Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2003, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 09.04.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamaður: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Fréttavefur: www.bb.is Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. RITSTJÓRNARGREIN Róið á heimamiðbb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Þegar Íþróttasamband Íslands ákvað á sínum tíma að miðstöð sumaríþrótta skyldi vera í höfuðstað landsins var það einhvern veginn talin sjálfsögð ákvörðun. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að hrifningin var ekki eins almenn þeg- ar ÍSÍ ákvað, mörgum á óvart, að Vetraríþróttamiðstöð þess skyldi vera á Akureyri. En nú hafa undur og stórmerki skeð. Ekki verður annað séð en að ríkisstjórn Íslands, með akureyrska menntamálaráðherrann í fararbroddi, hafi tekið Vetraríþróttamiðstöð ÍSÍ að hálfu í fóstur. Og ekki nóg með það, heldur hefur nafninu verið breytt í „Vetraríþróttamiðstöð Íslands“, hvorki meira né minna! Fróðlegt væri að vita um samþykkt ÍSÍ fyrir endurskírninni og samþykkt ríkis- stjórnarinnar um að taka að sér rekstur og uppbyggingu á útivistarsvæðunum í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi, svo fátt eitt sé nefnt. Um þetta segir í frétt Morgun- blaðsins: „Samningur um rekstur og uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri var undirritaður í flugstöðinni í gærmorgun af þeim Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra. Samningurinn gildir til ársins 2008.“ Mynd sem fréttinni fylgdi undirstrikaði gjörninginn: Hin nýja „Íslandsmiðstöð“ hefur þegar eignast litskrúðugt og fallegt merki. Af frétt Morgunblaðsins að dæma eru helstu rökin fyrir fjárframlagi ríkisins til skíðasvæðanna á Akureyri þau, að þarna nýtist fjármunirnir í þágu allra skíðaunn- enda, hvar sem þeir annars búa á landinu. Þarna sé verið að byggja upp „ferðamanna- paradís“ sem þjóni „landinu öllu“. Það fer ekki á milli mála að Alþingi hefur markað þá stefnu að efla beri þrjá byggðakjarna utan Reykjavíkur, öðrum fremur. Ísafjörður er einn þeirra. Ísafjörður hefur einna lengsta skíðasögu íslenskra byggðarlaga að baki. Smæðar sinnar vegna hefur bæjarfélagið ekki haft bolmagn til þeirrar uppbyggingar, sem nauð- synleg þykir nú á tímum. Við hljótum því að krefjast þess, að ríkisvaldið mismuni ekki íbúum þeirra byggðakjarna, sem Alþingi hefur samþykkt að efldir skuli með öllum tiltækum ráðum. Krafan er: Nýja skíðasvæðið okkar í Tungudal njóti álíka stuðnings og Hlíðarfjall og Kjarnaskógur. Ef samþykkt stjórnvalda og Alþingis um uppbyggingu hinna tilteknu byggða- kjarna utan Reykjavíkur er eitthvað meira en orðin tóm, þá er fjarri öllu lagi að róið sé einskipa á heimamið ráðherra. s.h. Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóður úthluta fé 700 milljónir til stuðnings atvinnulífi á landsbyggðinni Byggðastofnun hefur verið falið að úthluta 500 milljónum af þeim 700 milljónum króna sem ríkisstjórnin ákvað fyrir nokkru að veita til eflingar atvinnulífs á landsbyggðinni á næstu 18 mánuðum. Ný- sköpunarsjóður mun deila út þeim 200 milljónum sem eftir verða. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir unnið að mótun reglna um úthlutun fjárins til atvinnu- lífsins. Gert er ráð fyrir að fénu verði útdeilt í formi beinna styrkja, lánveitinga og hlutafjárkaupa. Málið verður tekið til umfjöllunar í stjórn Byggðastofnunar um miðjan apríl. „Væntanlega verður í kjöl- farið auglýst eftir verkefnum til að styðja við bakið á. Mið- að við samþykkt ríkisstjórnar- innar er ætlunin að þessum fjármunum verði miðlað út í atvinnulífið á landsbyggðinni á komandi átján mánuðum. Væntanlega verður það breytilegt eftir hverju og einu verkefni hvernig greiðslum verður háttað“, segir Aðal- steinn. Samkvæmt þessu ættu þeir sem hyggja á nýsköpun- arverkefni að geta farið að setja sig í startholurnar með umsóknir um stuðning. Nemendur í málmiðn- greinum við Menntaskólann á Ísafirði brugðu út af van- anum í síðustu viku og mættu til smíðakennslu í eldsmiðju Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Tryggvi Sig- tryggsson, kennari á málm- iðnaðarbraut MÍ, segir að verkefni nemendanna hafi verið að smíða litla hnífa. Hann segir að þeim hafi tek- ist furðuvel að tileinka sér handbrögðin á þessum dag- parti. „Tilgangurinn er kynna aðeins fyrir þeim eldsmíði og hvernig henni var háttað fyrr á árum og öldum og byggðasafnið er náttúrlega upplagt til þess. Eins vildum við sýna þá skemmtilegu aðferð að smíða hluti í afli“, sagði Tryggvi. Eitthvað eru aðstæðurnar í eldsmiðjunni ólíkar því sem nemendur eiga að venj- ast í verknámshúsinu. Þeir virtust samt kunna því vel að vinna við opinn eld undir glamri hamars og steðja. Kynntust hefðbundnu handbragði í eldsmíði Verknámsnemar í MÍ Vonir standa til að grálúðuveiðin fari að glæðast Júlíus landaði 285 tonn- um af frystum afurðum Júlíus Geirmundsson ÍS 270, frystitogari Hraðfrysti- hússins Gunnvarar hf., kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag með 285 tonn af grálúðuaf- urðum eftir 28 daga veiðiferð. Verðmæti aflans er 59 millj- ónir en alls voru dregin úr sjó 320 tonn. Skipstjóri í túrnum var Gunnar Arnórsson. Skipið er farið áleiðis á grálúðumiðin á ný. Sverrir Pétursson, út- gerðarstjóri hjá HG, segir grá- lúðuveiðina hafi farið nokkuð rólega af stað en menn vonist til að hún fari að glæðast. Ísfisktogarinn Páll Pálsson landaði um 100 tonnum á Flat- eyri á föstudag, mest steinbít og ýsu. Var það önnur löndun Páls í vikunni en á mánudag í síðustu viku kom hann til hafnar með um 83 tonn af steinbít. Þannig landaði hann alls liðlega 180 tonnum í lið- inni viku. Sverrir Pétursson segir afl- ann fara að töluverðu leyti til vinnslu hjá HG en einnig sé hann unninn annars staðar. „Steinbíturinn hefur verið handflakaður bæði hjá Stáli og hnífum og víðar þar sem við fáum menn til verksins“, segir Sverrir. Ágætur gangur var í rækju- veiðinni hjá HG í liðinni viku og kom Andey í land á föstu- dag með 22 tonn. Á þriðjudag landaði Stefnir 25 tonn í Súðavík og Framnes kom með 37 tonn til hafnar á Ísafirði. Nemendur á málmiðnaðarbraut MÍ reyna fyrir sér í eldsmíði. Landað úr Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270. 14.PM5 18.4.2017, 10:522

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.