrsti
hefst kl. 08:00 föstudaginn 28.
maí nk. og lýkur honum eigi
síðar en kl.09:00. Fundar-
menn, sem fá að fara á fundinn
úr vinnunni, ættu að vera mætt-
ir til vinnu fljótlega uppúr kl.
09:00. Vá Vesthópurinn hefur
fengið Huldu Karlsdóttur,
hjúkrunarfræðing í Bolungar-
vík, og nýjan liðsmann hóps-
ins, til að flytja erindi um át-
röskunarsjúkdóma á þessum
fyrsta fundi. Hulda sem hefur
öðlast þekkingu á þessum
sjúkdómum, bæði sem fag-
manneskja og einnig vegna ná-
komins ættingja sem fékk
þennan sjúkdóm.
Föstudaginn 4. júní nk., kl.
08:00, munu starfsmenn
Skóla- og fjölskylduskrifstofu
Ísafjarðarbæjar halda erindi
undir yfirskriftinni „Árangur-
sríkar leiðir í samskiptum for-
eldra og barna“.
Föstudaginn 11. júní nk., kl.
08:00, mun síðan lögreglan á
Ísafirði verða með erindi um
algengustu fíkniefni sem not-
uð eru á Íslandi í dag, útlit
þeirra, einkenni neytenda og
fleira gagnlegt fyrir foreldra.
Vá Vesthópurinn nýtur
dyggs stuðnings SKG veitinga
vegna þessara morgunverða-
funda og hefur þannig náð
góðum samningi um veitingar,
sem Vá Vesthópurinn býður
öllum fundargestum að þiggja
meðan á fundunum stendur.
Hér er kjörið tækifæri fyrir
alla foreldra, barna sem ungl-
inga, til að breyta til, fá leyfi
úr vinnu, þiggja veglegan
morgunverð hjá SKG og hlýða
á fróðleg erindi sem ættu að
styrkja foreldra. Rétt er að
ítreka að aðgangseyrir er eng-
inn og Vá Vesthópurinn gefur
morgunmatinn.
Vá Vesthópurinn hvetur alla
áhugasama foreldra til að leita
eftir stuðningi atvinnurekenda
sinna til að fá að sækja fyrir-
lestrana og sömuleiðis vill
hópurinn hvetja atvinnurek-
endur til að gefa starfsmönnum
sínum þetta svigrúm, ef hægt
er að koma því við.
Verið er að leggja drög
að nýjum göngustíg frá
Stakkanesi og inn að
Tunguá í Skutulsfirði. Um-
hverfisnefnd Ísafjarðarbæj-
ar hefur samþykkt að stígur-
inn verði lagður um Selja-
landsveg fyrir innan
Grænagarð. Stendur til að
gönguleiðin verði fullbúin
og malbikuð um mitt sum-
ar.
Sigurður Mar Óskarsson,
bæjartæknifræðingur Ísa-
fjarðarbæjar, segir hönnun
göngustígsins að fara í gang
og sé miðað við að upphaf
stígsins verði við Miðtúns-
brekku og hann nái alla leið
yfir Tunguá, nánar tiltekið
að verslun Bónuss. Tillagan
verður lögð fyrir bæjar-
stjórn á næstunni og göngu-
stígurinn jafnframt settur í
grenndarkynningu.
– thelma@bb.is
Gerð
göngu-
stígs í
bígerð
Ný sumarhúsabyggð í Tunguskógi í Skutulsfirði
Óskað álits Skipulagsstofnunar
Stefán Brynjólfsson, bygg-
ingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar,
hefur ritað Skipulagsstofnun
bréf þar sem óskað er eftir
áliti stofnunnarinnar á því að
skipulögð verði ný sumarbú-
staðabyggð í Tunguskógi í
Skutulsfirði, norðan núverandi
sumarbústaða. Í bréfi Stefáns
kemur fram að árið 1999 hafi
verið óskað álits stofnunar-
innar á stækkun sumarbú-
staðalandsins í Tunguskógi og
hafi hún þá lagst gegn hug-
myndunum.
Í bréfinu kemur fram að Ísa-
fjarðarbær taki málið upp að
nýju í ljósi reglugerðar frá ár-
inu 2000 um hættumat vegna
ofanflóða, sem kveður á um
að staðaráhætta sé metin á ann-
an hátt en áður hefur verið
gert og miðist mið notkun
húss.
