Bæjarins besta - 09.04.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 9Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
varpið eins og allir. Og mynd-
varpið, en á það er ekki mikið
horft hér. Annað hef ég nú
ekki mér til dundurs yfir vet-
urinn. En þegar vorar hér við
Djúp, þá koma vorverkin
ýmisleg.“
– Þú ferð út í Borgarey að
huga að æðarvarpinu ...
„Sumar sem leið var fyrsta
sumarið mitt hér sem ég fór
ekki út í eyju. Ég er ekki alveg
öruggur til gangs eftir að ég
fékk mér eins og aðrir góðir
Íslendingar í hópum sænskt
stál í mjöðmina og fer því
heldur varlega með mig. Þetta
var gert af mikilli snilld og
við höfum fleiri hér í Djúpinu
þurft að fara í slíkar aðgerðir.
En ég fer út í eyju núna þegar
vorar, í maíbyrjun eða svo. Þá
þarf ég að setja bátinn og
vélina í stand.“
Aftur kominn
í grískuna
Í guðfræðideildinni á sínum
tíma las Baldur forngrísku
eins og fara gerði. Seinna nam
hann þá tungu betur sérstak-
lega og las ágætar bækur á
því máli af miklum áhuga sér
til yndis, svo sem guðspjöllin.
Spyrja má hvort hann líti ekki
eitthvað í forngrískar bók-
menntir ennþá.
„Auðvitað trassaði ég það
eins og kannski margt annað í
mörg ár. En einmitt núna í
vetur keypti ég mér Markúsar-
guðspjall sem Bergdal nokkur
leikari fyrir norðan les á ís-
lensku. Það er þægilegt að fá
þetta lesið upp og hafa gríska
textann fyrir framan sig um
leið. Svo hef ég litið í fleiri af
þessum gömlu ritum sem ég
hef haldið til haga.“
Fólkið sem var
– Fátt mun eftir af því fólki
sem hér var í sveitum áður en
þróun hófst, meðan búskapur
stóð í blóma þegar þú komst
að Djúpi fyrir nærri hálfri öld.
„Já, blessaður vertu. Ég
minnist þar fyrst og síðast
þeirra hjóna í Miðhúsum í
Vatnsfjarðardal, Hans og Stef-
aníu. Núna er hún gengin. Þau
voru ákaflega góðir og þægi-
legir nágrannar. Alveg með
afbrigðum. Þau voru hér í
Miðhúsum þegar ég kom í
Vatnsfjörð fimmtíu og sex.
Það var stutt á milli og Hans
kom hér á bátinn með mjólk-
ina sína á meðan báturinn var
eins og aðrir bændur í dalnum.
Páll var oddviti hér í Þúfum
og kunnur maður nokkuð svo.
Tengdafaðir minn var í Reyk-
jafirði og bjó stóru búi. Svo
má nefna fólkið sem síðar bjó
í Þúfum, Ara Sigurvin og
Freyju konu hans. Það var
ákaflega dýrmætt fyrir mig að
eiga svona nágranna. Hinum
megin við nesið var fólkið í
Skálavík og á Keldu og inn
allan Mjóafjörð, þar sem nú
er nærfellt orðin landauðn.
Breytingin á búsetu hér er
geysileg og þetta grunaði
engan. Það óraði engan fyrir
því að slík örlög biðu þessarar
sóknar og allra þessara
hreppa. Ég kom því ekki í
verk að láta moka aftur ofan í
skurðina. Ég lét grafa þetta
við upphaf búskapar og sumt
fór í ræktun en annað ekki.
Með tímanum sá ég að réttast
væri að moka ofan í þetta aftur.
Það gladdi mig þegar ég sá
það í myndvarpinu fyrir nokk-
rum árum að einhverjir syðra
voru að moka aftur ofan í
skurðina. Við höfum líka yfir-
drifið af okkar ágæta kjöti og
ástæðulaust að vera að fram-
leiða meira af því en þarf.
Ekki þýðir að framleiða vöru
ef hún selst ekki. Það er einfalt
lögmál í hagfræði.“
Séra Baldur segir að það
hafi verið ákaflega „fastur
andi“ meðal bænda í héraðinu
á fyrri tíð. „Þó náði ég nú ekki
í þann tíma þegar skekta var á
hverjum bæ. Það var eiginlega
búið fimmtíu og sex nema þá
helst í Skötufirði. Hér sóttu
menn sjóinn á fyrri tíð. Djúpið
var kallað Gullkistan.“
– Rerir þú til fiskjar?
„Ég fór einu sinni með
kunningja mínum eitthvað út
á fjörðinn og renndi færum.
En það var alveg vonlaust.
Nei, ég reri aldrei til fiskjar.
