Bæjarins besta - 09.01.2002, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002
LEIÐARI
Fyrir lífið sjálft
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan Ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólína Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Sindri
V. Gunnarsson, Holtagötu 11,
sími 456 4982. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Selma Rut
Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími
456 8269.
Frá útgefendum:
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is•
Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 892 2240, netfang: blm@bb.is • Blaðamaður: Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sími 456 4448, netfang: umbrot@bb.is •
Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Fréttavefur: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið • Veittur
er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið.
Sveitarfélög á Vestfjörðum
fengu á síðasta virkum degi
fyrir áramót greiddar samtals
93,1 milljónir króna í auka-
framlag úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga vegna fólks-
fækkunar á árunum 1999-
2001. Yfir landið allt var fram-
lag ríkisins 350 milljónir
króna til sveitarfélaga þar sem
íbúum fækkaði á nefndu tíma-
bili. Tíu af tólf sveitarfélögum
á Vestfjörðum fengu eitthvað
af þessu framlagi eða öll nema
Tálknafjarðarhreppur og Bæj-
arhreppur. Um 17,9 millj.
runnu til Vesturbyggðar, um
9,8 millj. til Bolungarvíkur-
kaupstaðar, um 8,1 millj. til
Hólmavíkurhrepps og um 6
millj. til Súðavíkurhrepps.
Ef litið er á einstök kjör-
dæmi fór stærsta framlagið til
Vestfjarða, litlu minna til
Austurlands eða 85,6 millj-
ónir, til Norðurlands eystra
fóru 72,1 milljónir og til Norð-
urlands vestra 46 milljónir.
Ísafjarðarbær fékk mest allra
sveitarfélaga á landinu eða
44,5 milljónir. Næst kom
Fjarðabyggð með 35,3 millj-
ónir. Aukaframlögum þessum
er einkum ætlað að vera til
mótvægis við minnkandi út-
svarstekjur sveitarfélaganna
sem þurfa á ýmsum sviðum
að kosta eins miklu til þjón-
ustu þótt fólki fækki.
93,1 milljón til Vestfjarða
Aukaframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Samfylkingin í Ísafjarðarbæ kemur í stað K-lista
Ekki hefur verið rætt við neina
aðra um sameiginlegt framboð
Ekkert hefur enn verið
ákveðið hvernig staðið verður
að undirbúningi framboðs hjá
þeim sem standa að núverandi
K-lista, sem er í minnihluta í
bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar,
að sögn Bryndísar G. Frið-
geirssonar, oddvita listans.
Hins vegar segir hún það fast-
ákveðið, að Samfylkingin
muni bjóða fram við komandi
bæjarstjórnarkosningar. Seint
á nýliðnu ári var stofnað Sam-
fylkingarfélag í bæjarfélaginu
sem mun standa að framboð-
inu.
„Þeir sem stóðu að K-list-
anum við síðustu kosningar
voru Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur og Kvennalisti
enda þar þá ekki búið að
stofna Samfylkinguna sem
stjórnmálaflokk“, segir Bryn-
dís. „Seint á nýliðnu ári var
síðan stofnað Samfylkingar-
félag í bæjarfélaginu sem mun
standa að framboði hér.
Bryndís segir að ekki hafi
enn komið fram hverjir af sitj-
andi bæjarfulltrúum K-lista
muni hafa hug á framboði á
ný. Aðspurð hvort til greina
komi að Samfylkingin bjóði
fram í samvinnu við Vinstri
græna eða einhver önnur póli-
tísk öfl segir Bryndís, að ekk-
ert hafi enn komið fram um
slíkt. Engar viðræður eða
þreifingar hafi átt sér stað milli
Samfylkingarinnar í Ísafjarð-
arbæ og neinna annarra. „Við
munum ekki leita til annarra í
þeim efnum enda þarf Sam-
fylkingin ekki á því að halda.
Aðrir hafa heldur ekki haft
samband við okkur.“
Ekkert er farið að ræða
hvort Samfylkingin í Ísafjarð-
arbæ efnir til prófkjörs eða
hvort stillt verður upp á lista
með öðrum hætti. Bryndís
segir hins vegar að fljótlega
verið farið að huga að þeim
málum.
