Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.11.2003, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 05.11.2003, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu maður vikunnar Nafn: Finnbogi Hermannsson. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Reykjavík, 20.9.1945. Atvinna: Forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Ísafirði. Fjölskylda: Kvæntur Hansínu Guðrúnu Garðarsdótt- ur og eigum við dæturnar Auði og Rannveigu Heru. Dóttir mín frá fyrra hjónabandi er Guðrún María Finn- bogadóttir sem býr í London. Stjúpsonur minn er Heiðar Svanur Óskarsson og býr á Blönduósi. Allt er þetta uppkomið fólk. Barnabörnin eru fimm. Helstu áhugamál: Gamlir bílar og bílaviðgerðir, og sagnfræði og svo að veiða silunga á sumrum. Geri það með köldu blóði, enda kominn af veiðifólki. Bifreið: 15 ára gamlir Volvóar 240. Konan ekur á rauðum Cherokee jeppa 5.2, gamla 318 vélin frá Chrysler. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Sem gamall Benz- aðdándi og -eigandi, vildi ég eiga Mercedes Benz 280 SE eða 420 SE, ca 90 módelið. Samskonar boddý og á bílnum hans Dúdda Halldórs á Ísafirði. Sá fallegasti sem hefur verið teiknaður og keyrir sig nánast sjálfur. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Bóndi. Uppáhalds matur? Svið að vestfirskum hætti og lambalærið hjá Hansínu. Versti matur sem þú hefur smakkað? Ég hef aldrei fengið vondan mat, nema þá helst svið úr búðunum, sem reglugerðir hafa gert óæt. Uppáhalds drykkur? Mjólk. Uppáhalds tónlist? Það eru þessir gömlu; Bach, Beethoven, Schubert og síðan þeir sem byggja á þjóðlegri hefð eins og Smetana, Dvorak, Sibelius og Grieg. Einnig Frakkarnir s.s. Dabussy og Erik Satie. Ekki má gleyma Rússunum og ekki heldur Mahler. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Ekkert sér- stakt, en ég horfi á enska boltann mér til ánægju og afþreyingar. Var Valsari í gamla daga eins og mamma. Hún verður níræð í desember og heldur með Aston Villa. Uppáhalds sjónvarpsefni? Breskir þættir og kvik- myndir. Hvers vegna er ekki spurt um útvarpið?. Uppáhalds vefsíðan? Mogginn, BB og Tíðis. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Margar góðar. Fallegasti staður hérlendis? Þingvellir og Ísafjarð- ardjúp, finn alltaf samhljóm milli Djúpsins og Þing- vallavatns. Fallegasti staður erlendis? Mjög falleg í Þrænda- lögum í Noregi. Ertu hjátrúarfull(ur)? Nei, en þó. Það ber ekki allt upp á sama daginn. Uppáhalds heimilistækið? Uppþvottavélin minnk- aði sektarkenndina, þegar hún loksins kom. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Lesa eitthvað bitastætt í friði og keyra norðlensku dalina á góðum bíl. Og svo auðvitað að vera í skauti fjölskyld- unnar um helgar. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Tvískinnungur og þegar menn bera kápuna á báðum öxlum. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Leggst í mitt fleti og les góða bók. Líka gott að glamra á píanóið eftir erfiðan dag. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Já, eiginlega. Hann er reyndar ekkert leyndur, það er að geta setið við skriftir, ef ég næ eftirlauna- aldri og gripið í bílaviðgerðir og smíðar þess á milli. Það er ekki flóknara en það. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Það var þegar ég hélt að Björn Bjarnason, þáv. menntamálaráðherra, væri að færa mér fötin mín vestur á Reykhólum. Ég hafði gleymt þeim á herðatré í Bjarkalundi. En hann var bara að bera fötin sín inn í samskonar plasti og mín voru í. Þetta var á Fjórð- ungsþingi fyrir tveimur árum. Slíkt var fasið á Birni, að ég reyndi ekki að útskýra málið. Fötin mín komu síðar heil á húfi. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Pólitískur bæjarstjóri getur breytt og haft áhrif. Ég mundi reyna að hafa áhrif á uppbyggingu atvinnulífsins að því marki sem það er á valdi einnar bæjarstjórnar. Það er lífsnauðsyn núna. Mikil þekking og færni er fyrir hendi á svæðinu. Lífsmottó? Að þreyja þorrann og góuna. Mamma er nær níræð og heldur með Aston Villa Fylkir Ágústsson, bókari á Ísafirði, hefur í áratug rekið ferðaskrifstofu með umboð fyrir sumarhús og bílaleigubíla í Danmörku. Hann segir við- skiptavini sína vera um allt land og að þegar séu farnar að berast bókanir fyrir næsta sum- ar. „Margir skipuleggja sig með góðum fyrirvara. Sérstak- lega þegar margir er að fara saman