Bæjarins besta - 09.04.2003, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 3Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Niðurstöður rannsókna á vímuefna- og áfengisneyslu ungmenna
Mjög jákvæð útkoma á
norðanverðum Vestfjörðum
Áfengisdrykkja og hass-
notkun nemenda í 10. bekk í
Ísafjarðarbæ, Súðavík og
Bolungarvík vorið 2002 var
langt undir landsmeðaltali.
Hera Hallbera Björnsdóttir
hjá Rannsóknum og greiningu
ehf. kynnti þessar niðurstöður
á opnum fundi VáVest-hóps-
ins á norðanverðum Vestfjörð-
um á Hótel Ísafirði.
Á öllu svæðinu hefur vímu-
efnaneysla unglinga í 10. bekk
minnkað frá árinu 1997 þótt
sveiflur séu á milli ára. Byggt
er á árlegum könnunum sem
gerðar eru meðal 10. bekkinga
um land allt á vorin. Hlynur
Snorrason hjá VáVest-hópn-
um segir niðurstöður könn-
unarinnar vera afar ánægju-
legar. Þó hafi hann áhyggjur
af því að við svo jákvæð tíð-
indi geti foreldrar farið að
blunda á verðinum.
Hlynur segir mikilvægt að
allir sem með einhverjum
hætti koma að málefnum
barna og unglinga á svæðinu
haldi fyllstu árvekni. Fyrst og
fremst hvíli ábyrgðin þó á
herðum foreldranna.
Í könnun Rannsókna og
greiningar var spurt hvort
nemandi hefði orðið ölvaður
einu sinni eða oftar síðustu
30 daga. Árið 2002 svöruðu
8% nemenda í Ísafjarðarbæ
og 16% nemenda í Bolungar-
vík og Súðavík spurningunni
játandi. Á landsvísu svöruðu
hins vegar 26% nemenda
spurningunni játandi.
Árið 1997 svöruðu 40%
nemenda í 10. bekk í Ísafjarð-
arbæ spurningunni játandi og
46% nemenda í Bolungarvík
og Súðavík. Þá var landsmeð-
altalið aftur á móti 37%.
Enginn nemandi í 10. bekk
í Bolungarvík og Súðavík
hafði notað hass vorið 2002. Í
Ísafjarðarbæ höfðu 4% nem-
enda prófað hass en lands-
meðaltal var 11%.
Daglegar tóbaksreykingar
stunda 10% nemenda í Ísa-
fjarðarbæ en landsmeðaltal er
14%. Í Bolungarvík og Súða-
vík sögðust 20% svarenda
reykja daglega árið 2002.
Enginn reykti í 10. bekk í skól-
unum þar árið áður. Hera Hall-
bera benti á, að um fámenna
árganga væri að ræða og því
munaði mikið um hvern
einstakling.
Hera Hallbera Björnsdóttir og Hlynur Snorrason kynntu niðurstöðurnar.
Ungri stúlku hent út úr bíl á ferð
Hótað vegna kæru
fyrir líkamsárás
Nítján ára stúlka kom illa
til reika til lögreglunnar á
Ísafirði undir kvöld á föstu-
dag og sagði sínar farir ekki
sléttar. Hún kvaðst hafa verið
dregin inn í gráan Audi-
fólksbíl en í honum voru
tveir ungir menn. Haft var í
hótunum við stúlkuna og
mun tilgangurinn hafa verið
að fá hana til að draga til
baka kæru vegna líkamsár-
ásar, sem hún hafði lagt fram
gegn unnustu annars mann-
anna í bílnum.
Eftir nokkurn akstur um
bæinn var stúlkunni hent út
úr bílnum við hringtorgið við
Ísafjarðarkirkju án þess að
ökumaður næmi staðar. Við
læknisskoðun reyndist
stúlkan ekki hafa hlotið
mjög alvarlega áverka. Hins
vegar reyndist hún marin
auk þess sem hún kenndi til
eymsla hér og þar um líkam-
ann eftir fallið úr bifreiðinni.
Mál þetta er litið mjög
alvarlegum augum og er það
í rannsókn hjá lögreglunni
á Ísafirði. Lögreglunni er
kunnugt um hverjir áttu
þarna hlut að máli og óskar
hún eftir að þeir vegfarendur
sem áttu þarna leið á þessum
tíma hafi samband og láti
lögreglunni í té hugsanlega
vitneskju sína um atvikið.
Þetta mun hafa átt sér stað
þegar klukkuna vantaði um
stundarfjórðung í sex á
föstudagskvöldið.
Íslandsmeistaramótið í júdó
Hjördís Erna varði titilinn
Júdókonan Hjördís Erna
Ólafsdóttir frá Ísafirði varð
hlutskörpust í flokki kvenna
undir 57 kg á Íslandsmeist-
aramótinu í júdó sem fram
fór um helgina og varði þar
sem titil sinn frá því í fyrra.
Í opnum flokki hafnaði hún
í þriðja sæti og hlýtur það að
teljast afar góður árangur hjá
keppanda í léttasta flokki.
Hjördís leggur nú allt kapp
á að komast á Ólympíuleik-
ana í Aþenu og æfir stíft.
Í vetur hefur hún keppt á
mjög sterkum alþjóðlegum
mótum, bæði í Danmörku.
Um næstu helgi keppir Hjör-
dís á Opna breska meistara-
mótinu.
14.PM5 18.4.2017, 10:523