Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2003, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 09.04.2003, Blaðsíða 12
1 2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Smábátaútgerðin ehf. Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. STAKKUR SKRIFAR Íbúð til sölu! Til sölu er 4ra herbergja íbúð á 3. hæð að Stór- holti 7. Íbúðin er 117m² í góðu ástandi. Mjög fallegt útsýni. Upplýsingar í símum 456 4643 og 899 0743. Glöggir lesendur blaðs allrar þjóðarinnar, sem nú er komið á netið í heild sinni, Lögbirtingablaðsins, hafa tekið eftir því að undanförnu, að hvert einka- hlutafélagið á fætur öðru hefur verið stofnað í Bolungarvík. Tilgangur þeirra flestra ef ekki allra er að reka útgerð og fiskvinnslu. Það er ánægjulegt að sjá þann kraft, dugnað og áræði sem birtist með þessum hætti. Atvinnulíf í Bol- ungarvík hefur um langt skeið verið í fjötrum og nægir að minna á gríðarlegt gjaldþrot Nasco hf. sem tapaði nærri 700 milljónum króna á starfseminni þar einni saman og nærri milljarði þegar allt er talið. Eðlilega vakna spurningar um það hvers vegna svo hafi farið. Bolungarvík var fyrir tveimur áratugum fyrirmynd annarra útgerðarbæja með nærri 1300 íbúum og blómlegu atvinnulífi, en nú eru íbúarnir um 950 og umsvifin snöggtum minni. Að auki hefur sveitarfélagið tapað miklum fjármunum, sem það hefur látið í atvinnulíf í þeirri frómu trú, að það myndi gagnast íbúunum. Sú varð ekki raunin, því miður. Ef til vill er það ein sönnunin enn að sveitarfélög eiga ekki að hafa það hlut- verk að vasast í atvinnurekstri, en sú hefur verið trú alltof margra stjórnmála- manna og er enn draugur í stefnu sumra stjórnmálaafla á Íslandi. Sá kraftur sem kemur fram hjá mönnum eins og Guðmundi Einarssyni og fleirum, að nýta sér það svigrúm sem stjórnkerfi fiskveiða heimilar, er ómetanlegur og á eftir að reynast Bolungarvík og fleiri vestfirskum byggðum betur en að rífa niður kerfið. Saga Guðmundar er eftirtektarverð. Komnir eru þrír nýir bátar til Bolungarvíkur og einn til Tálknafjarðar, allir af tegundinni Cleopatra og smíðaðir hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði. Einhvern tímann hefði þótt undarlegt að byggja fiskveiðar nánast eingöngu á plastbátum. En svona er nútíminn í upphafi 21. aldarinnar. En sagan er ekki öll sögð, því enn eru fjórir bátar á leiðinni til Bolungarvíkur og það er sérstakt ánægjuefni að um er að ræða stærri báta en notaðir hafa verið áður og aðstaða þeirra sem sækja sjóinn batnar stórkostlega við þessa breytingu. Saga Guðmundar Einarssonar verðskuldar athygli langt út fyrir Vestfirði. Hann hefur unnið sér titilinn aflakóngur með réttu og heldur ótrauður áfram innan þess ramma sem honum er fært. Fleiri fylgja í kjölfarið í fyllstu merkingu þess orðs. Einn þeirra er Falur Þorkelsson, sem rekur út- gerðarfélagið Huldu Kela í félagi við bróður sinn Guðna. Það er sláandi að heyra hvað Falur hefur að segja um aðstæður smábátaútgerðar Íslandi í BB í síðustu viku: „Það er allavega verið að stækka bátana en það þorir enginn að auka við sig kvótann eins og umræðan er í dag. Menn leggja ekki í að stofna til skulda út af veiðiheimildunum.“ Stjórnmálamenn ættu að leggja við hlust- ir áður en þeir yfirbjóða hver annan með hugmyndum um umbyltingu stjórn- kerfis fiskveiða. Því má ekki breyta án samráðs við forsvarsmenn smábátaút- gerðar, sem sýna kraft og dugnað, en telja sig fjötraða af hugmyndum um breytingar í því skyni að bjóða öðrum stjórnmálaflokkum betur. Það er svo, að einstaklingar í atvinnulífi vita oftast betur en pólitíkusar. Svo einfalt er það. Kirkjuvörður Ísafjarðarsókn auglýsir laust starf kirkju- varðar. Starfið felst í umsjón með kirkju- görðum, kirkju og safnaðarheimili ásamt þátttöku í kirkjulegum athöfnum og safnað- arstarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní nk. Umsóknir skulu hafa borist sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju, pósthólf nr. 18, 400 Ísafirði, fyrir 1. maí nk. Upplýsingar veita Jens Kristmannsson, formaður sóknarnefndar og sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur. Samtök náttúrustofa hafa með sér margvíslega samvinnu Stefna að fjölgun vísinda- starfa á landsbyggðinni Dr. Þorleifur Eiríksson, for- stöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík, segir að með tilkomu stofnun- arinnar hafi störfum í greinum náttúrufræða fjölgað á svæð- inu. Nú starfa þar þrír sérfræð- ingar auk tveggja aðstoðar- manna. Þorleifur er stjórnar- maður í Samtökum náttúru- stofa (SNS) en á