Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.05.2003, Page 6

Bæjarins besta - 14.05.2003, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is maður vikunnar Nafn: Jóhann Hinriksson. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Reykjavík, 28.11.1945. Atvinna: Bóka-, skjala- og myndavörður. Fjölskylda: Eiginkonan heitir Sigríður Steinunn Axelsdóttir og börnin fjögur heita Elín, Axel, Hinrik og Judith. Helstu áhugamál: Menning allskonar. Bifreið: Benz jeppi. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Benz jeppann. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Engin plön svo ég muni. Uppáhalds matur? Veikur fyrir ítölskum glásum. Versti matur sem þú hefur smakkað? Hænsn. Uppáhalds drykkur? Rauðvín. Uppáhalds tónlist? Nógu gamalt bara!. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? KR?. Uppáhalds sjónvarpsefni? Ekkert. Uppáhalds vefsíðan? www.alltheweb.com Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Ómögulegt að segja – kannski rússneskur Hamlet sem ég sá fyrir margt löngu. Fallegasti staður hérlendis? Skutulsfjörður er frá- bær. Fallegasti staður erlendis? Urbino. Ertu hjátrúarfull(ur)? Nei. Uppáhalds heimilistækið? Pavoni. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Ekki viss. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Rugl. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Ekkert. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Nei. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Því hef ég löngu gleymt. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Hreinsa bæinn og spúla stéttar almenni- lega. Setja hámarkshraðann í ca. 30 km/klst á eyrinni, veita fótgangendum forgang og leggja af aðrar um- ferðarhrindranir og selja umferðarskiltin. Lífsmottó? Hóf er best í hófi. Sælkerar vikunnar er Ingibjörg Jónsdóttir og Axel Jóhannsson Fiskigratín með skeldýrum fyrir fjóra Veikur fyrir ítölskum glásum 600 g fersk fiskiflök – ýsan er alltaf góð! 1 tsk salt Ofninn er stilltur á 200°C. Fiskurinn skolaður og settur í eldfast mót. Gott er að sprauta á hann sítrónusafa (ekki síst ef hann hefur verið frystur) og stráið 1 tsk af salti yfir. Hyljið með álpappír og setjið í miðjan ofninn og bakið í 15-20 mínútur. Hellið fiskisoðinu af og notið í sósuna. Gratínsósa 2 msk smjör 3 msk hveiti 4 dl fiskisoð + soð af kræklingi 1 eggjarauða 1 dl rjómi salt og hvítur pipar 1 msk sítrónusafi ½-1 dl af fersku dilli (eða vel af þurrkuðu) 1 dós af kræklingi og/eða 100 g rækjur 3 tómatar rifinn ostur Bræðið smjörið og hrærið hveitið út í. Bætið soði út pott- inn og hrærið á meðan suðan kemur upp. Sjóðið í 3-5 mín- útur. Blandið eggjarauðunni út í rjómann og hellið blöndunni út í sósuna og hrærið á meðan. Eftir þetta má sósan ekki sjóða. Bragðbætið með salti, pipar og sítrónusafa. Þá er að setja rækjur og krækling út á fiskinn, leggja tómatana skorna í tvennt meðfram og strá dillinu yfir. Svo er sósunni hellt yfir allt saman og ekki má gleyma ostinum í lokin. Hitinn er hækkaður í 250°C og rétturinn bakaður ofarlega í ofninum í 10-15 mínútur. Hrísgrjón og ferskt salat bragðast vel með þessum rétti. Ekki spillir kælt freyðivín eða hvítvín fyrir. Við skorum á Guðbjörgu Höllu Magnadóttur og Þröst Jóhannesson að koma með næstu uppskrift. Ráðstefna um Vestfirði sem aflstöð íslenskrar sögu haldin í júní Rannsóknarverkefninu „Vestfirðir á miðöldum“ hleypt af stokkunum Ráðstefna undir heitinu „Vestfirðir – aflstöð íslenskrar sögu“ verður haldin í Mennta- skólanum á Ísafirði dagana 13.-15. júní. Þar er ætlunin að leiða saman þá sem fengist hafa við rannsóknir á vest- firskri sögu og menningu á einn eða annan hátt og fá þá til að kynna viðfangsefni sín. Einnig er vonast til að með þessu verði hægt að ýta undir frekara samstarf þessara aðila. Með þessari ráðstefnu verður hleypt af stokkunum rann- sóknaverkefni sem fengið hef- ur heitið Vestfirðir á miðöldum og áætlað er að standi yfir í fimm ár. Markmið verkefnis- ins er að stuðla að grunnrann- sóknum á sögu Vestfjarða frá landnámi til 18.aldar. Ætlunin er að taka svæðið fyrir sem eina heild og rannsaka það ítarlega frá sjónarhóli ólíkra fræðigreina. Með þessu móti er vonast til að hægt verði að ná fram heildstæðri mynd af sögu svæðisins. Þetta hefur ekki verið reynt áður hérlendis en tíðkast