Ekki hérna. Ég reri ungur til
fiskjar í Skagafirði með afa
mínum.“
Mikil stígamanneskja
Talsverð umferð er þennan
sunnudag um þjóðveginn í
Vatnsfirði neðan staðarins
vegna þess að vegurinn um
Eyrarfjall er lokaður. Við sjá-
um bíl sveigja af leið og aka
niður fyrir veg og nema staðar
þar sem gamla þinghúsið og
gamli hjallurinn standa niðri
við sjó. Einn maður gengur
frá bílnum til að skoða mann-
virkin. Sólin skín glatt eins
og daginn þegar ungi prestur-
inn kom hér í fyrsta sinn.
„Hér kemur á sumrin mjög
margt fólk að skoða staðinn,
skoða kirkjuna og kirkjugarð-
inn sem hlaðinn var upp fyrir
fáum árum og þessi litlu hús
niður frá.“
– Og nú er kominn göngu-
stígur upp að Grettisvörðu.
Séra Baldur telur að enn sé
eftir að leggja síðustu hönd á
það verk, „sem er undir kom-
mandó ágætrar konu á Ísafirði
af þýskum uppruna.“ Hann
segir að kona þessi sé mikil
stígamanneskja. „Eldra fólk
kvartaði yfir því að komast
ekki upp að vörðunni en það
hefur lesið um hana margt
hvert. Við fórum nú einu sinni
upp að henni saman báðir tveir
fyrir fimmtán eða tuttugu ár-
um.“
– Þá vorum við nú yngri en
við erum núna.
„Kannski eitthvað örlítið
yngri. Annars er engin ástæða
til að eldast frekar en maður
vill. En ég harma það svo sem
ekkert.“
Guð er stór en
líka mjög lítill
Og við rifjum upp fleira frá
gömlum dögum þegar menn
voru kannski eitthvað örlítið
yngri. Eins og messuna í Un-
aðsdal. Við ókum fyrir Lónið
síðla hausts í hvössu og köldu
veðri. Ekki þótti taka því að
kynda upp kirkjuna heldur var
messan sungin í litlu stofunni
í Unaðsdal hjá þeim hjónum
Stefaníu og Kjartani. Þá voru
ekki eftir í byggð nema tvö
býli á Ströndinni enda þróun
komin vel á veg. Við messuna
voru fimm eða sex manns og
einn hundur. Hvítur dúkur var
breiddur á borð og ræðupúlt á
og kerti hjá. Þetta var fögur
guðsþjónusta.
„Já, Guð er mjög stór“,
segir séra Baldur. „En hann er
líka mjög lítill og kemst fyrir
í litlum húsum. Á þetta ráð
var brugðið oftar hér í sóknum
þegar færð og veður voru erfið
og kirkjugestir af þeim sökum
sárafáir.“
Húsið sem minnkar
þegar nær dregur
Þegar ekið er út með Mjóa-
firði austanverðum birtist veg-
farendum sérkennileg bygg-
ing sem í fjarska minnir nokk-
uð á teiknaðar myndir af hinni
miklu dómkirkju sem stóð í
Skálholti fyrir nokkrum öld-
um. En eftir því sem nær dreg-
ur er eins og hús þetta við
Mjóafjörðinn minnki, þver-
öfugt við það sem venjulegt
eða eðlilegt má teljast.
Spurður um byggingu þessa
sem stendur rétt við veginn
segir séra Baldur að hún hafi
á sínum tíma verið hunda-
hreinsunarhús sveitarinnar.
Ekki veit hann hvers vegna á
húsinu er eins konar turn við
endann líkt og kirkja væri.
„Ég er ekki meistari að þessu
húsi“, segir hann stuttlega.
Samt minnir hann að turn-
inn hafi komið síðar þegar
hundahreinsunarmiðstöðinni
var breytt í eldisstöð fyrir sil-
ungsseiði. Þá hafði hundum
víst fækkað eins og mannfólk-
inu og annað hvort grafnir eða
fluttir burt. „Það er volgra
þarna fyrir ofan veginn.“
Ef til vill var turninn byggð-
ur svo að silungarnir gætu
stokkið sér til dægrastyttingar.
Hér kemur aldrei
prestur meir
– Þegar þú lítur yfir farinn
veg hátt í hálfa öld hér við
Djúp: Ertu sáttur?
„Já, ég er sáttur. Mér líkaði
hér ákaflega vel allt frá upp-
hafi. Ég var beðinn að sækja
um brauð annars staðar á land-
inu þegar ég var búinn að vera
hér tíu eða fimmtán ár. En það
hélt í mig meðal annars hvað
ég átti góða vini og kunningja
í héraði og ég hreyfði mig
ekki. Ég er sáttur við allt nema
þá helst sjálfan mig, eins og
gengur. Menn vilja jafnan hafa
gert margt öðruvísi og fleira.
