Bæjarins besta - 09.01.2002, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 3
Bæjarlífið á Þingeyri lamaðist vegna hræðilegs eldsvoða aðfaranót síðastliðins föstudags
Ung hjón og sonur þeirra fórust
Ung hjón og barnungur
sonur þeirra fórust í elds-
voða að Aðalstræti 49 á
Þingeyri aðfaranótt föstu-
dags. Þau hétu Hreiðar
Snær Línason, 22ja ára,
Ingibjörg Edda Guð-
mundsdóttir, 20 ára, og
Leon Örn Hreiðarsson,
tæplega tveggja ára. Föður-
num tókst að bjarga syni
þeirra á fjórða ári út úr hús-
inu og fór síðan aftur inn
til að reyna að bjarga konu
sinni og yngra barninu.
Hann átti ekki afturkvæmt
út en eldsprenging mun
hafa orðið í íbúðinni eftir
að hann fór inn aftur. For-
eldrar Hreiðars og systir
bjuggu á efri hæð hússins
og komust þau út heilu og
höldnu.
Húsið Aðalstræti 49 er
timburhús á steyptum
kjallara. Fyrir nokkru var
íbúð innréttuð í kjallaran-
um þar sem ungu hjónin
bjuggu ásamt sonum sín-
um. Upptök eldsins eru
rakin til kertaskreytinga,
eftir því sem fram kom í
tilkynningu lögreglunnar
að rannsókn lokinni. Þá
sagði að ekki sé vitað til þess
að reykskynjari hafi verið í
íbúðinni. Ekkert benti til þess
að kviknað hefði í af völdum
rafmagns. Lögreglan á Ísafirði
naut aðstoðar tveggja sérfræð-
inga frá ríkislögreglustjóra og
eins frá rafmagnsöryggisdeild
Löggildingarstofu við vett-
vangsrannsóknina.
Sigmundur Þórðarson
byggingameistari á Þingeyri
var ásamt öðrum sjúkraflutn-
ingamanni fyrstur á vettvang
af björgunarliði. Hann fékk
boð um eldinn um kl. 3.15.
Hann var þá sofandi heima
hjá sér en heimili hans er um
þremur húslengdum frá Aðal-
stræti 49. Á leiðinni að slökk-
vistöðinni ók hann framhjá
brennandi húsinu. Þar var þá
gífurlegt eldhaf. Kjallarinn var
alelda og eldtungur náðu langt
út um gluggann. Flestallar
rúður í kjallaranum sprungu
út og til marks um hve bálið
var mikið teygði eldurinn sig
á tímabili upp fyrir þakskegg
hússins.
Sigmundur telur að þeir hafi
verið komnir á sjúkrabílnum
að húsinu um þremur mínút-
um eftir að útkall barst. Þá
vissi hann ekki betur en fjórir
væru innlyksa inni í húsinu.
Eldhafið var á hinn bóginn
svo gríðarlegt að ekki var við-
lit fyrir þá að komast inn í
húsið. Þeir urðu því að bíða
þar til slökkviliðsbíll kom á
vettvang með reykkafara. Sig-
mundur segir að biðin hafi
virkað á sig sem heil eilífið.
Erfitt væri þó að meta hversu
langur tími leið í raun. Það
hefðu þó örugglega verið
nokkrar mínútur.
Í loftinu á íbúðinni var plast-
einangrun sem var mikill elds-
matur og myndaðist baneitr-
aður reykur þegar hún brann.
Svo virðist sem einangrunin í
lofti stofunnar hafi brunnið
að langmestu leyti. Einangr-
unin bráðnaði og lak logandi
niður á gólf en eina útgöngu-
leiðin út úr íbúðinni liggur í
gegnum stofuna. Nánast allt
sem var í kjallaranum er ónýtt.
Klæðningar á veggjum
brunnu víða frá lofti og niður
í gólf en innréttingar í svefn-
herbergjum eru ekki eins illa
farnar.
Einn slökkviliðsbíll er á
Þingeyri. Hann er rúss-
neskur og um fimmtíu ára
gamall en mun þó standa
fyrir sínu. Á hinn bóginn
munu brunahanar í bænum
vera frekar lélegir og
mættu veita meiri vatns-
þrýsting.
Frá brunastað að Aðalstræti 49 á Þingeyri að morgni föstudagsins 4. janúar.