og þurfa að gera ráðstaf- anir, t.d. þegar stórar fjölskyld- ur eru að koma saman eða menn eru að hittast af ein- hverju tilefni“, segir Fylkir. Hann segir síðustu vertíð hafa gengið vel en ferðaskrif- stofan sé farin að festa sig í sessi. Þeir sem nýti þjónustu hans skipuleggi sínar ferðir sjálfir og það sé orðið einfald- ara en áður. „Aðgangur að net- inu til að bóka flugfar er orðin einfaldur og ódýrara er að panta beint. Fólk sest einfald- lega niður og skipuleggur sitt frí heima hjá sér“, sagði Fylkir Ágústsson. – kristinn@bb.is Þegar farið að bóka fyrir næsta sumar Ferðaskrifstofan Fylkir á Ísafirði Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. á Þingeyri Umfangsmiklar endurbætur hafnar á gömlu smiðjunni Hafnar eru umfangsmiklar viðgerðir og endurbætur á Vél- smiðju Guðmundar J. Sigurðs- sonar & Co. á Þingeyri. Um fyrsta áfanga er að ræða. Þar er þakið heilklætt upp á nýtt, skipt um sperrur fyrir þær sem eru ónýtar og aukasperrum bætt inn í. Þakið einangrað ofan frá, neglt á langbönd og járn sett á. Reynt verður að halda útliti hússins að innan óbreyttu. Frá þessu er greint er á Þingeyrarvefnum. Guð- mundur Jón Matthíasson, einn af erfingjum vélsmiðjunnar, segir í samtali við Þingeyrar- vefinn að ekki hafi verið hjá því komist að ráðast í fram- kvæmdirnar þar sem vélar og tæki hafi legið undir skemmd- um. Framkvæmdir eru fjár- magnaðar úr sjóði smiðjunnar en fyrst og fremst af fjölskyld- unni sem áður rak vélsmiðj- una. Leitað hefur verið ásjár Ísafjarðarbæjar um að skattar og gjöld á þessu ári verði felld niður en jafnframt að verkefn- inu yrði veittur styrkur sem samsvari núvirði álagðra gjalda á árunum 1995-2002. Menningarnefnd bæjarins hef- ur beint því til bæjarstjórnar að málið verði tekið á dagskrá við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar. Óhætt er að segja að smiðjan hafi sögulegt gildi fyrir Ísa- fjarðarbæ og landið allt. Grein- arhöfundur á Þingeyrarvefn- um segir það einnig eiga við um gamla salthúsið á Þingeyri og segir að Ísafjarðarbær mætti sýna þessum sögulegu húsum í Ísafjarðarbæ en utan Ísafjarðar meiri virðingu þann- ig að í framtíðinni geti þau skipað þann sess sem þau eigi skilið. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfangann er 7-8 milljón- ir, en heildarkostnaður er áætl- aður 25-30 milljónir. Verktaki við fyrsta áfangann er Sig- mundur F. Þórðarson, á Þing- eyri. – kristinn@bb.is Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. á Þingeyri. Útreikningar Orkustofnunar Húshitun 43% dýrari á Vestfjörðum en í Reykjavík Samkvæmt útreikningum Orkustofnunar er húshitunar- kostnaður fyrir dæmigert íbúð- arhús 43% hærri á Vestfjörð- um en í Reykjavík og meira en fimmfalt hærri en þar sem hann er lægstur. Orkustofnun birti á dögunum útreikninga á húshitunarkostnaði hjá hita- veitum í september 2003. Þar er miðað við dæmigert íbúðar- hús eins og segir í forsendum Orkustofnunar eða um 430 rúmmetra að stærð. Lægstur er húshitunarkostnaður hjá Hitaveitu Laugaráss eða tæpar 17 þúsund krónur á ári. Það kostar viðskiptavini Orkubús Vestfjarða rúmar 86 þúsund krónur að hita hjá sér sambæri- legt húsnæði eða um fimmfalt hærra en þar sem lægst er. Er það fimmti hæsti húshitunar- kostnaður á landinu. Hæstur er kostnaðurinn hjá Hitaveitu Rangæinga eða tæp- ar 98 þúsund krónur á ári. Aðr- ir staðir þar sem húshitun er dýrari en á Vestfjörðum eru Siglufjörður, Reykhólar og Seyðisfjörður. Sambærileg upphæð í Reykjavík er rúmar 60 þúsund krónur. Fram hafa komið hugmynd- ir um sameiningu Norðurorku á Akureyri, Rarik og Orkubús Vestfjarða. Því er athyglisvert að skoða húshitunarkostnað hjá þessum þremur fyrirtækj- um. Húshitunarkostnaður á sem eru bæði hærri og lægri en á Vestfjörðum. Sá munur sem nú er á hús- hitunarkostnaði á Vestfjörðum og höfuðborgarsvæðinu er mun minni en var á árum áður. Þá rifjast upp þjóðsagan líf- seiga af Vestfirðingnum sem flutti á mölina og greiddi mán- uðum saman af misgáningi húshitunarkostnað fyrir allan stigaganginn í blokkinni þar sem hann bjó og þótti lítið. Nú hefur munurinn á þessum svæðum minnkað þannig að sú saga á ekki við lengur. – hj@bb.is Akureyri er samkvæmt út- reikningum Orkustofnunar nánast sá sami og á Vestfjörð- um en hjá Rarik sjást tölur Orkubú Vestfjarða. 44.PM5 18.4.2017, 11:576

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.