Það er gamalt lögmál.“
– Einhver ágreiningur mun
hafa verið um staðinn hér fyrir
fáum árum þegar þú lést af
embætti, ef rétt er munað.
„Já, en það var tómur mis-
skilningur hjá öllum aðilum“,
segir séra Baldur og kveðst
ekki vita annað en hann og
þau hjón geti verið í Vatnsfirði
eins lengi og þeim líkar. „Það
liggur á borðinu að hér kemur
aldrei prestur meir. Og búskap
í landinu er þannig háttað, að
hann er nánast ekki leyfður,
þó að einhver hefði viljað fara
að hokra hér.“
Þróunin.
„Það væri ekkert vit í því
fyrir neinn að byrja hér búskap
á nýjan leik. Hér hefði allt
dottið niður og húsið staðið
autt. Það eru allir prýðilega
sáttir.“
Ekki skárra
að vera fastur við
Ræða okkar fer um víðan
völl eins og jafnan fyrr á liðn-
um áratugum. Séra Baldur er
snöggur og markviss í tilsvör-
um.
– Ertu ennþá eins beittur og
meinfyndinn bráðum hálfátt-
ræður og eins þú ert lands-
þekktur fyrir?
„Ég veit það ekki. Ég er
ekki dómbær á það. Ég gaf
mér þetta ekki sjálfur. Mér
þótti oft heppilegt að afgreiða
hlutina í snarheitum. Ég
nennti oft ekki að hanga í
löngum útlistunum. Ég er til
dæmis lélegur fundamaður.
Þeir hafa tekið eftir því margir
að ég sest alltaf aftast í salinn
á prestastefnum og öðrum
fundum og geng út þegar mér
líkar svo að gera.“
– Þú hefur verið sagður vera
nokkuð laus við á ráðstefnum.
„Já, ég get alveg fallist á
það, ef einhver vill hafa það
svo, að ég hafi stundum verið
laus við. Ekki er skárra að
vera fastur við. Ekki er skárra
að hafa sig alls ekki heim aft-
ur. En það hefur alltaf verið
háttur sveitaprestsins að nota
ferðina á prestastefnu til ým-
issa útréttinga. Vera ekki að
gera sérstaka ferð í aðra
landsfjórðunga eftir nál og
tvinna.“
Þakkir frá
sóknarbörnum
Í stofunni í Vatnsfirði er
margt blóma. Séra Baldri hafa
löngum verið hin andlegu
málefnin tamari en veraldleg
umsvif og því er hann spurður
hvernig fari eiginlega með
vökvun blómanna þegar Ólaf-
ía kona hans er fjarverandi.
Hann viðurkennir undan-
bragðalaust að góðir grannar
komi og vökvi blómin eftir
þörfum.
Ekki leynir sér að séra
Baldri þykir heldur vænt um
þakkarskjöl sem hann hefur
innrömmuð í stofu. Eitt hljóð-
ar svo:
Séra Baldur Vilhelmsson
prófastur. Við þökkum þér af
hjartans einlægni samstarf,
leik og líf sem við höfum átt
með þér hér í sókninni í hart-
nær 43 ár. Við óskum þér og
konu þinni alls hins besta og
að þið eigið fagurt og friðsælt
ævikvöld. Sóknarbörn Unaðs-
dalssóknar.
„Sóknarbörnin mín hér
mörg hver eða öll héldu okkur
hóf inni í Reykjanesi. Ég held
að sóknarbörnin í Unaðsdals-
sókn hafi afhent okkur þetta
þá. Snæfjallaströndin var allt-
af mjög sérstök. Þar var fá-
mennt strax eða mjög fljótlega
eftir að ég kom í Vatnsfjörð.
Reyndar var Ströndin fjöl-
byggð í gamla daga. Ferða-
lagið yfir Kaldalónið við upp-
haf míns prestsskapar var þess
eðlis að ég er ekki viss um að
allir færu það nú í dag.“
Annað skjal í stofu er
svohljóðandi:
Séra Baldur Vilhelmsson,
prestur og prófastur, Vatns-
firði, og frú Ólafía Salvars-
dóttir. Þökkum störf ykkar í
Vatnsfjarðarprestakalli frá
1956. Með vinarkveðju. Sókn-
arbörn við Djúp.
„Allar sóknarnefndirnar
stóðu að þessu skjali. Þeir
komu með þetta, allir for-
mennirnir“, segir séra Baldur.
Gamli presturinn í Vatns-
firði fylgir gestum til dyra.
Enn skín sólin glatt en þó er
eins og einhver grámi sé að
færast yfir. Skammt frá íbúð-
arhúsinu er gamalt slóðaherfi
í grasinu og verður ekki notað
framar.
Þróunin.
– Hlynur Þór Magnússon.
14.PM5 18.4.2017, 10:529