Sextíu og tvö börn fæddust
á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Ísafirði á síðasta ári. Af þeim
voru drengir 26 og stúlkur 36.
Árið 2000 fæddist hins
vegar 51 barn á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu og er því fjölg-
unin 11 börn á milli ára.
Ísafjörður
Fæðingum
fjölgaði um 11
Þegar berklasjúklingar ákváðu að taka höndum saman og styðja hvern
annan í baráttunni við hvítadauðann, sem allt fram yfir miðja síðustu öld var
vágestur hinn mesti meðal íslensku þjóðarinnar, og stofnuðu SÍBS
árið 1938, hefur þá vart grunað að samtök þeirra ættu eftir að marka
jafn heillavænleg spor og raun ber vitni, þótt ekki hafi þá skort áræði
og með hverjum og einum þeirra hafi, þrátt fyrir allt, búið sá lífsvilji
með von um betra líf, sem til þurfti.
Með stofnun SÍBS var flugið tekið og ekki aftur snúið. Vængja slátturinn
jókst. Sjö árum síðar var Vinnuheimilið að Reykjalundi stofnað. Ólíklegt er að
það fólk sem þar var að verki hafi séð fyrir hvílíku stórvirki það var að hrinda
leggja grunninn að.
Allt frá stofnun happdrættis SÍBS hefur það verið bakhjarl þeirrar miklu
uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Reykjalundi. Slagorð happ drættisins –
fyrir lífið sjálft – eru orð að sönnu. Þegar litið er til baka og skoðaður sá árang-
ur sem þar hefur náðst í gegnum árin, skref fyrir skref, er ljóst að þrekvirki
hefur verið unnið. Og áfram heldur afrekaskráin þar á bæ að lengjast með
hverjum nýjum degi.
Það eru vart ýkjur að ekki finnst sá maður hérlendur sem ekki er skyldur,
eða tengdur, einhverjum, eða þekkir einhvern sem notið hefur endur-
hæfingar á Reykjalundi eftir erfiða sjúkdómslegu og þar með betra
lífs en ella hefði verið, hafi þess á annað borð verið nokkur kostur.
Vegna þessa er það ekki of mælt að öll stöndum við í þakkarskuld við
Reykjalund, ómælda og ómetanlega.
Síðan sigur vannst á berklaveikinni er Reykjalundur orðinn alhliða
endurhæfingarstöð þar sem hjartasjúklingar hafa fasta viðkomu til að búa sig
á ný undir átökin við daglegt líf eftir að hafa gengið í gegnum erfiða sjúkra-
húsvist, svo dæmi sé tekið. Áreiðanlega vill enginn þeirra leiða hugann að því
hver staða þeirra væri ef Reykjalundur hefði aldrei litið dagsins ljós. Að svo
varð getum við þakkað kjarkmiklu og þrautseigu fólki sem sjálft barðist við
sjúkdóm sem á þeim tíma var dómur sem ekki varð áfrýjað.
Stuðningur við Reykjalund er stuðningur við okkur sjálf – fyrir lífið sjálft.
s.h.
Um þessar mundir stendur
yfir sýning bandarísku mynd-
listarkonunnar Holly Hughes
í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Þar sýnir hún afrakstur sköp-
unarstarfa sinna hér á landi
og við strendur landsins, auk
sýnishorna af eldri verkum.
Mest er þó um ljósmyndir af
Hornströndum. Holly dvelst
á Ísafirði í vetur eftir margra
ára ferðalög um heiminn
ásamt George MacLeod, fyrst
á reiðhjólum en síðustu árin á
skútunni Hannah Brown sem
þau ákváðu í haust að leggja
á Ísafirði yfir veturinn.
Sýningin í Edinborg verður
opin áfram á virkum dögum í
janúar og er fólk hvatt til að
koma sem oftast þar sem hún
er breytileg frá degi til dags
og sífellt bætast nýjar myndir
við. Næstu tvær helgar verður
sýningin síðan opin frá kl. 15
til 19. Þeir sem óska eftir að
skoða hana á öðrum tíma geta
haft samband við Holly í síma
456 5667.
Holly Hughes
sýnir út jan-
úarmánuð
Ísafjörður