Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.2003, Page 12

Bæjarins besta - 05.02.2003, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 Er hægt að snúa við? Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. SPURNINGIN Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Ertu fylgjandi vetrarfríi í grunnskólum? Alls svöruðu 629. Já sögðu 306 eða 48,65% Nei sögðu 288 eða 45,79% Alveg sama sögðu 35 eða 5,56% bb.is Þar sem púlsinn slær... Námskeið Námskeið um gerð viðskiptaáætlana, á vegum þjóðarátaks um nýsköpun, verður haldið í Þróunarsetri Vestfjarða, fimmtudag- inn 6. febrúar kl. 17:15 - 20:30. Þátttökugjald er kr. 1.500.- fyrir kaffi og léttan málsverð. Skráning er á www.nyskopun.is og í síma 450 3000. MENNINGARMÁLANEFND ÍSAFJARÐARBÆJAR – STYRK- VEITING-AR Á ÁRINU 2003 Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar auglýsir til umsóknar styrki nefndar- innar á árinu 2003. Allir þeir er starfa að lista- og/eða menningarmálum í Ísafjarðarbæ (einstaklingar, félaga- samstök eða stofnanir) eiga möguleika á styrkveitingu samkvæmt nánari ákvörðun nefndarinnar. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Umsóknum ber að skila skriflega á skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnar- stræti 1 á Ísafirði, merkt: Menningar- málanefnd, styrkveitingar 2003. Formaður menningarmálanefndar. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur gefið út nýja skýrslu, sem okkur landsbyggðar(áhuga)mönnum er brýnt að kynna okkur og brjóta til mergjar, því ekki er boðskapur hennar, eða öllu fremur niðurstaða, upplífgandi. Höf- undarnir þrír komast að niðurstöðu sem ótvírætt hlýtur að teljast mjög vond og niðurdrepandi fyrir okkur sem búum á Vestfjörðum og viljum halda því áfram. En svo virðist að við séum að verða örlítilill minnihlutahópur, sem neitar að horfast í augu við þróun, sem skýrð er með einföldum og einkar auðskiljanlegum hætti í skýrslunni. Við virðumst sumsé vera að súpa seyðið af skuttogaravæðingunni á áttunda áratugnum, en hún var undirstaða eina vaxtarskeiðsins á seinni hluta tuttugustu aldarinnar á Vestfjörðum og reyndar á landinu öllu utan suðvesturhornsins, og stóð í 7 ár. Ein alversta niðurstaðan er sú, að landsbyggðin hafi ekki aðdráttarafl fyrir menntað fólk. „Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra og Austurland hafa misst frá sér 60-70% af þeim sem fæddust á árunum 1968-72, bjuggu þar 1988 og tóku lán hjá LÍN til framhaldsmenntunar. Allir þéttbýliskjarnar úti á landi hafa neikvæðan flutningsjöfnuð fyrir menntað ungt fólk gagnvart Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur.“ Um er að ræða meira en aldargamla þróun, að fólk flytjist úr sveit í þéttbýli. Stjórnmálaflokkar, og þar af leiðandi Alþingi og ríkisstjórnir, börðust áratugum saman gegn þéttbýlismyndun á síðustu öld. Nær hefði verið að styrkja byggðarkjarna á landsbyggðinni, en í þeim efnum snerust heimamenn öndverðir. Nægir þar að nefna ráðstefnu Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á Selfossi síðla hausts 1987, en þá voru sveitarfélög enn á þriðja hundraðið á Íslandi, um 220, en munu nú vera um 105. And- staðan við hugmyndinni, sem kynnt var á ráðstefnunni um eflingu byggðar- kjarna, fékk mesta andstöðu fulltrúa minnstu sveitarfélaganna af öllu Ís- landi, en þeir voru að sjálfsögðu langfjölmennastir á stefnunni. Baráttan hefur því alla tíð verið rekin á röngum forsendum. Sveitamenn vildu ekki missa „völdin“ sem tign oddvita og hreppstjóra færði þeim. Nú blasir við, að sú valdafíkn kemur niður á byggðinni utan Reykjavíkur. Önn- ur athyglisverð niðurstaða er sú, að bættar samgöngur vinni gegn dreifbýli. Þjónustu- og verslunarfyrirtæki verði undir í samkeppninni. Á þetta atriði var minnt hér fyrir viku. Samgöngur vinni helst með byggðum í einnar til tveggja klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík. Þangað leiti fólk út úr borgum, en ekki lengra. Enn eitt atriðið er að höfundar telja áhrif kvótakerfis á byggðaþróun ofmetin. Staðan sé hreinlega sú, að sjávarútvegur og úr- vinnsla hafi stöðugt minni þörf fyrir vinnuafl vegna bættrar tækni. Varað er við rómantískum væntingum um að landsbyggðin verði eins konar safn fyrir þéttbýlisbúa. Þörf er algerlega nýrrar hugsunar af okkar hálfu. Annars verður svarið við spurningunni að ofan nei. Opið bréf til fréttamanna Ríkisútvarpsins á Ísafirði Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi skrifar ,,Mér finnast vinnu- brögð fréttamanna RÚVÍS óvönduð...