Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.11.2003, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 05.11.2003, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 7Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Meirihluti bæjarstjórnar Ísa- fjarðarbæjar áréttaði fyrir stuttu án athugasemda frá minnihlutanum stuðning við vegarlagningu um Arnkötlu- dal og Gautsdal milli Stein- grímsfjarðar í Strandasýslu og Króksfjarðar í Reykhólahreppi skammt frá Gilsfjarðarbrú. Fyrir fundinum lá afrit af bréfi Leiðar ehf. varðandi hugsan- lega einkafjármögnun á vegar- lagningu þessa leið. Í bókun um þetta mál á fundi bæjar- stjórnar er minnt á samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga 1997 þar sem öll sveitarfélög á Vestfjörðum samþykktu stefnumótun í vegamálum. Þar segir m.a. um leiðina um Arn- kötludal og Gautsdal: „Það er samdóma álit starfs- hópsins að nýr vegur um Arn- kötludal og Gautsdal hafi yfir- burði yfir aðra valkosti. Veg- urinn sameinar þá kosti, sem engin önnur vegtenging Reyk- hólasveitar við Strandir og Djúp gerir, að stytta verulega för íbúa tveggja samgöngu- svæða að hringveginum og tengja um leið þriðja svæðið við hin tvö. Með þverun Gils- fjarðar gerir vegur um Arn- kötludal Reykhólasveit og sveitarfélög við Steingríms- fjörð og í Dölum að einu at- vinnusvæði árið um kring, sem engin önnur vegagerð á þessu svæði gæti nokkurn tíma gert. Sú hringtenging um Vestfirði, sem hér hefur verið lýst og starfshópurinn er sammála um, gerir ráð fyrir því að aðalveg- tenging Vestfjarða við þjóð- veg nr. 1, hringveginn, verði um Vestfjarðaveg nr. 60 um Gilsfjarðarbrú og Bröttu- brekku, enda sú leið rúmum 40 km styttri til Reykjavíkur en tenging um Brú í Hrútafirði nema fyrir íbúa Bæjar- og Broddaneshreppa. Því er gert ráð fyrir að vegagerð um Arn- kötludal fresti fyrirhugaðri vegagerð um Kollafjörð og Bitru þar til öðrum forgangs- verkefnum er lokið.“ Í bókuninni á fundi bæjar- stjórnar er jafnframt minnt á samþykkt bæjarráða Ísafjarð- arbæjar og Bolungarvíkur og hreppsnefnda Súðavíkur og Hólmavíkur á fundi 28. febr- úar 2003. Í samþykktinni er vísað til fyrri samþykkta fjórð- ungsþinga og lögð áhersla á leiðina um Arnkötludal og Gautsdal. – hlynur@bb.is Kort af fyrirhuguðu vegstæði um Arnkötludal og Gautsdal. Mynd: leid.is Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar Áréttar stuðning við veg um Arnkötludal Tæknifyrirtækið Póls hf. á Ísafirði Væntingar bundnar við sókn á Tælandsmarkað Tæknifyrirtækið Póls hf. á Ísafirði væntir mikils af Tælandsmarkaði í framtíð- inni að sögn Halldórs Hall- dórssonar, framkvæmda- stjóra. Nýlega samdi fyrir- tækið við þarlendan aðila um sölu á búnaði frá Póls til matvælaiðnaðar í land- inu. Hingað til hefur Póls verið hvað þekktast fyrir tæknilausnir sínar á sviði sjávarútvegs en Halldór segir að megin áherslan verði lögð á að þjónusta tælenskan kjúklingaiðnað þó einnig sé horft til sjáv- arútvegsins. „Við erum virkilega farnir að horfa á Tæland, það er mjög áhugaverður og raunhæfur markaður að sækja á. Bæði er þarlendur kjúkl- ingamarkaður mjög stór en eins framleiða þeir mjög mikið fyrir japanska kaup- endur sem krefjast mikill- ar sjálfvirkni í framleiðsl- unni“, segir Halldór. Hann segir að í Tælandi sé vaxandi þörf fyrir sjálf- virknibúnað í matvælaiðn- aði þrátt fyrir tiltölulega ódýrt vinnuafl. Kaupendur geri kröfur til hreinlætis og krefjist þess í auknu mæli að mannshöndin komi sem minnst nálægt framleiðsl- unni. – kristinn@bb.is Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar Veitir styrki til umhverfismála Fjórar umsóknir að fjár- hæð kr. 795.000,- voru samþykktar á fundi um- hverfisnefndar Ísafjarðar- bæjar fyrir stuttu. Á sama fundi var einnig samþykkt að kaupa á GPS-mæling- um á fornum göngustígum sem unnar voru af Snorra Grímssyni á Ísafirði. Styrkhafar að þessu sinni eru Gunnþórunn Friðriks- dóttir, sem fékk 75 þúsund króna styrk til niðurrifs og urðunar útihúsa að Lækj- arósi í Dýrafirði, Jón Frið- rik Jóhannsson sem fær 300 þúsund króna styrk til uppsetningar á hreinlætis- aðstöðu á Sandeyri, Lilja Rafney Magnúsdóttir sem fær 120 þúsund króna styrk til uppsetningar á bekkjum og ruslafötum við flugvöllinn á Suður-eyri og Skógræktarfélag Ísfjarðar sem fær 300 þúsund króna styrk til vinnu og viðhalds við Simsonsgarð. Meðal umsækenda var Snorri Grímsson á Ísafirði sem óskaði eftir styrk til GPS- mælinga á fornum göngu- stígum og reiðleiðum. Nefndin ákvað að fela tæknideild að semja við Snorra Grímsson. – hj@bb.is Hjónin Áslaug J Jensdóttir og Magnús Alfreðsson taka við viðurkenningu sinni. Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar veitir viðurkenningar Umhverfisnefnd Ísa- fjarðarbæjar veitti tvær umhverfisviðurkenningar á föstudag. Hjónunum Ás- laugu Jóhönnu Jensdóttur og Magnúsi Alfreðssyni var veitt viðurkenning fyrir endurbyggingu Hæsta- kaupstaðarhússins á Ísa- firði og sóknarnefnd Þing- eyrarsóknar var veitt viður- kenning fyrir vel heppnað- ar endurbætur á Þingeyrar- kirkju og góðan frágang á umhverfi hennar. Kristján Kristjánsson, formaður umhverfisnefndar og Birna Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar veittu viðurkenn- ingarnar á föstudag. Sigríður Helgadóttir tekur við viðurkenningunni fyrir hönd Þingeyrarsóknar. 44.PM5 18.4.2017, 11:577

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.