víða erlendis. Að verkefninu standa Hug- vísindastofnun Háskóla Ís- lands (Miðaldastofa), Forn- leifastofnun Íslands, Senter for studier i vikingtid og nord- isk middelalder (Middelalder- senteret) við Oslóarháskóla, Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða, Fræðslumiðstöð Vest- fjarða og Byggðasafn Vest- fjarða. Andrea Sigrún Harðar- dóttir á Ísafirði hefur verið ráðin til starfa við verkefnið. Þar sem starfið er nýtt af nál- inni er ráðningin tímabundin enn sem komið er. Ástæður fyrir þessum áhuga á Vestfjörðum eru af ýmsum toga. Svæðið er vel afmarkað landfræðilega. Þar hafa varðveist mjög fjölskrúð- ugar heimildir frá miðöldum og geta fá jaðarsvæði í Evrópu státað af öðru eins. Auk þess er svæðið einstaklega áhuga- vert vegna þess að á mörgum skeiðum sögunnar var mannlíf á Vestfjörðum í fararbroddi almennrar þróunar á Íslandi. Því munu væntanlegar rann- sóknir ekki einungis varpa ljósi á sögu Vestfjarða heldur einnig ná að skýra sögu lands- ins í heild. Á næstu árum stendur til að vinna að ýmsum þverfaglegum rannsóknum á svæðinu og mun verkefninu ljúka með umfangsmiklum fornleifagrefti í Vatnsfirði við Djúp og útgáfu á heildstæðu riti um sögu Vestfjarða. Ráðstefnan hefst að kvöldi föstudagsins 13. júní með því að opnuð verður sýning í Menntaskólanum á Ísafirði á afritum af vestfirskum hand- ritum. Um kvöldið verður móttaka fyrir ráðstefnugesti í Neðstakaupstað á Ísafirði. Á dagskrá ráðstefnunnar er margt áhugavert enda um að ræða rannsóknir í ólíkum fræðigreinum. Meðal þeirra sem erindi flytja verða Torfi H. Tulinius miðaldafræðing- ur, Adolf Friðriksson forn- leifafræðingur, Jón Viðar Sig- urðsson sagnfræðingur, Helgi Þorláksson sagnfræðingur, Bergljót S. Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur, Sverrir Tómasson miðaldafræðingur, Þórunn Sigurðardóttir ís- lenskufræðingur, Þóra Krist- jánsdóttir listfræðingur og Unnur Dís Skaptadóttir mann- fræðingur, auk ýmissa annarra sérfræðinga á ólíkum sviðum. Einnig má nefna kynningu á ferðaþjónustuverkefni í tengslum við Gísla sögu Súrs- sonar sem er í deiglunni í Dýrafirði. Ætlunin er að ráð- stefnugestir skreppi á slóðir Gísla Súrssonar á laugardeg- inum. Þá um kvöldið verður hátíðarkvöldverður þar sem tónlist eftir séra Ólaf á Sönd- um í Dýrafirði verður í há- vegum höfð. Ferðaskrifstofan Vesturferðir á Ísafirði Gunnar Þórðarson er hættur sem framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar Vesturferða á Ísafirði en hann tók við starf- inu í september á síðasta ári. Gunnar segir brotthvarf sitt vera í fullri vinsemd. „Fjárhagsleg endurskipu- lagning sem ég vann að er leyst og komin í höfn en öll skipulagningin og vinnan í kringum hana var gerð með Gunnar Þórðarson hætt- ur sem framkvæmdastjóri ákveðna stefnumótun í huga. Um leið og ný stjórn var kosin, þá tók hún vinkilbeygju frá þeim sjónarmiðum. Mér var ekki stætt á því að sitja þarna áfram, hafandi kynnt þessa stefnu sem ekki verður síðan fylgt. Ég taldi til dæmis að Byggðastofnun hefði komið þarna inn meðal annars út á þessa stefnumótun og mín orð. En brotthvarf mitt er við- skiptalegs eðlis og góð sátt um það“, segir Gunnar. Þessa dagana er Gunnar í prófum. Hann stefnir að því að ljúka fjarnámi frá rekstrar- deild Háskólans á Akureyri nú í vor. Guðni Geir Jóhannsson, stjórnarmaður í ferðaskrifstof- unni Vesturferðum á Ísafirði, segir að í sínum huga hafi ekki verið tekið nein vinkil- beygja í rekstri Vesturferða eins og skilja má af ummælum Gunnars Þórðarsonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra fé- lagsins. „Við erum að vinna út frá því sem hann lagði upp og erum að vinna að endur- reisn fyrirtækisins. Ég tel mjög mikilvægt að þetta fyrir- tæki haldi velli og verði áfram öflugt í uppbyggingu ferða- þjónustunnar hérna“, segir Guðni. Gunnar Þórðarson hóf störf hjá félaginu í september og tók þátt í endurskipulagninu þess.„ Mér þykir leitt að Gunnar skuli vera hættur. Hann er búinn að koma sér inn í málin og slæmt að missa hann út. En hann var búinn að segja upp þegar núverandi stjórn tók við fyrir stuttu þannig að ég sé ekki hvernig ákvarðanir hennar hafa getað haft áhrif á afstöðu hans“, sagði Guðni. Gunnar Þórðarson. Guðni Geir Jóhannesson. 19.PM5 18.4.2017, 11:036

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.