“ Föstudaginn 24. janúar sl. var lesin frétt í Svæðisútvarpi Vestfjarða sem kom mér í opna skjöldu. Í fréttinni var því haldið fram að ég væri félagi í Samfylkingunni. Ég verð að játa það að ég heyrði ekki fréttina þegar hún var lesin heldur var hringt í mig daginn eftir og mér bent á að lesa síðu 147 í Textavarpinu. Ég las fréttina og var brugðið, því ég hef aldrei verið flokks- bundinn í Samfylkingunni. Í fréttinni var því haldið fram að þeir einstaklingar sem áður tilheyrðu þeim flokkum, sem mynda Samfylkinguna í dag, hafi sjálfkrafa verið skráðir í Samfylkinguna við myndun hennar og þyrftu að skrá sig út af þeim lista sjálfir. Nú er það ekkert launungar- mál, og var vel auglýst í kosn- ingabaráttunni fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor, að ég hef setið í Stúdentaráði Há- skóla Íslands fyrir hönd Rösk- vu og sem formaður Röskvu seinasta árið mitt í Háskólan- um. Á þeim tíma sem ég starf- aði fyrir Röskvu tók ég aldrei þátt í neinu flokksstarfi fyrir flokka sem nú tilheyra Sam- fylkingunni og hef aldrei beð- ið um að vera settur á félags- lista neins af þeim flokkum. Það sama gildir um Samfylk- inguna. Til að fá það staðfest sendi ég tölvupóst til Karls Th. Birgissonar, fram- kvæmdastjóra Samfylkingar- innar. Karl sendi mér bréf um hæl þar sem hann staðfesti það sem ég vissi – ég hef aldrei verið skráður félagi í Samfylkingunni. Mér finnast vinnubrögð fréttamanna RÚVÍS óvönduð við undirbúning þessarar frétt- ar og veit hreinlega ekki hvað þeim gekk til. Ef fréttamenn heyra orðróm sem þennan, þá hefði ég haldið að staðfest- ingu þyrfti til að geta birt hann. Ég veit ekki mikið um frétta- mennsku, en eitt veit ég þó að orðrómur er ekki frétt nema hún fáist staðfest. Minnsta mál hefði verið að hafa sam- band við mig til að fá álit mitt á henni eða, líkt og ég gerði, senda tölvupóst til fram- kvæmdastjóra Samfylkingar- innar og fá orðróminn stað- festan. Í svæðisútsendingu RÚVÍS föstudaginn 31. janúar var beðist velvirðingar á þessum fréttaflutningi og vil ég þakka fyrir það. Ég vonast þó til þess að forstöðumaður RÚVÍS birti bréf á þessum vettvangi þar sem hann biður mig form- lega afsökunar á ofangreindri frétt. Með bestu kveðjum og lifið heil. – Ingi Þór Ágústsson, flokksbundinn sjálfstæðis- maður, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Ísafjarð- arbæ. Gerð svæðisskipulags fyrir alla Vestfirði í deiglunni Fjórðungssamband Vest- firðinga hefur sent öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum bréf þar sem leitað er við- bragða við þeirri hugmynd að gert verði svæðisskipulag fyr- ir Vestfirði í heild. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær taki þátt í gerð sameiginlegs svæðisskipu- lags fyrir Vestfirði. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir þetta vera mikið hagsmuna- mál fyrir svæðið og tækifæri til að leggja áherslu á sérstöðu Vestfjarða sem hreinasta hluta landsins. „Við hjá Ísafjarðarbæ höf- um mikinn áhuga á þessu verkefni. Þetta er tækifæri til að skerpa á sérstöðu hvers hluta Vestfjarða fyrir sig og móta þeim grunni heildarsýn fyrir Vestfirði sem einstakan hluta þessa lands“, segir bæj- arstjóri. Á stjórnarfundi í Fjórðungs- sambandi Vestfirðinga fyrir jól var samþykkt að sambandið hafi forgöngu um að koma þessu verkefni af stað og kanni leiðir til fjármögnunar. Sum sveitarfélög á svæðinu hafa haft gerð slíks skipulags til athugunar og mun sú vinna víða vera komin vel á veg. Kostnaður vegna gerðar svæðisskipulags er greiddur til helminga af Skipulags- stofnun og hlutaðeigandi sveitarfélögum í samræmi við samning sem gerður er þeirra á milli. Sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu hófu vinnu við gerð svæðisskipulags af þessu tagi árið 1998. Tækifæri til að skerpa á sérstöðu hvers hluta Vestfjarða fyrir sig 05.PM5 18.4.2017, 10:2312

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.