aðalfundi samtakanna sl. föstudag settu þau sér það markmið að fjölga störfum í náttúruvísindum á landsbyggðinni. Þorleifur segir náttúruna vera um allt land og því sé engin nauðsyn til þess að rannsóknir í grein- inni fari að mestu fram á Reykjavíkursvæðinu. „Náttúrustofurnar eru litlar stofnanir en við höfum sett okkur að vinna náið saman og deila með okkur fólki og verkefnum til að vinna á van- köntum sem því fylgir. Þannig getum við tekið að okkur fleiri og stærri verkefni“, segir Þor- leifur. Náttúrustofa Vestfjarða fær árlegt 10 milljóna króna fram- lag frá ríki og sveitarfélögum en auki hefur hún tekjur af útseldum verkefnum. „Áður en stofnunin var sett á laggir- nar voru engar náttúrufræði- rannsóknir stundaðar á svæð- inu. Ef ungmenni ákvað að læra t.d. líffræði var það nán- ast að dæma sig úr leik að starfa á landsbyggðinni. Von- andi tekst okkur að breyta þessu. Verkefnin eru næg allt í kringum okkur og engin ástæða til að rannsóknarleið- angrar frá Reykjavík vinni þau. Enda er farið að gera auknar kröfur um rannsóknir á sviði náttúruvísinda og verk- efnin að aukast, meðal annars vegna nýrra krafna frá ESB. Þessi starfsemi getur því auk- ist verulega á landsbyggðinni án þess að verið sé að taka atvinnu af fólki á höfuðborg- arsvæðinu“, segir Þorleifur. Samstarf milli landshluta er mikið og segir Þorleifur að ekkert sé því til fyrirstöðu að stunda rannsóknir á öllum sviðum náttúrufræða í Bol- ungarvík. Stofnunin hafi t.d. sótt jarðfræðiþekkingu til starfsmanna hjá Náttúrustof- unum í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki. Sjálfur vinni hann úr skordýrarannsóknum fyrir Náttúrustofu Austurlands en sendi til baka fléttur og önnur gróðursýni þar sem for- stöðumaðurinn eystra sé grasafræðingur. „Fyrir vikið eru þessar litlu stofnanir stórar saman og geta skilað fyrsta flokks vinnu. Nú þegar erum við í stórum samstarfsverk- efnum hér heima og erlendis, sem enginn þessara aðila hefði getað komið inn í einn og sér.“ „Það þýðir ekkert fyrir okkur úti á landi að sitja og bíða. Nú þegar er kominn hjá okkur vísir að þessum geira og við verðum að halda áfram að byggja hann upp í kringum okkur“, sagði dr. Þorleifur Eiríksson. Íbúð óskast til leigu Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ óskar eftir að taka á leigu góða 4ra herb. íbúð eða einbýlishús fyrir ljósmóður. Leigutími er frá 1. júní nk. til 31. desember. Æskilegt er að möguleiki sé á framhaldsleigu til sumars 2004 gerist þess þörf. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við stofnunina fyrir 17. apríl nk. með upplýs- ingar um verð og fleira sem skiptir máli. Nánari upplýsingar gefur Þröstur Óskars- son, framkvæmdastjóri (throstur@fsi.is) Það er ódýrara að vera áskrifandi! Síminn er 456 4560 Almennur stjórnmálafundur Vinstri grænna á Ísafirði Segir kerfið stefna að flutningi útgerðarinnar á suðvesturhornið Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstri grænna, segir að núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi stefni að því að færa útgerðina alla á suð- vesturhorn landsins þar sem hún verði á forræði tveggja til þriggja fyrirtækja. Úthlutanir á byggðakvóta á undanförn- um misserum séu tímabundin ráðstöfun aðstandenda kerfis- ins til að draga úr óánægju svo að kerfið megi halda velli meðan tilflutningurinn á sér stað. Þetta kom fram í máli Árna Steinars á opnum fundi Auk Árna Steinars höfðu framsögu Jón Bjarnason al- þingismaður og Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, sem skipar þriðja sæti listans í Norðvesturkjördæmi. Árni Steinar kynnti fyrningarleið Vinstri grænna, sem miðar að því að núverandi kvótaeig- endur láti varanlegar afla- heimildir af hendi á tuttugu ára tímabili. Þriðjungur end- urúthlutaðra veiðiheimilda verði á forræði byggðana í landinu, þriðjungur komi til leigu á almennum markaði og núverandi kvótaeigendum verði gefinn kostur á að taka þriðjung aflaheimildanna á leigu til sex ára í senn. Líflegar umræður voru á fundinum þar sem sjávarút- vegs- og samgöngumál voru ofarlega á baugi. Fram kom í máli margra fundarmanna nauðsyn þess að íbúar lands- byggðarinnar sýndu samstöðu í kröfugerð sinni til ríkisvalds- ins. Sundrung meðal þeirra gæti orðið til þess að drepa nauðsynlegum framfaramál- um á dreif. Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um sjávarútvegs- og byggðamál á Hótel Ísafirði í síðustu viku. Jón Bjarnason, alþingismaður í ræðustóli á fundinum. 14.PM5 18.4.2017, 10:5212

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.