Nær allir sumarbústaðirnir
í Tunguskógi eyðilögðust í
mannskæðu snjóflóði árið
1994. Þá var enduruppbygging
svæðisins heimiluð en ívera í
húsunum takmarkast við tíma-
bilið frá 16. apríl til 15. des-
ember ár hvert. Nú er sumar-
bústaðalandið í Tunguskógi
nær fullbyggt og hefur orðið
talsverð umræða um þörf á
nýjum sumarbústaðalóðum í
sveitarfélaginu.
– kristinn@bb.is
Horft út Tungudal. Núverandi sumarbústaðabyggð í Tunguskógi sést á vinstri hönd en
óskað er álits Skipulagsstofnunar á uppbyggingu handan hennar.
Of lengi hefur ráðamönnum á Íslandi verið ofviða að ákveða framtíð byggðar
á Íslandi. Byggðin hefur þó ráðið sér sjálf á suðvesturhorninu. Í Reykjavík og
allra næsta nágrenni búa nú um 165.000 manns. Þá er ekki talið á Reykjanesi,
Akranesi og í Árnessýslu. Íslendingar eru rúmlega 290.000. Minni hlutinn býr
utan stórborgarinnar í Seltjarnarneshreppi hinum gamla og utan Kjósarsýslu.
Vestfirðingar vega æ minna á vogarskál íslensku þjóðarinnar. Þá er að vísu ein-
ungis verið að tala um þá sem á Vestfjörðum búa. Það skýtur skökku við að nú
sé kominn nýr skilningur um byggðarkjarna á Vestfjörðum. Ekki skal lengur
miðað við Ísafjörð heldur taka inn Bolungarvík og Súðavík.
Sameining sveitarfélaga hefur verið mikið rædd í tengslum við eflingu
byggðar. En sem fyrr er skammsýni ríkjandi og sjá menn lítt til framtíðar. Þess
hefur áður verið getið að 1987 var mikil ráðstefna á Selfossi á vegum Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar um byggðaþróun. Fram komu
gagnlegar og greindarlegar hugmyndir um ákveðna kjarna á landsbyggðinni.
Þær fengu ekki hljómgrunn þeirra fjölmörgu sem höfðu umboð frá litlum
sveitahreppum eða stýrðu fámennum þorpssamfélögum. Engu að síður hefur
nokkuð gengið eftir í þeim efnum að mynda kjarna. Má nefna bæði Akureyri og
Egilsstaði og verður einkar fróðlegt að sjá hver hlutur Egilsstaða verður í tengsl-
um við hina stórkostlegu virkjun á Austurlandi og fylgjandi stóriðju. Víst má
telja að allir Austfirðingar njóti góðs af, misjafnlega þó.
Vestfirðir hafa sérstöðu. Um er að ræða fámennasta gamla kjördæmið, sem
sameinaðist öðrum. Íbúar Vestfjarða eru orðnir innan við átta þúsunda íbúa
markið. Að auki bætist, að ekki hefur tekist að ná nægilega mikilli samstöðu
íbúanna, meðal annars vegna erfiðra samgangna, sem hafa þó tekið stórstígum
framförum síðustu árin. Strandasýsla og Barðastrandasýslur hafa eðli málsins
sótt samskipti við íbúa utan Vestfjarða, einkum íbúar Austur Barðastrandarsýslu
og sunnaverðrar Strandasýslu. En ætla mætti að íbúar Ísafjarðarsýslna hefðu átt
mikla samleið. Svo virðist þó stundum ekki vera. Er þá ekki verið að vísa til
þess er íbúar Nauteyrarhrepps vildu ekki lengur eiga samleið með öðrum Djúp-
verjum.
Öllum má ljóst vera að löngu er orðið tímabært að efla samkennd byggðanna
við Ísafjarðardjúp. Betur gekk að sameina sveitarfélög Vestur Ísafjarðarsýslu
og Ísafjarðarkaupstað en Djúpverja. Tímabært er að sameina Bolungarvík,
Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Meginrökin eru þau, að efla styrk íbúanna á
norðanverðum Vestfjörðum. Þá kemur boðskapur þingmanna að byggðarkjarni
skuli dreifast um marga staði. Nú skal tekið fram að þjónusta verður til staðar
þar sem íbúar eru þótt sameinað sé, en hjá hinu verður aldrei litið að gæta verður
sparnaðar og aðhalds, ekki síst þegar íbúum fækkar jafnt og þétt. Kannski hafa
menn lesið rangt í skilaboð fyrsta þingmanns Vestfjarða, en þau má auðveldlega
skilja svo að verið sé að ýta undir óbreytt ástand. Ekki gleyma tvennu. Íbúarnir
ráða mestu um sameiningu. Hitt kann að gerast að ráðin verði tekin af þeim.
Sameinaður vilji heimamanna er betri kostur.
21.PM5 12.4.2017, 10:1112